Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2025 15:39 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27