Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar 8. desember 2025 17:01 Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Heilbrigðismál Matur Dýraheilbrigði Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun