Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 8. desember 2025 20:55 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati. Þingsályktunartillaga um stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum var lögð fyrir Alþingi í október. Þar koma fram megináherslur sem meðal annars gera ráð fyrir aukinni þátttöku í starfi og verkefnum NATO sem og eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna og er sérstaklega tekið fram að náið samstarf Bandaríkjanna og Íslands byggi á sameiginlegu gildismati. Fyrir helgi birti Bandaríkjastjórn nýja þjóðaröryggisstefnu og hefur innihald hennar vakið athygli, ekki síst fyrir gagnrýni á stjórnvöld í Evrópu. Helsta vandamál Evrópu er sagt siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafi farið forgörðum og vilja Bandaríkjamenn styðja bandamenn sína í Evrópu í að verja frelsi og öryggi álfunnar. Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum í Úkraínu og telur evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið þar. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnar- og öryggismálum sagði í viðtali að Evrópa og Bandaríkin ættu ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Íbúar Evrópu hefðu ástæðu til að hafa áhyggjur og þá væri staða NATO stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga sem hafi útvistað vörnum sínum alfarið til Bandaríkjanna og NATO. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir Ísland ekki í sömu stöðu og önnur Evrópulönd. „Ísland er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin sem grundvallast á gagnkvæmum hagsmunum, bæði fyrir okkur að geta verið varin af stærsta herveldi heims en líka Bandaríkjunum út af mikilvægri legu Íslands fyrir varnarhagsmuni Bandaríkjanna,“ segir hann. Margt sé þó áhugavert við nýju þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, til að mynda að þeir afsali sér hlutverki sínu sem löggæsluvald heimsins og líti á Kína sem meginkeppnisnaut sinn. „Svo eru þessar fullyrðingar varðandi Evrópu sem hefur verið mest athygli á hérna megin Atlantshafsins.“ Eigi enn sameiginleg gildi Í tillögu utanríkismálanefndar frá því í október segir að samstarf Íslands við Bandaríkin verði að byggja á sameiginlegum gildum. „Ég held að það séu gildi sem varða lýðræði og þeir hlutir halda enn. Okkar samstarf við Bandaríkin er langt og gjöfult, eins og ég segi held ég að það sé margt sem gildir enn þá,“ segir Pawel. Í áætluninni er Evrópa harðlega gagnrýnd og hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar undanfarið fundað með fulltrúum fjarhægriflokka í Evrópu. Pawel segir að einhverjir vankantar sem Bandaríkjamenn hafi bent á séu viðurkenndir af Evrópu, til að mynda veikari staða Evrópusambandsins hvað varði samkeppniseftirlit. „En svo auðvitað þegar kemur að hlutum eins og Bandaríkjamenn líta sem hagsmuni fyrir sig er að Evrópusambandið verði ekki jafn sterkt og áður eða jafnvel liðist í sundur en líka hugmyndir um aðila sem ættu að stjórna innan viðkomandi ríkja,“ segir Pawel. „Fullvalda ríki mæta því með ákveðnum efasemdum þegar önnur ríki fullyrða um hvaða hætti þeim ætti að vera stjórnað.“ Vonar að ná saman með Miðflokknum Unnið er að varnarstefnu Íslands innan þingsins og gengur sú vinna vel að sögn Pawels. „Það voru fimm flokkar af sex sem sitja þingið sem stóðu að tillögunni og nú erum við að taka við gestum og ég vona að ágreiningur um þessi mál, sem þó er á milli okkar og Miðflokksins, sé ekki það óbrúnalegur að við getum ekki náð saman,“ segir hann. Ósætti er á meðal Miðflokksins og hinna flokkanna hvað þessi mál varðar en Ingibjörg Davíðsdóttir var fulltrúi flokksins í nefndinni. Hún sagði sig úr hópnum og sagði hann vera til marks um sýnarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Miðflokkurinn lagði fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis og varnarmál. „Það skiptir máli þegar kemur að varnarmálum Íslands að við séum með stefnu sem nær yfir einstaka ríkisstjórnir,“ segir Pawel. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Þingsályktunartillaga um stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum var lögð fyrir Alþingi í október. Þar koma fram megináherslur sem meðal annars gera ráð fyrir aukinni þátttöku í starfi og verkefnum NATO sem og eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna og er sérstaklega tekið fram að náið samstarf Bandaríkjanna og Íslands byggi á sameiginlegu gildismati. Fyrir helgi birti Bandaríkjastjórn nýja þjóðaröryggisstefnu og hefur innihald hennar vakið athygli, ekki síst fyrir gagnrýni á stjórnvöld í Evrópu. Helsta vandamál Evrópu er sagt siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafi farið forgörðum og vilja Bandaríkjamenn styðja bandamenn sína í Evrópu í að verja frelsi og öryggi álfunnar. Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum í Úkraínu og telur evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið þar. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnar- og öryggismálum sagði í viðtali að Evrópa og Bandaríkin ættu ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu samkvæmt þessari nýju stefnu Bandaríkjanna. Íbúar Evrópu hefðu ástæðu til að hafa áhyggjur og þá væri staða NATO stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga sem hafi útvistað vörnum sínum alfarið til Bandaríkjanna og NATO. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir Ísland ekki í sömu stöðu og önnur Evrópulönd. „Ísland er með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin sem grundvallast á gagnkvæmum hagsmunum, bæði fyrir okkur að geta verið varin af stærsta herveldi heims en líka Bandaríkjunum út af mikilvægri legu Íslands fyrir varnarhagsmuni Bandaríkjanna,“ segir hann. Margt sé þó áhugavert við nýju þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, til að mynda að þeir afsali sér hlutverki sínu sem löggæsluvald heimsins og líti á Kína sem meginkeppnisnaut sinn. „Svo eru þessar fullyrðingar varðandi Evrópu sem hefur verið mest athygli á hérna megin Atlantshafsins.“ Eigi enn sameiginleg gildi Í tillögu utanríkismálanefndar frá því í október segir að samstarf Íslands við Bandaríkin verði að byggja á sameiginlegum gildum. „Ég held að það séu gildi sem varða lýðræði og þeir hlutir halda enn. Okkar samstarf við Bandaríkin er langt og gjöfult, eins og ég segi held ég að það sé margt sem gildir enn þá,“ segir Pawel. Í áætluninni er Evrópa harðlega gagnrýnd og hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar undanfarið fundað með fulltrúum fjarhægriflokka í Evrópu. Pawel segir að einhverjir vankantar sem Bandaríkjamenn hafi bent á séu viðurkenndir af Evrópu, til að mynda veikari staða Evrópusambandsins hvað varði samkeppniseftirlit. „En svo auðvitað þegar kemur að hlutum eins og Bandaríkjamenn líta sem hagsmuni fyrir sig er að Evrópusambandið verði ekki jafn sterkt og áður eða jafnvel liðist í sundur en líka hugmyndir um aðila sem ættu að stjórna innan viðkomandi ríkja,“ segir Pawel. „Fullvalda ríki mæta því með ákveðnum efasemdum þegar önnur ríki fullyrða um hvaða hætti þeim ætti að vera stjórnað.“ Vonar að ná saman með Miðflokknum Unnið er að varnarstefnu Íslands innan þingsins og gengur sú vinna vel að sögn Pawels. „Það voru fimm flokkar af sex sem sitja þingið sem stóðu að tillögunni og nú erum við að taka við gestum og ég vona að ágreiningur um þessi mál, sem þó er á milli okkar og Miðflokksins, sé ekki það óbrúnalegur að við getum ekki náð saman,“ segir hann. Ósætti er á meðal Miðflokksins og hinna flokkanna hvað þessi mál varðar en Ingibjörg Davíðsdóttir var fulltrúi flokksins í nefndinni. Hún sagði sig úr hópnum og sagði hann vera til marks um sýnarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Miðflokkurinn lagði fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis og varnarmál. „Það skiptir máli þegar kemur að varnarmálum Íslands að við séum með stefnu sem nær yfir einstaka ríkisstjórnir,“ segir Pawel.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira