Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar 9. desember 2025 07:01 Síðastliðin þrjú ár hefur náttúran leikið aðalhlutverk í raforkumálum á Íslandi. Kaldir og úrkomulitlir vetur ollu skerðingum á raforku frá Landsvirkjun árin 2023 og 2024 og fram í febrúar 2025 en þá skipti náttúran um ham. Vorið og hlýindi komu snemma og innrennsli var með allra mesta móti í miðlunarlón. Þrátt fyrir afar lélegt upphaf á vatnsári hefur sjaldan ef nokkru sinni farið jafn mikið vatn um yfirfall til sjávar. Náttúran í aðalhlutverki Þessar miklu sveiflur eru óheppileg afleiðing í fullseldu 100% endurnýjanlegu kerfi. Náttúran er í aðalhlutverki og verður það áfram. Til að nýta auðlindir sem best þarf að búa til kerfi sem hámarkar nyt og þjóðhagslegan ábata. Í megindráttum gegnir raforkumarkaður þessu hlutverki. Ný Orkuspá Íslands 2025-2050 var kynnt í síðustu viku. Í henni er spáð rúmri orkustöðu árið 2026 en staðan fer hratt versnandi og strax árið 2029 er óvíst hvort framboð dugi til að fullnægja þörf. Eftir það er orkustaðan með litlum varaforða til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Árferði með skerðingum gæti þar með orðið tíðara en við höfum áður vanist. Hvort á að sveifla framleiðslu eða notendum? Til að bregðast við stöðunni væri hægt að setja upp varavirkjanir. Þessar virkjanir væru þá tilbúin mannvirki sem að öllu jöfnu standa ónýtt. Í því samhengi er eðlilegt að líta til varaaflstöðva eða annarra aflstöðva sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Á notendahlið eru miklu fleiri möguleikar. Sé fyrirsjáanlegur orkuskortur til lengri tíma, s.s. nokkurra mánaða, er hægt að nálgast stórnotendur með endurkaup í huga. En til skemmri tíma gilda önnur lögmál. Grænar fiskimjölsverksmiðjur Flestallar fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi hafa rafvæðst á síðustu árum. Verksmiðjurnar geta bæði nýtt olíu og raforku. Fljótt á litið eru verksmiðjurnar grænni en verksmiðjur í nágrannalöndunum. Í Færeyjum og Danmörku er notast við jarðefnaeldsneyti og í Noregi er rafvæðing skemmra á veg komin en hérlendis. …við rétt rekstrarskilyrði Þegar raforkuverð er hagfellt nýta fiskimjölsverksmiðjur gjarnan raforku til að knýja gufukatla. Á sama hátt nýta verksmiðjur olíu ef raforka er skert eða hún er verulega dýrara en olía. Þessir notendur eru því mjög heppilegir sem „varaafl”. Á þessu ári hefur sala HS Orku á raforku til fiskimjölsverksmiðja verið töluverð. Ef olía hefði verið brennd í stað þess að nota raforku hefði losun við bruna 7.500 tonna af olíu numið um 25.000 tonnum af CO2 (jafngildir bruna u.þ.b. 9.300 bifreiða á ári). Rafvæðingin er því ekki aðeins hagkvæm heldur líka umhverfisvæn. Þessar tölur hefðu getað verið öllu hærri ef ekki hefði orðið loðnubrestur. Nýting raforku er beinn sparnaður fyrirtækja og umhverfis. Auk þess hagnast allir Íslendingar með óbeinum hætti því samfélagslosun Íslands minnkar. Þessi samfélagslosun er almennt lítið rædd en ríkið varði 350 milljónum króna í kaup á kvóta frá Slóvakíu fyrir samfélagslosun árið 2023. Gjaldskrá flutnings úr tengslum við raunveruleikann Aðstæður til að nýta raforku í fiskimjölsverksmiðjum eru almennt góðar en öllu máli skiptir að fiskimjölsverksmiðjur búi við aðstæður sem leyfa skerðanlegan flutning, enda eru þær í stakk búnar til að nýta aðra orkugjafa en raforku ef þörf er á. Almennt er skerðanlegur flutningur í boði þar sem aðeins ein flutningsleið, geislatenging, er við lýði. Skerðanlegur flutningur hefur ekki verið í boði ef tvær tengingar eða fleiri eru í boði. Það er raunin á Akranesi, þar sem ekki hefur verið talið forsvaranlegt annað en að nota fyrst og fremst olíu við fiskimjölsframleiðslu á árinu 2025, þar sem kostnaður við notkun raforku er a.m.k tvöfalt hærri en kostnaður við notkun olíu. Flutningskostnaður og dreifing vega þar þyngst. Eykst olíunotkun strax um áramótin? Sambærileg staða verður uppi á teningnum í Vestmannaeyjum frá næstu áramótum ef áætlanir Landsnets ná fram að ganga. Kostnaður við raforkuflutning og dreifingu þar mun nema 22 kr/kWh miðað við afltoppa síðasta árs. Ofan á það bætist kostnaður við raforkuna sjálfa. Til stendur að bæta flutningskerfið á Vopnafirði en slíkt mun leiða til þess að skerðanlegur flutningur verður afnuminn m.v. óbreyttar forsendur Landsnets. Þetta hækkar raforkukostnað verulega og verður til þess að notendur sjá ekki annan kost en að velja olíu sem orkugjafa. Vert er að minnast þess að forsenda ákvörðunar um að leggja nýjan sæstreng til Vestmannaeyja var að auka notkun grænnar orku. Því var slegið upp í fjölmiðlum á sínum tíma en raunin getur orðið önnur. Kostnaður við að nýta olíu er af stærðargráðunni 10-15 kr/kWh og því er augljóst að dæmið gengur ekki upp. Þetta er mjög miður og hefur eingöngu í för með sér að kostnaðarsamar fjárfestingar í orkuinnviðum munu liggja vannýttar og fáum til gagns. Leggjum spilin á borðið Núverandi gjaldskráruppbygging raforkuflutnings gengur ekki upp. Hjákátlegt er að fjalla um göfug orkuskipti í orði þegar öfug orkuskipti munu eiga sér stað í verki. Fiskimjölsverksmiðjur geta ekki greitt tvöfalt og jafnvel þrefalt verð fyrir orku af hugsjóninni einni saman á sama tíma og hugsanlegur ávinningur rennur í ríkissjóð í formi minni kaupa á losunarkvóta vegna samfélagslosunar. Hver er fjárhagsgeta Landsnets? Fjárhagur Landsnets var bágur eftir fjármálahrunið og um árabil voru stærstu langtímalán fyrirtækisins á háum verðtryggðum íslenskum vöxtum. Svokölluð WACC nefnd var sett á laggirnar sem útbjó regluverk um tekjuramma fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall Landsnets hefur lagast jafnt og þétt og er nú 45%. Á síðustu fimm árum hafa arðgreiðslur frá Landsneti til eigenda numið tæpum 14 milljörðum króna en án þeirra væri eiginfjárhlutfallið 61%. Hafa þarf í huga að eignarhald ríkisins á Landsneti er nú 93% og verður 100% ef Orkuveita Reykjavíkur selur sinn hlut. Horfum á samkeppnishæfni og beitum skynsemi Í nýlegri úttekt sem fjallað var um í Innherja Viðskiptablaðsins hefur komið fram að flutningsgjaldskrá Landsnets er of há. Ljóst er að gera þarf breytingar á gjaldskránni því fjárhagur Landsnets er mun betri en þegar núverandi kerfi var sett á. Sé vilji eigenda sá að umbuna fiskimjölsverksmiðjum fyrir „varaafls“ hlutverkið, með tilheyrandi samdrætti í samfélagslosun þegar vel árar, þá er lag að taka tillit til þess núna. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er verkfræðingur hjá HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur náttúran leikið aðalhlutverk í raforkumálum á Íslandi. Kaldir og úrkomulitlir vetur ollu skerðingum á raforku frá Landsvirkjun árin 2023 og 2024 og fram í febrúar 2025 en þá skipti náttúran um ham. Vorið og hlýindi komu snemma og innrennsli var með allra mesta móti í miðlunarlón. Þrátt fyrir afar lélegt upphaf á vatnsári hefur sjaldan ef nokkru sinni farið jafn mikið vatn um yfirfall til sjávar. Náttúran í aðalhlutverki Þessar miklu sveiflur eru óheppileg afleiðing í fullseldu 100% endurnýjanlegu kerfi. Náttúran er í aðalhlutverki og verður það áfram. Til að nýta auðlindir sem best þarf að búa til kerfi sem hámarkar nyt og þjóðhagslegan ábata. Í megindráttum gegnir raforkumarkaður þessu hlutverki. Ný Orkuspá Íslands 2025-2050 var kynnt í síðustu viku. Í henni er spáð rúmri orkustöðu árið 2026 en staðan fer hratt versnandi og strax árið 2029 er óvíst hvort framboð dugi til að fullnægja þörf. Eftir það er orkustaðan með litlum varaforða til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Árferði með skerðingum gæti þar með orðið tíðara en við höfum áður vanist. Hvort á að sveifla framleiðslu eða notendum? Til að bregðast við stöðunni væri hægt að setja upp varavirkjanir. Þessar virkjanir væru þá tilbúin mannvirki sem að öllu jöfnu standa ónýtt. Í því samhengi er eðlilegt að líta til varaaflstöðva eða annarra aflstöðva sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Á notendahlið eru miklu fleiri möguleikar. Sé fyrirsjáanlegur orkuskortur til lengri tíma, s.s. nokkurra mánaða, er hægt að nálgast stórnotendur með endurkaup í huga. En til skemmri tíma gilda önnur lögmál. Grænar fiskimjölsverksmiðjur Flestallar fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi hafa rafvæðst á síðustu árum. Verksmiðjurnar geta bæði nýtt olíu og raforku. Fljótt á litið eru verksmiðjurnar grænni en verksmiðjur í nágrannalöndunum. Í Færeyjum og Danmörku er notast við jarðefnaeldsneyti og í Noregi er rafvæðing skemmra á veg komin en hérlendis. …við rétt rekstrarskilyrði Þegar raforkuverð er hagfellt nýta fiskimjölsverksmiðjur gjarnan raforku til að knýja gufukatla. Á sama hátt nýta verksmiðjur olíu ef raforka er skert eða hún er verulega dýrara en olía. Þessir notendur eru því mjög heppilegir sem „varaafl”. Á þessu ári hefur sala HS Orku á raforku til fiskimjölsverksmiðja verið töluverð. Ef olía hefði verið brennd í stað þess að nota raforku hefði losun við bruna 7.500 tonna af olíu numið um 25.000 tonnum af CO2 (jafngildir bruna u.þ.b. 9.300 bifreiða á ári). Rafvæðingin er því ekki aðeins hagkvæm heldur líka umhverfisvæn. Þessar tölur hefðu getað verið öllu hærri ef ekki hefði orðið loðnubrestur. Nýting raforku er beinn sparnaður fyrirtækja og umhverfis. Auk þess hagnast allir Íslendingar með óbeinum hætti því samfélagslosun Íslands minnkar. Þessi samfélagslosun er almennt lítið rædd en ríkið varði 350 milljónum króna í kaup á kvóta frá Slóvakíu fyrir samfélagslosun árið 2023. Gjaldskrá flutnings úr tengslum við raunveruleikann Aðstæður til að nýta raforku í fiskimjölsverksmiðjum eru almennt góðar en öllu máli skiptir að fiskimjölsverksmiðjur búi við aðstæður sem leyfa skerðanlegan flutning, enda eru þær í stakk búnar til að nýta aðra orkugjafa en raforku ef þörf er á. Almennt er skerðanlegur flutningur í boði þar sem aðeins ein flutningsleið, geislatenging, er við lýði. Skerðanlegur flutningur hefur ekki verið í boði ef tvær tengingar eða fleiri eru í boði. Það er raunin á Akranesi, þar sem ekki hefur verið talið forsvaranlegt annað en að nota fyrst og fremst olíu við fiskimjölsframleiðslu á árinu 2025, þar sem kostnaður við notkun raforku er a.m.k tvöfalt hærri en kostnaður við notkun olíu. Flutningskostnaður og dreifing vega þar þyngst. Eykst olíunotkun strax um áramótin? Sambærileg staða verður uppi á teningnum í Vestmannaeyjum frá næstu áramótum ef áætlanir Landsnets ná fram að ganga. Kostnaður við raforkuflutning og dreifingu þar mun nema 22 kr/kWh miðað við afltoppa síðasta árs. Ofan á það bætist kostnaður við raforkuna sjálfa. Til stendur að bæta flutningskerfið á Vopnafirði en slíkt mun leiða til þess að skerðanlegur flutningur verður afnuminn m.v. óbreyttar forsendur Landsnets. Þetta hækkar raforkukostnað verulega og verður til þess að notendur sjá ekki annan kost en að velja olíu sem orkugjafa. Vert er að minnast þess að forsenda ákvörðunar um að leggja nýjan sæstreng til Vestmannaeyja var að auka notkun grænnar orku. Því var slegið upp í fjölmiðlum á sínum tíma en raunin getur orðið önnur. Kostnaður við að nýta olíu er af stærðargráðunni 10-15 kr/kWh og því er augljóst að dæmið gengur ekki upp. Þetta er mjög miður og hefur eingöngu í för með sér að kostnaðarsamar fjárfestingar í orkuinnviðum munu liggja vannýttar og fáum til gagns. Leggjum spilin á borðið Núverandi gjaldskráruppbygging raforkuflutnings gengur ekki upp. Hjákátlegt er að fjalla um göfug orkuskipti í orði þegar öfug orkuskipti munu eiga sér stað í verki. Fiskimjölsverksmiðjur geta ekki greitt tvöfalt og jafnvel þrefalt verð fyrir orku af hugsjóninni einni saman á sama tíma og hugsanlegur ávinningur rennur í ríkissjóð í formi minni kaupa á losunarkvóta vegna samfélagslosunar. Hver er fjárhagsgeta Landsnets? Fjárhagur Landsnets var bágur eftir fjármálahrunið og um árabil voru stærstu langtímalán fyrirtækisins á háum verðtryggðum íslenskum vöxtum. Svokölluð WACC nefnd var sett á laggirnar sem útbjó regluverk um tekjuramma fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall Landsnets hefur lagast jafnt og þétt og er nú 45%. Á síðustu fimm árum hafa arðgreiðslur frá Landsneti til eigenda numið tæpum 14 milljörðum króna en án þeirra væri eiginfjárhlutfallið 61%. Hafa þarf í huga að eignarhald ríkisins á Landsneti er nú 93% og verður 100% ef Orkuveita Reykjavíkur selur sinn hlut. Horfum á samkeppnishæfni og beitum skynsemi Í nýlegri úttekt sem fjallað var um í Innherja Viðskiptablaðsins hefur komið fram að flutningsgjaldskrá Landsnets er of há. Ljóst er að gera þarf breytingar á gjaldskránni því fjárhagur Landsnets er mun betri en þegar núverandi kerfi var sett á. Sé vilji eigenda sá að umbuna fiskimjölsverksmiðjum fyrir „varaafls“ hlutverkið, með tilheyrandi samdrætti í samfélagslosun þegar vel árar, þá er lag að taka tillit til þess núna. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er verkfræðingur hjá HS Orku.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun