Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar 9. desember 2025 09:32 Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins. Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar. Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög. Skömminni skilað Rannsókn Umboðsmanns varpar ljósi á undarleg tölvupóstsamskipti sem embættismenn bæjarins höfðu áður fullyrt að væru ekki til. Nánar tiltekið tölvupóst sem mannauðsstjóri bæjarins sendi skólastjóranum þremur vikum eftir að ég var ráðinn í starfið og sama dag og skoðanagrein mín um lokun ungmennahússins Hamarsins birtist á Vísi. Tölvupósturinn innihélt skjáskot af ummælum mínum á samfélagsmiðlum. Morguninn eftir tilkynnti skólastjórinn mér að hann hefði fallið frá ráðningunni. Tímasetning þessara undarlegu afskipta mannauðsstjórans bendir til þess að sú gagnrýni á meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem kom fram í Vísisgreininni hafi orðið til þess að komið var í veg fyrir ráðningu mína í umrætt starf. Eftir 18 mánuði af gaslýsingum bæjarins í málinu er ólýsanlegur léttir að fá loks álit Umboðsmanns og geta skilað skömminni þangað sem hún á heima: í ráðhús Hafnarfjarðar. Ekki einsdæmi Meðferð Hafnarfjarðarbæjar á mér sumarið 2024 er alls ekkert einsdæmi. Því miður er það tilfinning margra Hafnfirðinga að pólitísk spilling og óeðlileg afskipti stjórnmálanna af faglegri stjórnsýslu bæjarins hafi aukist undanfarin ár. Af þessu hefur bæði núverandi og fyrrverandi starfsfólk bæjarins áhyggjur þó að fæstir treysti sér til að tjá sig um það opinberlega. Engan skal undra, miðað við þær afleiðingar sem ég mátti sæta fyrir pólitíska tjáningu mína í fyrrasumar. Afturköllun ráðningar minnar í kjölfar pólitískrar gagnrýni er skólabókardæmi um það þegar opinberu valdi er misbeitt í pólitískum tilgangi. Stjórnsýsla Hafnarfjarðarbæjar virðist orðin samofin þeim pólitísku öflum sem ráðið hafa ríkjum í sveitarfélaginu undanfarin ár. Það sem einkennir slíkt ástand er ógnarstjórn, samtrygging og fyrirgreiðslustjórnmál frekar en þjónustulund, gagnsæi og fagleg stjórnsýsla. Burt með valdakerfið Á 30 ára afmælismálþingi Reykjavíkurlistans þann 13. júní 2024 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrsti borgarstjóri listans, að stóra arfleið hans sé að hafa breytt Reykjavíkurborg „úr valdakerfi í þjónustustofnun.“ Til þess hafi þurft að binda enda á langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins sem hafi verið orðinn „einráður í borginni.“ Margt bendir til þess að við séum farin að búa við slíkt valdakerfi í Hafnarfirði eftir langa valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Kæru Hafnfirðingar: Í kosningunum þann 16. maí höfum við tækifæri til að brjóta niður valdakerfið og breyta sveitarfélaginu í þjónustustofnun fyrir alla íbúa. Heilbrigt samfélag þar sem fólk þarf ekki að óttast refsingu fyrir opinbera tjáningu eða gagnrýni á kjörna fulltrúa. Grípum tækifærið! Höfundur er Hafnfirðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun