Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 11:52 Össur vill meðal annars meina að Svandísi skorti kjörþokka. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, svarar ummælum Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, fullum hálsi. Össur hafði gefið í skyn að Stefán Pálsson væri efnilegri formannskostur fyrir „ræfilinn sem eftir er af skúffu VG“ en Svandís. Hún segir orð Össurar einkennast af mannfyrirlitningu og telur erindi hans vera „skepnuskap í eigin þágu.“ Þetta segir Svandís í færslu sem hún birti á Facebook í morgun þar sem hún bregst við ummælum sem Össur lét falla á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Össur sló upp færslu með vangaveltum sínum í framhaldi af spjallþættinum Silfrinu á RÚV í gær þar sem Stefán Pálsson var meðal gesta. Krullur Stefáns Pálssonar, hernaðarandstæðings og varaborgarfulltrúa VG, eru meðal þess sem virðist heilla Össur Skarphéðinsson.Vísir/Einar „Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar,“ skrifaði Össur meðal annars. Færslan sem Össur birti í gærkvöldi.Facebook/skjáskot Svandís bregst við ummælunum í eigin færslu á Facebook í morgun þar sem hún vitnar í umfjöllun DV um orð Össurar. „Mannfyrirlitningin er alltaf fyrsta verkfæri Össurar – og hluti af þeirri lítilsvirðingu er að tala um flokka sem ‘ræfil’ eða ‘skúffu’. Þetta orðfæri segir miklu meira um hann sjálfan en þau sem orðin beinast að. Um leið beinir hann athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar og þar með Samfylkingarinnar. Erindi Össurar er skepnuskapur í eigin þágu,“ skrifar Svandís. „Stefán Pálsson er frábær, og það vita allir sem á hann hlusta. Og VG á áfram erindi, hvort sem Össuri líkar það betur eða verr Og það erindi snýst um samfélagið.“ Svandís tekur ummælum Össurar ekki þegjandi og hljóðalaust.Facebook/skjáskot Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Þetta segir Svandís í færslu sem hún birti á Facebook í morgun þar sem hún bregst við ummælum sem Össur lét falla á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Össur sló upp færslu með vangaveltum sínum í framhaldi af spjallþættinum Silfrinu á RÚV í gær þar sem Stefán Pálsson var meðal gesta. Krullur Stefáns Pálssonar, hernaðarandstæðings og varaborgarfulltrúa VG, eru meðal þess sem virðist heilla Össur Skarphéðinsson.Vísir/Einar „Stefán Pálsson er líklega skarpasti kutinn í ræflinum sem eftir er af skúffu VG. Hæfilega skrítinn, mælskari en andskotinn, krullhærður - sem er plús - og sérlega fimur í að verja vondan málstað. Þetta kom allt vel fram í Silfrinu í kvöld. Hann er maður að mínu skapi. VG þarf óvænta leiki til að lifa af og finna forystufólk með meiri kjörþokka en Svandís og Guðmundur Ingi sem bókstaflega slátruðu VG með ótrúlegum afleikjum á helspretti flokksins í blálok síðustu ríkisstjórnar,“ skrifaði Össur meðal annars. Færslan sem Össur birti í gærkvöldi.Facebook/skjáskot Svandís bregst við ummælunum í eigin færslu á Facebook í morgun þar sem hún vitnar í umfjöllun DV um orð Össurar. „Mannfyrirlitningin er alltaf fyrsta verkfæri Össurar – og hluti af þeirri lítilsvirðingu er að tala um flokka sem ‘ræfil’ eða ‘skúffu’. Þetta orðfæri segir miklu meira um hann sjálfan en þau sem orðin beinast að. Um leið beinir hann athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar og þar með Samfylkingarinnar. Erindi Össurar er skepnuskapur í eigin þágu,“ skrifar Svandís. „Stefán Pálsson er frábær, og það vita allir sem á hann hlusta. Og VG á áfram erindi, hvort sem Össuri líkar það betur eða verr Og það erindi snýst um samfélagið.“ Svandís tekur ummælum Össurar ekki þegjandi og hljóðalaust.Facebook/skjáskot
Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira