Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 23:54 Fundurinn hófst klukkan hálf ellefu í morgun. Vísir/Vilhelm Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. Umræðan um frumvarpið hófst um tíu mínútur í tvö og en honum var slitið rétt fyrir miðnætti. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól á þinginu til að tjá sínar skoðanir um frumvarpið sem er nú í annarri umræðu fyrir þingið. „Það er bara venjulegt fólk sem keyrir bíla. Það var með fullar væntingar um það að það yrðu ekki hækkaðir skattar á þeim, en niðurstaðan er alveg skýr,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Annað eins samansafn af öfugmælum hef ég ekki heyrt lengi,“ sagði Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún steig í ræðustól á eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hún hafnaði því að um stimplipúðavinnu væri að ræða og hvatti Jón til að taka orð sín til baka um að efnahags- og viðskiptanefnd, sem hún fer með formennsku í, hafi ekki unnið störf sín nægilega vel. Í andsvari Jóns tók hann orðin til baka en sagði að enn ættu að taka á stórum málum í frumvarpinu og hvatti efnahags- og viðskiptanefnd til að taka frumvarpið til baka og vinna það betur. Milljarðar í ríkissjóð Frumvarpið snýst um kílómetragjald sem setja á faratæki, líkt og fólks- og sendiferðabíla, bifhjól og dráttarvélar. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómeter. Tekið er fram í frumvarpinu að skrá þurfi kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári en ef sú skráning fer ekki fram á réttum tíma gætu eigendur ökutækisins þurft að greiða vanskráningargjald. Reiknaður verður út áætlaður meðalakstur hvers og greiða eigendur farartækjanna mánaðarlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði frumvarpið fram þegar hann var innviðaráðherra. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt áfram með frumvarpið á vorþingi en náði því ekki í gegn svo það var aftur lagt fyrir þingið í haust. Því er nú ætlað að skila 3,3 milljörðum milljarða hagnaði í ríkissjóð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Bílar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Umræðan um frumvarpið hófst um tíu mínútur í tvö og en honum var slitið rétt fyrir miðnætti. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól á þinginu til að tjá sínar skoðanir um frumvarpið sem er nú í annarri umræðu fyrir þingið. „Það er bara venjulegt fólk sem keyrir bíla. Það var með fullar væntingar um það að það yrðu ekki hækkaðir skattar á þeim, en niðurstaðan er alveg skýr,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Annað eins samansafn af öfugmælum hef ég ekki heyrt lengi,“ sagði Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún steig í ræðustól á eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Hún hafnaði því að um stimplipúðavinnu væri að ræða og hvatti Jón til að taka orð sín til baka um að efnahags- og viðskiptanefnd, sem hún fer með formennsku í, hafi ekki unnið störf sín nægilega vel. Í andsvari Jóns tók hann orðin til baka en sagði að enn ættu að taka á stórum málum í frumvarpinu og hvatti efnahags- og viðskiptanefnd til að taka frumvarpið til baka og vinna það betur. Milljarðar í ríkissjóð Frumvarpið snýst um kílómetragjald sem setja á faratæki, líkt og fólks- og sendiferðabíla, bifhjól og dráttarvélar. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómeter. Tekið er fram í frumvarpinu að skrá þurfi kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári en ef sú skráning fer ekki fram á réttum tíma gætu eigendur ökutækisins þurft að greiða vanskráningargjald. Reiknaður verður út áætlaður meðalakstur hvers og greiða eigendur farartækjanna mánaðarlega. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði frumvarpið fram þegar hann var innviðaráðherra. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hélt áfram með frumvarpið á vorþingi en náði því ekki í gegn svo það var aftur lagt fyrir þingið í haust. Því er nú ætlað að skila 3,3 milljörðum milljarða hagnaði í ríkissjóð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Bílar Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira