Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2025 10:14 Ferðamenn við komuna til Bandaríkjanna. AP/Ryan Sun Íslendingar á leið til Bandaríkjanna í frí gætu bráðum þurft að veita Bandaríkjamönnum aðgang að samfélagsmiðlafærslum sínum fimm ár aftur í tímann. Einnig gætu ferðamenn frá Íslandi og öðrum ríkjum þurft að senda inn myndir af sér, ýmis sýni og mikið af upplýsingum um fjölskyldumeðlimi, svo eitthvað sé nefnt. Breytingarnar myndu ná yfir ríki sem tilheyra hópi ríkja sem tekið hafa þátt í verkefni sem kallast „U.S. Visa Waiver Program“ (VWP). Ísland er í þeim hópi auk 41 annars ríkis en það felur í sér að ferðamenn frá þessum löndum geta fengið vegabréfsáritun fyrir níutíu daga ferðalag til Bandaríkjanna, svo lengi sem sótt er um í gegnum netið. Í nýrri tillögu frá tolla- og landamæraeftirliti Bandaríkjanna (CPB) um stafrænar umsóknir um ferðaheimildir til Bandaríkjanna (ESTA), segir að til standi að biðja ferðamenn frá áðurnefndum hópi ríkja um langan lista persónuupplýsinga. Á þessum lista eru upplýsingar um samfélagsmiðlasíður viðkomandi fimm ár aftur í tímann, tölvupóstföng sem viðkomandi hafa notað síðustu tíu árin, símanúmer sem hafa verið notuð síðustu fimm ár en þetta á bæði við vinnutengd og persónuleg símanúmer og tölvupóstföng og og ýmsar upplýsingar um foreldra, systkin og börn. Þá þarf einnig að veita ýmsar upplýsingar um foreldra, systkin og börn og senda inn andlitsmynd af sér og veita fingrafar, lífsýni og augnaskönnun. Þá verður ekki hægt að sækja um ferðaheimild til Bandaríkjanna með öðrum stafrænum hætti en i gegnum sérstakt ESTA-snjallforrit, verði breytingarnar samþykktar. Eins og VWP virkar núna þurfa ferðamenn frá þessum löndum, samkvæmt frétt New York Times, að skrá sig gegnum netið, borga fjörutíu dali og gefa upp tölvupóstfang, heimilisfang, símanúmer og upplýsingar um hvern eigi að hafa samband við í neyðartilfellum. Ætla að rukka fólk um 250 dali fyrir áritun Þetta fylgir á hæla sambærilegra breytinga varðandi aðra hópa fólks sem ferðast vill til Bandaríkjanna og umfangsmikillar viðleitni ríkisstjórnar Donalds Trump til að draga úr flæði fólks sem reynir að setjast að í Bandaríkjunum, með bæði löglegum og ólöglegum hætti. Einnig stendur til að rukka marga af ferðamönnum til Bandaríkjanna um 250 dali fyrir vegabréfsáritun en áðurnefnd 42 eru, enn sem komið er, undanskilin því gjaldi. Fyrr á þessu ári voru settar reglur um að fólk sem sækir um námsleyfi í Bandaríkjunum þurfa að veita yfirvöldum aðgang að samfélagsmiðlasíðum sínum. Sambærileg regla tekur bráðum gildi um svokallaðar H-1B vegabréfsáritanir fyrir vinnu í Bandaríkjunum. Í þeim tilfellum er fólki gert að opna á lokaðar samfélagsmiðlasíður, svo hægt sé að skða þær. Eins og fram kemur í frétt NYT hafa forsvarsmenn hagsmunasamtaka ferðaþjónustufyrirtækja í Bandaríkjunum mótmælt þessu harðlega og sérstaklega með tilliti til þess að heimsmeistaramót FIFA fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að gjaldið gæti komið verulega niður á vilja fólks til að sækja Bandaríkin heim vegna mótsins. Þá hefur miðillinn eftir lögmönnum sem hafa vakið athygli á breytingartillögunum að um sé að ræða umfangsmikla breytingu þegar kemur að skoðun samfélagsmiðla fólks sem vill ferðast til Bandaríkjanna. Samfélagsmiðlar hafi áður verið notaðir til að vakta glæpastarfsemi en nú standi til að kanna hvað fólk sé að segja á samfélagsmiðlum og mögulega hafna þeim um vegabréfsáritun á þeim grunni. Bandaríkin Donald Trump Ferðalög Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Breytingarnar myndu ná yfir ríki sem tilheyra hópi ríkja sem tekið hafa þátt í verkefni sem kallast „U.S. Visa Waiver Program“ (VWP). Ísland er í þeim hópi auk 41 annars ríkis en það felur í sér að ferðamenn frá þessum löndum geta fengið vegabréfsáritun fyrir níutíu daga ferðalag til Bandaríkjanna, svo lengi sem sótt er um í gegnum netið. Í nýrri tillögu frá tolla- og landamæraeftirliti Bandaríkjanna (CPB) um stafrænar umsóknir um ferðaheimildir til Bandaríkjanna (ESTA), segir að til standi að biðja ferðamenn frá áðurnefndum hópi ríkja um langan lista persónuupplýsinga. Á þessum lista eru upplýsingar um samfélagsmiðlasíður viðkomandi fimm ár aftur í tímann, tölvupóstföng sem viðkomandi hafa notað síðustu tíu árin, símanúmer sem hafa verið notuð síðustu fimm ár en þetta á bæði við vinnutengd og persónuleg símanúmer og tölvupóstföng og og ýmsar upplýsingar um foreldra, systkin og börn. Þá þarf einnig að veita ýmsar upplýsingar um foreldra, systkin og börn og senda inn andlitsmynd af sér og veita fingrafar, lífsýni og augnaskönnun. Þá verður ekki hægt að sækja um ferðaheimild til Bandaríkjanna með öðrum stafrænum hætti en i gegnum sérstakt ESTA-snjallforrit, verði breytingarnar samþykktar. Eins og VWP virkar núna þurfa ferðamenn frá þessum löndum, samkvæmt frétt New York Times, að skrá sig gegnum netið, borga fjörutíu dali og gefa upp tölvupóstfang, heimilisfang, símanúmer og upplýsingar um hvern eigi að hafa samband við í neyðartilfellum. Ætla að rukka fólk um 250 dali fyrir áritun Þetta fylgir á hæla sambærilegra breytinga varðandi aðra hópa fólks sem ferðast vill til Bandaríkjanna og umfangsmikillar viðleitni ríkisstjórnar Donalds Trump til að draga úr flæði fólks sem reynir að setjast að í Bandaríkjunum, með bæði löglegum og ólöglegum hætti. Einnig stendur til að rukka marga af ferðamönnum til Bandaríkjanna um 250 dali fyrir vegabréfsáritun en áðurnefnd 42 eru, enn sem komið er, undanskilin því gjaldi. Fyrr á þessu ári voru settar reglur um að fólk sem sækir um námsleyfi í Bandaríkjunum þurfa að veita yfirvöldum aðgang að samfélagsmiðlasíðum sínum. Sambærileg regla tekur bráðum gildi um svokallaðar H-1B vegabréfsáritanir fyrir vinnu í Bandaríkjunum. Í þeim tilfellum er fólki gert að opna á lokaðar samfélagsmiðlasíður, svo hægt sé að skða þær. Eins og fram kemur í frétt NYT hafa forsvarsmenn hagsmunasamtaka ferðaþjónustufyrirtækja í Bandaríkjunum mótmælt þessu harðlega og sérstaklega með tilliti til þess að heimsmeistaramót FIFA fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að gjaldið gæti komið verulega niður á vilja fólks til að sækja Bandaríkin heim vegna mótsins. Þá hefur miðillinn eftir lögmönnum sem hafa vakið athygli á breytingartillögunum að um sé að ræða umfangsmikla breytingu þegar kemur að skoðun samfélagsmiðla fólks sem vill ferðast til Bandaríkjanna. Samfélagsmiðlar hafi áður verið notaðir til að vakta glæpastarfsemi en nú standi til að kanna hvað fólk sé að segja á samfélagsmiðlum og mögulega hafna þeim um vegabréfsáritun á þeim grunni.
Bandaríkin Donald Trump Ferðalög Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“