Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2025 15:36 Donald Trump eftir fund með stuðningsmönnum sínum í Pennsilvaníu í gær. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir engan fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafa unnið jafn mikið og hann hafi gert. Hann vinni lengri daga en allir aðrir og hann hafi skilað meiri árangri en flestir aðrir forsetar. Trump segist hafa bundið enda á átta stríð, sem er rangt, og bjargað þannig milljónum mannslífa. Hann hafi byggt upp öflugasta efnahag Bandaríkjanna, endurreist her landsins og fjölmargt annað. Þetta segir Trump í langri færslu sem hann skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðli sem hann á sjálfur, í nótt en tilefnið er umfjöllun New York Times og annarra um að heilsa Trumps, sem er 79 ára gamall, hafi farið versnandi og að hann hafi minni orku en áður. Nokkur umræða um heilsu forsetans vestanhafs eftir að hann hefur ítrekað verið myndaður marinn á hendi og virðist hafa sofnað á fundum, svo eitthvað sé nefnt. New York Times fjallaði nýverið ítarlega um heilsu Trumps og meint orkuleysi hans og hafa fleiri fréttir fylgt í kjölfarið, bæði hjá NYT og öðrum miðlum, sem fjallað hafa um læknisskoðanir Trumps og önnur mál tengd heilsu hans. Í færslunni segist Trump sannfærður um það að svo neikvæð skrif um heilsu hans hljóti að vera landráð. Hann kallar blaðamenn New York Times óvini fólksins og það þurfi að „gera eitthvað“ vegna þessa. „Ég tel sannarlega að það sé undirróður, eða jafnvel landráð, fyrir New York Times, og aðra, að skrifa sífellt falskar fréttir til að rægja eða lítillækka „FORSETA BANDARÍKJANNA.“ Þeir eru sannir óvinir fólksins og við ættum að gera eitthvað í því.“ Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hann sakar aðra um landráð. Trump sakaði gaf nýverið til kynna að sex þingmenn Demókrataflokksins hefðu framið landráð og virtist kalla eftir því að þeir yrðu hengdir. Sjá einnig: Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Þá sagði Trump að það besta fyrir Bandaríkin væri að New York Times yrði ekki lengur gefið út þar sem miðillinn „hræðilegur“, „hlutdrægur“ og uppspretta falsfrétta. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær stærði Trump sig af því að hafa kallað tiltekin ríki „skítaholur“ á fyrra kjörtímabili sínu og sagt að hann hafi frekar viljað innflytjendur frá Noregi og Svíþjóð en skítaholunum svokölluðu, Haítí og öðrum ríkjum. Á sínum tíma sagðist hann ekki hafa talað með þeim hætti. Segir lækna ekki hafa séð annað eins Eftir að hafa þulið upp afrek sín í embætti segir Trump að ofan á allt það leggi hann á sig að gangast „langar, ítarlegar og mjög leiðinlegar“ læknisskoðanir sem mjög hæfir læknar fylgist með. Hann segir að allir læknarnir hafi gefið honum „FULLKOMNAR“ einkunnir. Sumir þeirra hafi sagt að þeir hefðu aldrei séð aðrar eins niðurstöður. Þá segist hinn 79 ára gamli forseti, sá elsti í sögu Bandaríkjanna til að taka við embættinu, gangast þessar skoðanir því hann skuldi þjóðinni það. Þar að auki hafi hann einnig gengist vitsmunaskoðun og það hafi enginn annar forseti gert. Trump segist hafa farið í þrjár slíkar skoðanir og fáir standi sig vel í þeim. Hann segist þó hafa náð fullkomnum árangri í öll þrjú skiptin fyrir framan fjölda lækna og sérfræðinga og nokkrir þeirra hafi sagt honum að frammistaða hans hafi verið mun betri en hjá flestum öðrum. Þess vegna hafi aðrir forsetar forðast að gangast þessar skoðanir. Fór í segulómskoðun Í einni af þessum læknisskoðunum fór Trump í segulómskoðun en spurningar hafa verið á kreiki um af hverju hann fór í þá skoðun. Trump segir sjálfur að segulómskoðunin hafi verið hefðbundin og hann hafi persónulega ekki hugmynd um hvað læknarnir hafi verið að skoða. Aðrir læknar hafa sagt að slíkt sé ekki liður í hefðbundinni læknisskoðun en sú læknisskoðun var ekki sú hefðbundna sem forseti Bandaríkjanna fer í á ári hverju. Hann fór í þá skoðun í apríl en læknisskoðunin sem hann fór í þegar segulsómskoðunin var gerð var í október. Hefur ekki stöðvað átta stríð Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríðið milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Áttundu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Serbía og Kósóvó hafa ekki átt í átökum nýlega. Engin átök hafa heldur átt sér stað milli Egyptlands og Eþíópíu, þó ríkin hafi deilt um stíflu sem reist var í Eþíópíu, ofarlega í Nílará. Leiðtogar Rúanda og Austur-Kongó hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á átökin milli Kongó og uppreisnarmanna sem studdir eru af Rúanda. Átökin hafa þó aldrei verið stöðvuð að nokkru leyti en uppreisnarmennirnir tilkynntu til að mynda í morgun að þeir hefðu hernumið nýja borg í Austur-Kongó. Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust aftur um síðustu helgi. Trump eignaði sér fyrr á árinu heiðurinn fyrir því að stöðva átökin milli Indlands og Pakistan en deilt er um hve stóra rullu hann spilaði. Indverjar segja Pakistana hafa beðið um viðræður um vopnahlé og það hafi verið samþykkt. Pakistanar hafa hins vegar eignað Trump heiðurinn að vopnahléinu og sögðust ráðamenn þar ætla að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Trump segist hafa bundið enda á átta stríð, sem er rangt, og bjargað þannig milljónum mannslífa. Hann hafi byggt upp öflugasta efnahag Bandaríkjanna, endurreist her landsins og fjölmargt annað. Þetta segir Trump í langri færslu sem hann skrifaði á Truth Social, samfélagsmiðli sem hann á sjálfur, í nótt en tilefnið er umfjöllun New York Times og annarra um að heilsa Trumps, sem er 79 ára gamall, hafi farið versnandi og að hann hafi minni orku en áður. Nokkur umræða um heilsu forsetans vestanhafs eftir að hann hefur ítrekað verið myndaður marinn á hendi og virðist hafa sofnað á fundum, svo eitthvað sé nefnt. New York Times fjallaði nýverið ítarlega um heilsu Trumps og meint orkuleysi hans og hafa fleiri fréttir fylgt í kjölfarið, bæði hjá NYT og öðrum miðlum, sem fjallað hafa um læknisskoðanir Trumps og önnur mál tengd heilsu hans. Í færslunni segist Trump sannfærður um það að svo neikvæð skrif um heilsu hans hljóti að vera landráð. Hann kallar blaðamenn New York Times óvini fólksins og það þurfi að „gera eitthvað“ vegna þessa. „Ég tel sannarlega að það sé undirróður, eða jafnvel landráð, fyrir New York Times, og aðra, að skrifa sífellt falskar fréttir til að rægja eða lítillækka „FORSETA BANDARÍKJANNA.“ Þeir eru sannir óvinir fólksins og við ættum að gera eitthvað í því.“ Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hann sakar aðra um landráð. Trump sakaði gaf nýverið til kynna að sex þingmenn Demókrataflokksins hefðu framið landráð og virtist kalla eftir því að þeir yrðu hengdir. Sjá einnig: Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Þá sagði Trump að það besta fyrir Bandaríkin væri að New York Times yrði ekki lengur gefið út þar sem miðillinn „hræðilegur“, „hlutdrægur“ og uppspretta falsfrétta. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær stærði Trump sig af því að hafa kallað tiltekin ríki „skítaholur“ á fyrra kjörtímabili sínu og sagt að hann hafi frekar viljað innflytjendur frá Noregi og Svíþjóð en skítaholunum svokölluðu, Haítí og öðrum ríkjum. Á sínum tíma sagðist hann ekki hafa talað með þeim hætti. Segir lækna ekki hafa séð annað eins Eftir að hafa þulið upp afrek sín í embætti segir Trump að ofan á allt það leggi hann á sig að gangast „langar, ítarlegar og mjög leiðinlegar“ læknisskoðanir sem mjög hæfir læknar fylgist með. Hann segir að allir læknarnir hafi gefið honum „FULLKOMNAR“ einkunnir. Sumir þeirra hafi sagt að þeir hefðu aldrei séð aðrar eins niðurstöður. Þá segist hinn 79 ára gamli forseti, sá elsti í sögu Bandaríkjanna til að taka við embættinu, gangast þessar skoðanir því hann skuldi þjóðinni það. Þar að auki hafi hann einnig gengist vitsmunaskoðun og það hafi enginn annar forseti gert. Trump segist hafa farið í þrjár slíkar skoðanir og fáir standi sig vel í þeim. Hann segist þó hafa náð fullkomnum árangri í öll þrjú skiptin fyrir framan fjölda lækna og sérfræðinga og nokkrir þeirra hafi sagt honum að frammistaða hans hafi verið mun betri en hjá flestum öðrum. Þess vegna hafi aðrir forsetar forðast að gangast þessar skoðanir. Fór í segulómskoðun Í einni af þessum læknisskoðunum fór Trump í segulómskoðun en spurningar hafa verið á kreiki um af hverju hann fór í þá skoðun. Trump segir sjálfur að segulómskoðunin hafi verið hefðbundin og hann hafi persónulega ekki hugmynd um hvað læknarnir hafi verið að skoða. Aðrir læknar hafa sagt að slíkt sé ekki liður í hefðbundinni læknisskoðun en sú læknisskoðun var ekki sú hefðbundna sem forseti Bandaríkjanna fer í á ári hverju. Hann fór í þá skoðun í apríl en læknisskoðunin sem hann fór í þegar segulsómskoðunin var gerð var í október. Hefur ekki stöðvað átta stríð Stríðin átta sem Trump segist hafa bundið enda á eru stríðið milli Ísrael og Hamas, Ísrael og Íran, Pakistan og Indlands, Rúanda og Austur-Kongó, Taílands og Kambódíu, Armeníu og Aserbaídsjan, Egyptalands og Eþíópíu og Serbíu og Kósóvó. Í stuttu máli sagt er ekki rétt að hann hafi bundið enda á þessi stríð. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Áttundu átökin sem Trump segist hafa bundið enda á eru átökin milli Ísrael og Hamas. Þó verulega hafi dregið úr átökum á Gasaströndinni og árásum Ísraela þar hafa þær haldið áfram og stór deilumál eru óleyst sem leitt hafa til óvissu um hvort friðurinn muni halda. Serbía og Kósóvó hafa ekki átt í átökum nýlega. Engin átök hafa heldur átt sér stað milli Egyptlands og Eþíópíu, þó ríkin hafi deilt um stíflu sem reist var í Eþíópíu, ofarlega í Nílará. Leiðtogar Rúanda og Austur-Kongó hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á átökin milli Kongó og uppreisnarmanna sem studdir eru af Rúanda. Átökin hafa þó aldrei verið stöðvuð að nokkru leyti en uppreisnarmennirnir tilkynntu til að mynda í morgun að þeir hefðu hernumið nýja borg í Austur-Kongó. Átökin milli Taílands og Kambódíu hófust aftur um síðustu helgi. Trump eignaði sér fyrr á árinu heiðurinn fyrir því að stöðva átökin milli Indlands og Pakistan en deilt er um hve stóra rullu hann spilaði. Indverjar segja Pakistana hafa beðið um viðræður um vopnahlé og það hafi verið samþykkt. Pakistanar hafa hins vegar eignað Trump heiðurinn að vopnahléinu og sögðust ráðamenn þar ætla að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira