Innlent

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vegna bilunarinnar kemur Selfoss ekki til Íslands í þessari viku en verður kominn aftur á áætlun í næstu viku. Skipið á myndinni er ekki Selfoss.
Vegna bilunarinnar kemur Selfoss ekki til Íslands í þessari viku en verður kominn aftur á áætlun í næstu viku. Skipið á myndinni er ekki Selfoss. Vísir/Vilhelm

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Þar hefur viðgerð farið fram og er, samkvæmt upplýsingum frá Eimskipum, búist við því að skipinu verði siglt aftur af stað til Færeyja á morgun, fimmtudag.

Þrettán eru í áhöfn Selfoss.

Vegna biluninnar mun skipinu ekki verða siglt til Íslands í þessari viku en skipið á að vera komið aftur á áætlun frá Færeyjum á föstudag.

Samkvæmt svörum við fyrirspurn blaðamanns um bilunina verður var asem átti að fara til Íslands umlestuð í næsta skip frá Færeyjum til Íslands og er búið að láta viðskiptavini vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×