Innlent

Á­fram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálfta­virkni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Í einu gosi rann hraun yfir Grindavíkurvegur.
Í einu gosi rann hraun yfir Grindavíkurvegur. Vísir/Vilhelm

Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum er hæg en stöðug. Á meðan hún heldur áfram þarf að gera ráð fyrir að gjósa muni þar á ný.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnunin er með svipuðu sniði og hefur verið síðustu vikur. Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgos, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnunin er hæg.

Samkvæmt líkanreikningum er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á milli eldgosa frá því í mars 2024 verið á bilinu sautján til 23 milljónir rúmmetra. Nú hafa rúmir sautján rúmmetrar af kviku bæst við kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi frá síðasta eldgosi í júlí.

Jarðskjálftavirkniná svæðinu er lítil og helst hættumatið óbreytt. Það er í gildi til 6. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×