Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:18 Til stendur að opna leikskólann í mars á næsta ári. Vísir/Anton Brink Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026. Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026.
Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira