Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:18 Til stendur að opna leikskólann í mars á næsta ári. Vísir/Anton Brink Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026. Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026.
Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira