Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 21:37 Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia, og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Landhelgisgæslan Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók formlega á móti ómannaða neðansjávarfarinu GAVIA AUV í dag, en um er að ræða sjálfstýrðan kafbát sem getur kortlagt hafsbotninn og hluti sem þar eru með hliðarsónar niður í að minnsta kosti 300 metra dýpi. Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að prófanir hafi farið fram á neðansjávarfarinu síðastliðið sumar þar sem lagnaleiðir tveggja nýrra rafstrengja til Vestmannaeyja voru kannaðar með búnaði farsins sem og lagnaleið rafstrengs yfir Arnarfjörð. Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia, afhenti gæslunni farið. Teledyne Gavia er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir kafbátana, en tækni þeirra nýtist meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Fréttastofa fjallaði um Teledyne Gavia og starfsemi þeirra fyrr á árinu. Farið verði gert út frá varðskipum Í tilkynningu segir að neðansjávarfarið verði gert út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar og sjónmælingaskipinu Baldri. „Á undanförnum vikum hafa farið fram uppfærslur og viðbætur á neðansjávarfarinu sem fjármagnaðar voru af utanríkisráðuneytinu.“ „Neðansjávarfarið mun nýtast Landhelgisgæslunni við hin ýmsu verkefni leitar og könnunar á hafsvæðinu umhverfis landið, til eftirlits og öryggisgæslu og einnig í tengslum við varnartengd verkefni. Teledyne Gavia er íslenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu slíks búnaðar um árabil,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að prófanir hafi farið fram á neðansjávarfarinu síðastliðið sumar þar sem lagnaleiðir tveggja nýrra rafstrengja til Vestmannaeyja voru kannaðar með búnaði farsins sem og lagnaleið rafstrengs yfir Arnarfjörð. Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia, afhenti gæslunni farið. Teledyne Gavia er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir kafbátana, en tækni þeirra nýtist meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Fréttastofa fjallaði um Teledyne Gavia og starfsemi þeirra fyrr á árinu. Farið verði gert út frá varðskipum Í tilkynningu segir að neðansjávarfarið verði gert út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar og sjónmælingaskipinu Baldri. „Á undanförnum vikum hafa farið fram uppfærslur og viðbætur á neðansjávarfarinu sem fjármagnaðar voru af utanríkisráðuneytinu.“ „Neðansjávarfarið mun nýtast Landhelgisgæslunni við hin ýmsu verkefni leitar og könnunar á hafsvæðinu umhverfis landið, til eftirlits og öryggisgæslu og einnig í tengslum við varnartengd verkefni. Teledyne Gavia er íslenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu slíks búnaðar um árabil,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira