Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2025 21:00 Drengirnir hittu Ingu til að ræða málið. Tveir drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili náðu í dag að breyta kerfinu eftir að hafa stigið fram hér í kvöldfréttum Sýnar og varpað ljósi á reglugerð þar sem hallaði á annan þeirra. Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“ Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra skrifaði í dag undir breytta reglugerð og segir að hún hefði leiðrétt ósanngirnina fyrir löngu ef hún hefði bara vitað af málinu fyrr. Það var á alþjóðlegum degi barna í sorg fyrir rétt um þremur vikum sem þeir Sindri Dan Vignisson og Sigurjón Nói Ríkharðsson stigu fram í sjónvarpsviðtali og opnuðu sig um sára reynslu af föðurmissi. Þeir vildu leiðrétta þá skekkju í reglugerð um barnalífeyri vegna menntunar því aðeins Sigurjón gat fengið barnalífeyri en ekki Sindri vegna fyrirkomulags á arfi. „Við höfum deilt sömu reynslu og gengið í gegnum það sama en bara út af því að ég er í óskiptu búi þá á bara ég möguleika á að fá þetta en ekki hann,“ sagði Sigurjón í viðtalinu og Sindri skoraði á ráðherra. „Ég skora bara á ráðherra að fá sér kaffi með okkur og ræða þetta aðeins.“Þetta sögðu drengirnir þá en í dag svaraði félagsmálaráðherra kallinu og bauð þeim í heimsókn og kaffi við undirritun breyttrar reglugerðar. „Ég var ofurstolt að þessir ungu menn skyldu hafa þennan kjark og þetta þor og það kom mér á óvart að þessi ósanngirni væri raunverulega til staðar. Það kom auðvitað ekkert annað til greina, fyrst þetta var í mínum höndum að leiðrétta þetta,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra við undirritun reglugerðarinnar í dag. Áður var ungmenni synjað um mánaðarlegan barnalífeyri vegna menntunar ef það átti meira en 4 milljónir króna inni á bankareikningi. Þetta eignaviðmið var frá og með deginum í dag afnumið en breytingin er afturvirk frá 1. ágúst.„Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þessu og rosalega glaður. Ég er bara geggjað glaður!“ segir Sindri og Sigurjón tekur í sama streng.„Það er gaman að fá að breyta og bæta.“Drengirnir hafa fengið góð og sterk viðbrögð í samfélaginu. „Fólk hefur sagt við mig: vá ég vissi þetta ekki og vá hvað ég er stoltur af þér, þetta er rosalega sniðugt og mikilvægt!“
Sorg Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krakkar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Drengir sem misstu feður sína með nokkurra mánaða millibili gagnrýna að aðeins annar þeirra eigi rétt á menntunarmeðlagi vegna fyrirkomulags föðurarfsins. Þeir skora á ráðherra að þiggja kaffibolla með sér og fara yfir málin. Margrét Helga fréttamaður hitti drengina tvo í Vídalínskirkju á alþjóðlegum degi barna í sorg. 20. nóvember 2025 19:27