Sport

Dag­skráin í dag: HM í pílu og Körfu­bolta­kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar verða á Álftanesi í kvöld, í beinni útsendingu.
Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar verða á Álftanesi í kvöld, í beinni útsendingu. Vísir/Jón Gautur

Heimsmeistaramótið í pílukasti er komið í fullan gang og línur farnar að skýrast í Bónus-deild karla, þar sem tveir leikir eru í beinni útsendingu í kvöld og svo Körfuboltakvöld í kjölfarið.

Sýn Sport Ísland

Álftanes og Tindastóll mætast í áhugaverðum slag í Bónus-deild karla og hefst útsendingin klukkan 19:15. Strax eftir leik, eða um klukkan 21:25, er svo Bónus Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans munu njóta sín á ný á föstudagskvöldi.

Sýn Sport Ísland 2

Það eru tveir leikir í Bónus-deildinni í kvöld og verður spennandi að sjá hvernig Þór Þorlákshöfn svarar fyrir sig gegn Njarðvík, eftir tap gegn botnliði Ármanns um síðustu helgi.

Sýn Sport Viaplay

HM í pílukasti hófst í Alexandra Palace í gærkvöld og heldur áfram í hádeginu í dag. Bein útsending hefst klukkan 12:25 og svo aftur um kvöldið klukkan 18:55. Norðmaðurinn Cor Dekker og Svíinn Andreas Harrysson eru á meðal þeirra sem fá tækifæri til að stíga á stokk í dag en eru kannski ekki líklegir til stórræðanna. Eftir miðnætti, eða klukkan 01:05, er svo útsending frá NHL-leik St. Louis Blues og Blackhawks.

Sýn Sport 4

Það er einnig golf í boði í dag þar sem sýnt verður frá Alfred Dunhill Championship og hefst útsending klukkan 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×