„Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 10:30 Nikolaj Hansen fagnar marki fyrir Víkings en þau eru orðin 62 í efstu deild sem er fyrir löngu orðið félagsmet. Getty/George Wood Margt hefur breyst á stuttum tíma hjá Íslandsmeisturum Víkings eins og kemur fram í nýju viðtali við markahæsta leikmann félagsins frá upphafi. Víkingar urðu í sumar Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum og hafa unnið sjö stóra titla á síðustu árum. Einn leikmaður þekkir einna best breytingarnar hjá félaginu síðan Víkingur var í besta falli miðlungslið í deildinni.Nikolaj Hansen kom til Víkings í fyrsta sinn sumarið 2017 og hefur því upplifað breytingarnar á eigin skinni á þessum átta árum. Hann fer yfir sögu sína og Víkings í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Forsíða bókarinnar Íslensk knattspyrna 2025. Hansen ræðir þar feril sinn á Íslandi og ekki síst þá hröðu og miklu þróun sem hefur orðið í Víkinni á stuttum tíma. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Hansen í tilefni af enn einum titlinum sem hann vinnur í Víkinni. Komið á barm þess að verða atvinnulið „Breytingarnar sem hafa orðið á Víkingi frá því ég kom fyrst til félagsins sumarið 2017 eru ótrúlegar. Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma árið 2017 er komið á barm þess að verða atvinnulið og tekur eitt skref enn í þá átt á næsta ári með því að æfa enn fyrr á daginn en áður,“ sagði Nikolaj Hansen sem er nú langmarkahæsti leikmaður Víkings í efstu deild frá upphafi og enginn hefur heldur skorað fleiri Evrópumörk fyrir íslenskt félag. Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar „Það er svo margt sem hefur breyst, stuðningsmennirnir, starfsfólkið, félagið sjálft og allt á bak við það er komið á annað stig. Ég var dálítið smeykur þegar Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við landsliðinu að við myndum stíga skref til baka,“ sagði Nikolaj. „Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar til að byrja með. En félagið hefur styrkst mikið á þessum sex árum sem hann þjálfaði liðið. Arnar skildi við það í góðum málum og það munaði miklu að menn eins og Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason væru til staðar, félagsmenn sem eru með hjartað á réttum stað,“ sagði Nikolaj. Valdimar Þór Ingimundarson og Nikolaj Hansen fagna hér marki saman.vísir/Diego „Núna er hægt að horfa meira fram á við, það eru komnir meiri fjármunir inn í rekstur félagsins eftir árangurinn í Evrópukeppni, við fáum betri leikmenn til okkar en áður og við æfum fyrr á daginn. Þetta er allt á réttri leið, en menn verða samt að passa sig á að ætla sér ekki að taka of stór skref í einu,“ sagði Nikolaj. Hann nefnir sérstaklega æfingatíma Víkingsliðsins. Frábært fyrir okkur feðurna í liðinu „Við munum æfa klukkan tvö á daginn og það verður sérstaklega frábært fyrir okkur feðurna í liðinu. Nú getum við æft áður en við sækjum krakkana á leikskólann, getum átt góðan tíma með þeim og fjölskyldunni áður en þau fara að sofa. Þetta verður mikil breyting og ég veit að það eru fleiri íslensk lið að fikra sig í þessa átt. Stjarnan æfir snemma, Breiðablik, Valur og KR líka á sumum dögum. Þetta er mjög jákvætt og fjölskylduvænt fyrir alla,“ sagði Nikolaj. Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Víðir hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira
Víkingar urðu í sumar Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum og hafa unnið sjö stóra titla á síðustu árum. Einn leikmaður þekkir einna best breytingarnar hjá félaginu síðan Víkingur var í besta falli miðlungslið í deildinni.Nikolaj Hansen kom til Víkings í fyrsta sinn sumarið 2017 og hefur því upplifað breytingarnar á eigin skinni á þessum átta árum. Hann fer yfir sögu sína og Víkings í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Forsíða bókarinnar Íslensk knattspyrna 2025. Hansen ræðir þar feril sinn á Íslandi og ekki síst þá hröðu og miklu þróun sem hefur orðið í Víkinni á stuttum tíma. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Hansen í tilefni af enn einum titlinum sem hann vinnur í Víkinni. Komið á barm þess að verða atvinnulið „Breytingarnar sem hafa orðið á Víkingi frá því ég kom fyrst til félagsins sumarið 2017 eru ótrúlegar. Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma árið 2017 er komið á barm þess að verða atvinnulið og tekur eitt skref enn í þá átt á næsta ári með því að æfa enn fyrr á daginn en áður,“ sagði Nikolaj Hansen sem er nú langmarkahæsti leikmaður Víkings í efstu deild frá upphafi og enginn hefur heldur skorað fleiri Evrópumörk fyrir íslenskt félag. Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar „Það er svo margt sem hefur breyst, stuðningsmennirnir, starfsfólkið, félagið sjálft og allt á bak við það er komið á annað stig. Ég var dálítið smeykur þegar Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við landsliðinu að við myndum stíga skref til baka,“ sagði Nikolaj. „Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar til að byrja með. En félagið hefur styrkst mikið á þessum sex árum sem hann þjálfaði liðið. Arnar skildi við það í góðum málum og það munaði miklu að menn eins og Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason væru til staðar, félagsmenn sem eru með hjartað á réttum stað,“ sagði Nikolaj. Valdimar Þór Ingimundarson og Nikolaj Hansen fagna hér marki saman.vísir/Diego „Núna er hægt að horfa meira fram á við, það eru komnir meiri fjármunir inn í rekstur félagsins eftir árangurinn í Evrópukeppni, við fáum betri leikmenn til okkar en áður og við æfum fyrr á daginn. Þetta er allt á réttri leið, en menn verða samt að passa sig á að ætla sér ekki að taka of stór skref í einu,“ sagði Nikolaj. Hann nefnir sérstaklega æfingatíma Víkingsliðsins. Frábært fyrir okkur feðurna í liðinu „Við munum æfa klukkan tvö á daginn og það verður sérstaklega frábært fyrir okkur feðurna í liðinu. Nú getum við æft áður en við sækjum krakkana á leikskólann, getum átt góðan tíma með þeim og fjölskyldunni áður en þau fara að sofa. Þetta verður mikil breyting og ég veit að það eru fleiri íslensk lið að fikra sig í þessa átt. Stjarnan æfir snemma, Breiðablik, Valur og KR líka á sumum dögum. Þetta er mjög jákvætt og fjölskylduvænt fyrir alla,“ sagði Nikolaj. Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Víðir hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Sjá meira