Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2025 13:10 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri. Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri.
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira