Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2025 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur senn til Færeyja til að stýra NSÍ Runavík. Vísir/Sigurjón Sigurður Ragnar Eyjólfsson kveðst spenntur fyrir nýju ævintýri í Færeyjum. Hann heldur utan í janúar til að stýra NSÍ Runavík á komandi keppnistímabili. Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum
Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira