Lífið

Ein á­hrifa­mesta grínleikkona Hollywood á lausu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Amy Schumer, grínisti, leikkona og Emmy-verðlaunahafi.
Amy Schumer, grínisti, leikkona og Emmy-verðlaunahafi. EPA

Bandaríska grínleikkonan Amy Schumer hefur bæst í hóp einhleypra kvenna í Hollywood. Hún tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að leiðir hennar og framleiðandans Chris Fischer hafi skilið. 

„Bla bla bla, ég og Chris höfum ákveðið að skilja eftir sjö ára hjónaband. Við elskum hvort annað mjög mikið og höldum áfram að ala upp son okkar,“ skrifar Schumer á Instagram

Schumer skaust upp á stjörnuhimininn um miðjan síðasta áratug eftir að sketsaþættir hennar, Inside Amy Schumer, slógu í gegn. Svo mjög að hún var á lista Time yfir áhrifamestu einstaklinga ársins 2015. Þá kannast grínunnendur við hana vegna kvikmyndanna Trainwreck, Snatched og I Feel Pretty.

Schumer og Fischer fóru í hnapphelduna árið 2018 og eiga einn son saman. Minna hefur farið fyrir Schumer í Hollywood á síðustu árum en sketsaþættirnir Inside Amy Schumer hættu í framleiðslu árið 2022. Síðan þá hefur hún framleitt uppistand fyrir Netflix og sjónvarpsþætti fyrir Hulu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.