Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2025 07:00 T.J. Watt missir skiljanlega af leik Pittsburgh Steelers um helgina. Getty/Cooper Neill T.J. Watt, stjörnuleikmaður Pittsburgh Steelers, verður ekki með liðinu á næstunni en hann endaði mjög óvænt á skurðarborðinu í vikunni. Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Watt, sem er frábær varnarmaður og lykilmaður í liðinu, gekkst undir vel heppnaða aðgerð á fimmtudag til að laga lunga sem féll að hluta til saman eftir nálastungumeðferð á æfingasvæði liðsins á miðvikudag. Þetta staðfesti bróðir hans, J.J. Watt, önnur NFL-stjarna, á samfélagsmiðlum. „Hann og fjölskylda hans eru afar þakklát fyrir hlý orð og góðar kveðjur allra,“ skrifaði J.J. Watt. Eiginkona bróður hans er Dani Rhodes, sem lék hér á Íslandi með Þrótti sumarið 2021. View this post on Instagram A post shared by NFL on CBS (@nfloncbs) Mike Tomlin, þjálfari Steelers, sagði fréttamönnum að T.J. Watt væri kominn heim til sín og hvíldist vel. Watt mun skiljanlega ekki spila í leiknum gegn Miami Dolphins á mánudagskvöld. Tomlin sagði einnig að hann hefði engar frekari upplýsingar um atvikið sem olli lungnaskaðanum eða hver framkvæmdi meðferðina á æfingasvæði liðsins. Leikmannasamtök NFL skoða málið Watt var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag eftir að hafa fengið meðferð á æfingasvæðinu á frídegi Steelers og var áfram á sjúkrahúsinu á fimmtudag vegna myndatöku og rannsókna fyrir aðgerðina. Leikmannasamtök NFL, NFLPA, vita af málinu og hafa verið í sambandi við Watt og umboðsmenn hans. „Helsta forgangsverkefni okkar núna er að styðja við heilsu T.J. og fullan bata hans,“ sagði Brandon Parker, fjölmiðla- og samfélagsfulltrúi NFLPA. Notuð við verkjum og hreyfivandamálum Samkvæmt Cleveland Clinic er þurrnálun meðferð sem notuð er við verkjum og hreyfivandamálum sem tengjast gikkpunktum í vöðvum. Til að framkvæma meðferðina stinga meðferðaraðilar yfirleitt þunnum nálum í eða nálægt gikkpunktunum til að örva vöðva, sem veldur því að þeir dragast saman eða kippast til og hjálpar til við að lina verki og bæta hreyfigetu. Patrick Queen, varnarmaður Steelers, sagðist frekar kjósa að nýta sér nálastungur. Hræddur við þurrnálun „Þetta eru eiginlega tveir ólíkir hlutir,“ sagði Queen um meðferðirnar. „Fyrir aðra [nálastungur] þarftu að fara í lengra nám. Það er miklu meiri vísindaleg þekking sem liggur að baki. Ég geri ekki þetta þurrnáladæmi. Ég er í raun hræddur við þurrnálun, svo ég held mig frá þessu,“ sagði Queen. „Þetta er óheppilegt. Þú gætir sennilega farið í þurrnálun þúsund sinnum án þess að nokkuð gerist, og svo er þetta líklega bara hálfur sentimetri í ranga átt,“ sagði Queen. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum