Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. desember 2025 15:18 Pétur Hafsteinn Pálsson, athafnamaður í Grindavík, hefur verið orðaður við framboð. Vísir/Vilhelm „Það er ekki búið að ákveða neitt, ég er ekki einu sinni búinn að ræða þetta við konuna. Þetta er fullt af orðrómum, það er langt því frá að þetta sé orðið umræðuefni. Þetta er ekkert annað en bara spjall á kaffistofum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, spurður hvort hann sé á leið í framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor. Í nýjasta þætti helgarvaktar hlaðvarpsins Þjóðmála fékk umsjónarmaðurinn Gísli Freyr Valdórsson til sín góða gesti sem fóru venju samkvæmt yfir pólitíska landslagið hér á landi, og hökkuðu í sig menn og málefni undir stopulu skálaglamri. Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og Suðurnesjamaður, fór vel í saumana á sveitarstjórnarpólitíkinni í landshlutanum, og sagði meðal annars frá orðrómi um að Pétur væri að íhuga framboð í Grindavík, en ekki endilega í sveitarstjórann. Mátti skilja á honum að það yrði undir formerkjum Sjálfstæðisflokksins. Bara orðrómur og spjall „Það er ekkert til í þessu annað en orðrómur og spjall. Ég er í tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, og á hvorugum stöðunum hefur verið haldin einhver umræða um framboð, þannig það hefur ekki verið tilkynnt,“ segir Pétur. Flokkarnir eigi allir eftir að ákveða hvernig farið verði að framboðsmálum í Grindavík í vor, hvort þeir fari fram undir eigin formerkjum eða ekki. Ekki liggi fyrir á þessu stigi máls hvaða flokkar fari fram. „Ég held að best fari á að segja ekkert um þetta. Ég get nefnt svona tíu önnur nöfn sem hafa verið að óska eftir því að fara fram.“ „Umræðan snýst um bað þeir sem hafa haft sig frammi bjóði sig fram, mitt nafn hefur verið nefnt, en líka mörg önnur.“ „Það er fullt af fólki í baráttunni og margt sem á eftir að koma í ljós. Hvaða flokkar fara fram? Hvaða fólk? Ég held að margt gerist í janúar, menn muni láta jólin líða og svo fara meta þetta,“ segir Pétur. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. 10. mars 2024 08:01 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Í nýjasta þætti helgarvaktar hlaðvarpsins Þjóðmála fékk umsjónarmaðurinn Gísli Freyr Valdórsson til sín góða gesti sem fóru venju samkvæmt yfir pólitíska landslagið hér á landi, og hökkuðu í sig menn og málefni undir stopulu skálaglamri. Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og Suðurnesjamaður, fór vel í saumana á sveitarstjórnarpólitíkinni í landshlutanum, og sagði meðal annars frá orðrómi um að Pétur væri að íhuga framboð í Grindavík, en ekki endilega í sveitarstjórann. Mátti skilja á honum að það yrði undir formerkjum Sjálfstæðisflokksins. Bara orðrómur og spjall „Það er ekkert til í þessu annað en orðrómur og spjall. Ég er í tveimur flokkum, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, og á hvorugum stöðunum hefur verið haldin einhver umræða um framboð, þannig það hefur ekki verið tilkynnt,“ segir Pétur. Flokkarnir eigi allir eftir að ákveða hvernig farið verði að framboðsmálum í Grindavík í vor, hvort þeir fari fram undir eigin formerkjum eða ekki. Ekki liggi fyrir á þessu stigi máls hvaða flokkar fari fram. „Ég held að best fari á að segja ekkert um þetta. Ég get nefnt svona tíu önnur nöfn sem hafa verið að óska eftir því að fara fram.“ „Umræðan snýst um bað þeir sem hafa haft sig frammi bjóði sig fram, mitt nafn hefur verið nefnt, en líka mörg önnur.“ „Það er fullt af fólki í baráttunni og margt sem á eftir að koma í ljós. Hvaða flokkar fara fram? Hvaða fólk? Ég held að margt gerist í janúar, menn muni láta jólin líða og svo fara meta þetta,“ segir Pétur.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. 10. mars 2024 08:01 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ „Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. 10. mars 2024 08:01