Innlent

Sinntu fimm­tán málum í tengslum við Iceguys tón­leikana

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Iceguys stigu á svið í Laugardalshöll um helgina.
Iceguys stigu á svið í Laugardalshöll um helgina. Róbert Arnar

„Heilt yfir gengu tónleikarnir mjög vel en það voru einhver mál sem komu inn á borð lögreglu þar sem tónleikagestir höfðu ekki aldur til að vera á tónleikunum né aldur til að vera undir áhrifum áfengis.“

Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um tónleika Iceguys í Laugardalshöll á laugardagskvöld, þar sem lögregla var með eftirlit, meðal annars vegna mögulegrar unglingadrykkju.

Alls voru um fimmtán mál skráð í kerfi lögreglunnar í tengslum við tónleikana, sem flest vörðuðu ungmenni sem voru undir lögaldri. Tuttugu ára aldurstakmark var á tónleikana sem hófust klukkan 21.

Að sögn Ásmundar var haft samband við forelda eða forræðamenn þeirra ungmenna sem afskipti voru höfð af og þau sótt.

Hann segir samstarfið við tónleikahaldara og forsvarsmenn Laugardalshallar hafa gengið afar vel.

„Það var svo sem alveg við því að búast að það myndu einhverjir undir aldri reyna að komast inn en þá vorum við bara til staðar til að aðstoða þau,“ segir Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×