Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2025 12:01 Sigríður Rannveig segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Til vinstri má sjá minningalund um þá sem fórust í snjóflóðunum árið 1995. Vísir/Vilhelm Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Skýrslan verður afhent Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis eftir hádegið og verður kynnt á blaðamannafundi og gerð opinber á vef Alþingis klukkan þrjú. Rannsóknarnefndin var skipuð á síðasta ári en hlutverk nefndarinnar var að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda þar sem gerð yrði grein fyrir hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, skipulagi byggðar, gerð hættumats og upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa. Þá átti nefndin að skoða aðgerðir almannavarna fyrir og eftir flóðið og að lokum eftirfylgni stjórnvalda. Að það verði viðurkennt hversu mikil mannréttindabrot þetta voru Sigríður Rannveig Jónsdóttir bjó í Súðavík árið 1995 en hún missti dóttur sína í flóðinu. Aðstandendur þeirra sem fórust hafa allt frá því flóðið varð kallað eftir rannsókn á aðdraganda þess. Hún segist hafa áhyggjur af því að fá jafnmikið áfall og þegar skýrsla almannavarna var birt í kjölfar flóðsins. „Fyrir mig hefur þetta verið skrýtið því ég fer svolítið aftur í tímann. Ég hef áhyggjur af því að ég fái jafnmikinn skell og þegar ég las þá skýrslu. Dýpst í hjarta mínu þá vona ég að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós og að það verði viðurkennt hversu mikil mannréttindabrot þetta voru gagnvart okkur. Það er mín ósk að við fáum svör sem við vitum,“ sagði Sigríður Rannveig í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það var búið að teikna snjóflóðavarnir og enginn vissi af því. Það voru byggð hús án þess að það voru gerðar varnir og mér var selt hús sem var búið að falla snjóflóð á. Að þetta fái bara að koma í ljós og að það verði viðurkennt fyrir okkur að það var brotið á okkur.“ „Ég treysti þeim alveg“ Hún segir vera óróa í sér um að haldið verði áfram að hylma yfir sannleikann. Hún reyni þó að vera bjartsýn. Skýrsla almannavarna á sínum tíma hafi verið mikið högg. „Ekki nóg með að lenda í snjóflóði og missa barnið sitt og heimilið sitt og tengdaforeldra og vini. Svo að maður þurfti að lesa skýrslu sem almannavarnir, eitthvað sem maður á að treysta á, og allt í einu setja þeir fram skýrslu þar sem er búið að hylma yfir svo margt. Sannleikurinn fékk ekki að koma fram og það var bara talað framhjá hlutunum.“ Vinnan að fara í gegnum alla atburðina aftur sé mesta úrvinnsla sem hún hefur farið í frá því snjóflóðið átti sér stað. Hún er ekki búin að lesa skýrsluna en rannsóknarnefndin kallaði hana til skýrslutöku við sína vinnu. „Þau eru náttúrulega alveg hlutlaus og mér fannst erfitt að tala við þau. Þau voru að vinna sína vinnu 100% og ég treysti þeim alveg.“ Ekki hægt að breiða yfir sannleikann lengur Skýrslan sé þó enginn endapunktur þessa máls. Réttlætið og sannleikurinn þurfi að sigra. „Við erum ekkert að fara að stoppa hér þó þessi skýrsla hafi komið. Allt fólk í landinu á rétt á mannréttindum varðandi ofanflóð og svona náttúruhamfarir. Við eigum rétt á að lifa örugg. Ef einhver veit af hættu og skilaboðin komast ekki til almennings þá verður að viðurkenna það.“ Sigríður Rannveig segir búið hafa verið að vara við. „Veðurstofan var að störfum deginum áður að vara við að það yrði versta áttin upp á snjóflóðin að gera. Vitandi af forsögu Súðavíkur um öll þessi snjóflóð sem höfðu fallið áður sem ég hafði ekki vitneskju um þá. Fólk svaf þarna grunlaust undir fjallshlíðinni í dauðagildru.“ „Þetta er bara sannleikur, við verðum að viðurkenna hann og það er ekkert hægt að breiða yfir hann neitt lengur.“ Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Skýrslan verður afhent Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis eftir hádegið og verður kynnt á blaðamannafundi og gerð opinber á vef Alþingis klukkan þrjú. Rannsóknarnefndin var skipuð á síðasta ári en hlutverk nefndarinnar var að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda þar sem gerð yrði grein fyrir hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, skipulagi byggðar, gerð hættumats og upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa. Þá átti nefndin að skoða aðgerðir almannavarna fyrir og eftir flóðið og að lokum eftirfylgni stjórnvalda. Að það verði viðurkennt hversu mikil mannréttindabrot þetta voru Sigríður Rannveig Jónsdóttir bjó í Súðavík árið 1995 en hún missti dóttur sína í flóðinu. Aðstandendur þeirra sem fórust hafa allt frá því flóðið varð kallað eftir rannsókn á aðdraganda þess. Hún segist hafa áhyggjur af því að fá jafnmikið áfall og þegar skýrsla almannavarna var birt í kjölfar flóðsins. „Fyrir mig hefur þetta verið skrýtið því ég fer svolítið aftur í tímann. Ég hef áhyggjur af því að ég fái jafnmikinn skell og þegar ég las þá skýrslu. Dýpst í hjarta mínu þá vona ég að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós og að það verði viðurkennt hversu mikil mannréttindabrot þetta voru gagnvart okkur. Það er mín ósk að við fáum svör sem við vitum,“ sagði Sigríður Rannveig í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það var búið að teikna snjóflóðavarnir og enginn vissi af því. Það voru byggð hús án þess að það voru gerðar varnir og mér var selt hús sem var búið að falla snjóflóð á. Að þetta fái bara að koma í ljós og að það verði viðurkennt fyrir okkur að það var brotið á okkur.“ „Ég treysti þeim alveg“ Hún segir vera óróa í sér um að haldið verði áfram að hylma yfir sannleikann. Hún reyni þó að vera bjartsýn. Skýrsla almannavarna á sínum tíma hafi verið mikið högg. „Ekki nóg með að lenda í snjóflóði og missa barnið sitt og heimilið sitt og tengdaforeldra og vini. Svo að maður þurfti að lesa skýrslu sem almannavarnir, eitthvað sem maður á að treysta á, og allt í einu setja þeir fram skýrslu þar sem er búið að hylma yfir svo margt. Sannleikurinn fékk ekki að koma fram og það var bara talað framhjá hlutunum.“ Vinnan að fara í gegnum alla atburðina aftur sé mesta úrvinnsla sem hún hefur farið í frá því snjóflóðið átti sér stað. Hún er ekki búin að lesa skýrsluna en rannsóknarnefndin kallaði hana til skýrslutöku við sína vinnu. „Þau eru náttúrulega alveg hlutlaus og mér fannst erfitt að tala við þau. Þau voru að vinna sína vinnu 100% og ég treysti þeim alveg.“ Ekki hægt að breiða yfir sannleikann lengur Skýrslan sé þó enginn endapunktur þessa máls. Réttlætið og sannleikurinn þurfi að sigra. „Við erum ekkert að fara að stoppa hér þó þessi skýrsla hafi komið. Allt fólk í landinu á rétt á mannréttindum varðandi ofanflóð og svona náttúruhamfarir. Við eigum rétt á að lifa örugg. Ef einhver veit af hættu og skilaboðin komast ekki til almennings þá verður að viðurkenna það.“ Sigríður Rannveig segir búið hafa verið að vara við. „Veðurstofan var að störfum deginum áður að vara við að það yrði versta áttin upp á snjóflóðin að gera. Vitandi af forsögu Súðavíkur um öll þessi snjóflóð sem höfðu fallið áður sem ég hafði ekki vitneskju um þá. Fólk svaf þarna grunlaust undir fjallshlíðinni í dauðagildru.“ „Þetta er bara sannleikur, við verðum að viðurkenna hann og það er ekkert hægt að breiða yfir hann neitt lengur.“
Súðavíkurhreppur Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira