Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. desember 2025 20:40 Stefán Eiríksson og Herdís Dröfn Fjeldsted. Samsett Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, gagnrýndi veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í skoðanagrein á Vísi sem ber titilinn Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn. Þar færir hún rök fyrir að leiðrétta þurfi „rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um fjármögnun ríkisfjölmiðilsins“. Herdís segir að rekstrarframlag ríkisins til Rúv hafi hækkað verulega á síðustu árum, eða úr 3,6 milljörðum árið 2016 í 6,45 milljarða árið 2025. Einnig bendir hún á að frá árinu 2016 til 2025 hafi Ríkisútvarpið fengið alls 27 milljarða fyrir auglýsingasölu. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Rúv, og Björn Þór Hermannsson, fjármálastjóri Rúv, svöruðu forstjóranum með skoðanagrein sem ber titilinn Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV. Þar segja þeir að útreikningum Herdísar um fjárlög ríkisins skeiki um hundruð milljóna. Þá hafi Herdís, með því að leggja saman auglýsingatekjurnar, ekki litið til hver þróunin hafi verið síðastliðinn áratug sem sé það sem skipti máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur Rúv. „Það hafa verið breytingar hjá Ríkisútvarpinu eins og hjá öðrum fjölmiðlum. Það er, eins og þarna er rakið, þá hafa til dæmis auglýsingatekjur okkar dregist saman töluvert á síðustu árum og áratug. Það kemur bæði út af þeirri þróun sem er í gangi á auglýsingamarkaði. Við erum nú þegar takmörkuð, við getum ekki bara auglýst hvar sem er eða selt auglýsingar hvar sem er,“ segir Stefán sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann tekur fram að auglýsingarnar séu einungis hluti tekna miðilsins en þau fá einnig greitt útvarpsgjaldið. „Þar hefur ekki verið stöðug aukning, raunar hefur gjaldið ekki þróast í takti við verðlag. Það eina sem hefur komið í veg fyrir mjög mikið tekjufall hjá Ríkisútvarpinu er það að landsmönnum hefur fjölgað allhraustlega á undanförnum árum sem hefur vegið upp á móti þessu. Samandregið þá hafa tekjur Ríkisútvarpsins dregist saman um tíu prósent á síðustu tíu árum,“ segir hann. Markaðshlutdeildin meiri heldur en á Norðurlöndunum Herdís tók einnig fram útreikning Viðskiptaráðs þar sem markaðshlutdeild ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum er borin saman. Þar kemur fram að Rúv sé með mestu markaðshlutdeildina, eða 27 prósent, á meðan ríkisfjölmiðlar Danmerkur koma þar á eftir með sautján prósent. „Þá er RÚV eini norræni ríkismiðillinn sem er með tvöfalt fjármögnunarlíkan, þ.e. vaxandi opinber framlög og í virkri samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði,“ segir hún. Stefán bendir á að í Danmörku séu tveir fjölmiðlar í eigu ríkisins, annars vegar DR sem sé ekki á auglýsingamarkaði og hins vegar TV2 sem er alfarið á auglýsinga og áskriftarmarkaði. „Aðrir fjölmiðlar á Norðurlöndunum eru ekki með sama hætti á auglýsingamarkaði en engu að síður er rétt að hafa það í huga að fyrirkomulag fjármögnunar með þessum blandaða hætti, eins og er hér á landi, er við lýði í hátt í áttatíu prósent ríkja í Evrópu eins og staðan er í dag, og hefur verið í langan tíma.“ Ekki skynsamlegt að taka Rúv af auglýsingamarkaði „Ríkisútvarpið hefur frá upphafi verið á auglýsingamarkaði, eða sem sagt opið fyrir auglýsendur til að koma sínum tilkynningum og upplýsingum á framfæri. Ég held að það sé ekki skynsamleg nálgun að taka Ríkisútvarpið alfarið af auglýsingamarkaði,“ segir Stefán. Hann bendir á að ef litið sé til síðustu tíu ára hefði það verið hagstæðara fyrir Ríkisútvarpið að vera á fjárlögum en rekstur fjölmiðla sé líka tæknilega flókinn. „Þú þarft að fara í fjárfestingu á tæknilega sviðinu með reglulegum hætti. Þá er rekstrarformið sem að Ríkisútvarpið hefur verið í síðan 2007, sem er opinbert hlutafélag, að mörgu leyti heppilegra.“ Staða fjölmiðla hefur verið til umræðu undanfarnar vikur en Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi fyrir tveimur vikum. Til stendur að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, gagnrýndi veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í skoðanagrein á Vísi sem ber titilinn Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn. Þar færir hún rök fyrir að leiðrétta þurfi „rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um fjármögnun ríkisfjölmiðilsins“. Herdís segir að rekstrarframlag ríkisins til Rúv hafi hækkað verulega á síðustu árum, eða úr 3,6 milljörðum árið 2016 í 6,45 milljarða árið 2025. Einnig bendir hún á að frá árinu 2016 til 2025 hafi Ríkisútvarpið fengið alls 27 milljarða fyrir auglýsingasölu. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Rúv, og Björn Þór Hermannsson, fjármálastjóri Rúv, svöruðu forstjóranum með skoðanagrein sem ber titilinn Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV. Þar segja þeir að útreikningum Herdísar um fjárlög ríkisins skeiki um hundruð milljóna. Þá hafi Herdís, með því að leggja saman auglýsingatekjurnar, ekki litið til hver þróunin hafi verið síðastliðinn áratug sem sé það sem skipti máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur Rúv. „Það hafa verið breytingar hjá Ríkisútvarpinu eins og hjá öðrum fjölmiðlum. Það er, eins og þarna er rakið, þá hafa til dæmis auglýsingatekjur okkar dregist saman töluvert á síðustu árum og áratug. Það kemur bæði út af þeirri þróun sem er í gangi á auglýsingamarkaði. Við erum nú þegar takmörkuð, við getum ekki bara auglýst hvar sem er eða selt auglýsingar hvar sem er,“ segir Stefán sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann tekur fram að auglýsingarnar séu einungis hluti tekna miðilsins en þau fá einnig greitt útvarpsgjaldið. „Þar hefur ekki verið stöðug aukning, raunar hefur gjaldið ekki þróast í takti við verðlag. Það eina sem hefur komið í veg fyrir mjög mikið tekjufall hjá Ríkisútvarpinu er það að landsmönnum hefur fjölgað allhraustlega á undanförnum árum sem hefur vegið upp á móti þessu. Samandregið þá hafa tekjur Ríkisútvarpsins dregist saman um tíu prósent á síðustu tíu árum,“ segir hann. Markaðshlutdeildin meiri heldur en á Norðurlöndunum Herdís tók einnig fram útreikning Viðskiptaráðs þar sem markaðshlutdeild ríkisfjölmiðla á Norðurlöndunum er borin saman. Þar kemur fram að Rúv sé með mestu markaðshlutdeildina, eða 27 prósent, á meðan ríkisfjölmiðlar Danmerkur koma þar á eftir með sautján prósent. „Þá er RÚV eini norræni ríkismiðillinn sem er með tvöfalt fjármögnunarlíkan, þ.e. vaxandi opinber framlög og í virkri samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Þessi staða brenglar samkeppnisskilyrði verulega, þar sem ríkisrisinn nýtur bæði opinberrar meðgjafar og forskots á markaði,“ segir hún. Stefán bendir á að í Danmörku séu tveir fjölmiðlar í eigu ríkisins, annars vegar DR sem sé ekki á auglýsingamarkaði og hins vegar TV2 sem er alfarið á auglýsinga og áskriftarmarkaði. „Aðrir fjölmiðlar á Norðurlöndunum eru ekki með sama hætti á auglýsingamarkaði en engu að síður er rétt að hafa það í huga að fyrirkomulag fjármögnunar með þessum blandaða hætti, eins og er hér á landi, er við lýði í hátt í áttatíu prósent ríkja í Evrópu eins og staðan er í dag, og hefur verið í langan tíma.“ Ekki skynsamlegt að taka Rúv af auglýsingamarkaði „Ríkisútvarpið hefur frá upphafi verið á auglýsingamarkaði, eða sem sagt opið fyrir auglýsendur til að koma sínum tilkynningum og upplýsingum á framfæri. Ég held að það sé ekki skynsamleg nálgun að taka Ríkisútvarpið alfarið af auglýsingamarkaði,“ segir Stefán. Hann bendir á að ef litið sé til síðustu tíu ára hefði það verið hagstæðara fyrir Ríkisútvarpið að vera á fjárlögum en rekstur fjölmiðla sé líka tæknilega flókinn. „Þú þarft að fara í fjárfestingu á tæknilega sviðinu með reglulegum hætti. Þá er rekstrarformið sem að Ríkisútvarpið hefur verið í síðan 2007, sem er opinbert hlutafélag, að mörgu leyti heppilegra.“ Staða fjölmiðla hefur verið til umræðu undanfarnar vikur en Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi fyrir tveimur vikum. Til stendur að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira