Fótbolti

Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025

Aron Guðmundsson skrifar
Santiago og markið sem nú er orðið heimsfrægt
Santiago og markið sem nú er orðið heimsfrægt Vísir/Getty

Santiago Montiel, leikmaður Independiente í Argentínu hlaut Puskas verðlaunin fyrir flottasta mark ársins 2025 í knattspyrnuheiminum.

Þetta frábæra mark Argentínumannsins skoraði hann í maí fyrr á þessu ári gegn Independiente Rivadavia. Boltinn barst til Montiel fyrir utan vítateig andstæðingsins og öllum að óvörum hlóð hann í hjólahestaspyrnu og söng boltinn í netinu.

Flottasta markið í kvennaflokki skoraði Lizbeth Ovalle, fyrir lið Tigres og hlýtur hún fyrir það Mörtu verðlaunin. 

Markið, stórglæsileg hælspyrna sem endaði í netinu, skoraði Lizbeth gegn Guadalajara. Mörtu verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á síðustu ári. Lizbeth er því aðeins önnur knattspyrnukonan til þess að hljóta þessi verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×