Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 15:38 Jólamatvörur eru oftast, samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ, ódýrastar í Prís. Vísir/Vilhelm Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. Í tilkynningu frá ASÍ segir að miðað sé við meðalverðmun á vörum sem fáanlegar eru í fleiri en einni verslun. Verðlag í Bónus og Krónunni liggi litlu ofar, en að jafnaði sé verð þar um tveimur til þremur prósentum hærra en þar sem varan finnst á lægsta verðinu. Í tilkynningu segir að vinsælar vörur séu ekki endilega fáanlegar í öllum verslunum og að verðbreytingar geti verið tíðar á þessum árstíma. Til dæmis hafi sala á hátíðarís frá Emmessís byrjað í Krónunni á verðinu 1.549 krónur í nóvemberbyrjun, en hafi síðan lækkað í 1.180 krónur eða um tæpan fjórðung. Í tilkynningu segir að algengt sé að munur sé á stærðum innan og milli verslana og því geti verið gagnlegt að gera samanburð ætli neytendur sér í hagkvæm innkaup um jólin. Hægt er að gera það í Nappinu. Verð á völdum hátíðarvörum má sjá í meðfylgjandi töflu. Konfektið þúsund krónum ódýrara í Prís Afar mikill munur getur verið á verði eftir því hvaða verslun og hvaða pakkning er valin. Hálfs lítra Pepsi í plasti kostaði til dæmis meira í Hagkaup (279 kr.) heldur en tveggja lítra Pepsi í Prís (259 kr.). Jafnvel sami eins kílóa kassinn af Nóa konfekti í lausu kostaði 1.100 krónur minna í Prís (5.399 kr.) en í Hagkaup (6.499 kr.). Mandarínur í lausu fengust á 485 krónur kílóið í Prís, en kílóverð á klementínum var frá 611 krónum í Krónunni upp í 699 krónur í Hagkaup. Lægsta kílóverð á laufabrauði var 2.653 krónur á ósteiktu laufabrauði frá Ömmubakstri í Prís. Ósteikt laufabrauð frá Ömmubakstri var ódýrara en ósteikt laufabrauð frá Kristjáns bakaríi í öllum fjórum verslunum þar sem bæði fengust það er í Prís, Bónus, Krónunni og Hagkaup. Steikt laufabrauð frá Ömmubakstri var einnig ódýrara en steikt laufabrauð frá Kristjánsbakaríi í öllum verslunum þar sem bæði fengustm, samkvæmt verðlagskönnuninni, það er í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Fjarðarkaup. Samkvæmt könnun var munurinn á Ömmubakstri og Kristjáns steiktu laufabrauði allt frá sjö prósentum í Hagkaup upp í 18 prósent í Fjarðarkaup þegar kílóverð eru borin saman. Vegan laufabrauð 70 prósent dýrara Vegan laufabrauð frá Ömmubakstri var ódýrast í Bónus, en kílóverðið á því þar (7.539 kr.) var 70 prósent hærra en á ódýrasta steikta laufabrauðinu, sem var Ódýrt laufabrauð í Krónunni (4.410 kr./kg). Fjarðarkaup buðu upp á lægsta kílóverð á Lindukonfekti, en 900 gr. kassi kostaði 3.998 krónur þar. Kassinn kostaði 4.289 krónur í Bónus en 4.999 krónur í Hagkaup. Kílóverðið á Lindukonfekti var nokkru lægra en á Nóakonfekti, sem var lægst 5.399 kr./kg í Prís fyrir eitt kíló af Nóakonfekti í lausu. Kílóverð á 900 gramma kassa frá Lindu var lægra en kílóverð á eins kílóa Nóa konfektkassans í Prís í öllum verslunum nema Hagkaup, þar sem það var 5.554 krónur. Hæsta kílóverð á Nóakonfekti í Bónus var á 135 gr. kassa, 14.995 kr./kg. Hæsta kílóverð í Bónus á Lindukonfekti var aftur á móti á 220 gr. kassa, 8.172 kr./kg. Verðbil á konfekti getur því verið sérlega breitt eftir því hvaða kassi er keyptur og í hvaða verslun. Nýjasta samanburð á kílóverði konfekts og á öðrum vörum má finna á heimasíðu verðlagseftirlitsins. Þar má líka sjá að 900 grömm af Quality Street-molum kostaði frá 1.799 kronum í Prís upp í 2.299 krónur í Nettó. Smjörið og rjóminn ódýrastur í Prís Ódýrasta smjörið fæst í Prís, 798 krónur fyrir 500 grömm af smjöri sem jafnframt var lægsta fáanlega kílóverð á smjöri. Verð á smjöri í Kjörbúðinni og Extra var einungis krónu dýrara. Í Bónus og Fjarðarkaupum kostaði sama eining 819 krónur og verðið í Krónunni var krónu dýrara, 820 krónur. Smjörið var nokkuð dýrara í Hagkaupum, á 909 krónur. Rjóminn er einnig ódýrastur í Prís þar sem 500 ml. af 36 prósent rjóma fæst á 749 kr. Verðið í Bónus (768 kr.) og Krónunni (769 kr.) liggur litlu ofar. Neytendum er þó bent á að hægt er að finna lægra lítraverð á rjóma í eins lítra fernu og getur munað um 100 krónum á lítrann á ódýrasta verði. Eins líters rjómi kostar 1.389 krónur í Prís borið saman við 1.395 krónur í Bónus og 1.396 krónur í Krónunni. Suðusúkkulaði í baksturinn var einnig á lægsta verðinu í Prís ef borið er saman verð á Konsúm suðusúkkulaði frá Nóa-Síríus (300 gr.) og Lindu suðusúkkulaði (200 gr.). Lægsta kílóverðið á suðusúkkulaði er hins vegar að finna í Bónus, á Bónus suðusúkkulaði (2.330 kr.) sem er 5 krónum ódýrara en Lindu suðusúkkulaðið í Prís (2.335 kr.). Jólasíldin ódýrust á tilboði í Nettó Jólasíldin frá ORA var ódýrust í Nettó (899 kr.) þegar Verðlagseftirlitið fór á vettvang. Vert er að taka fram að síldin var auglýst á tilboði í Nettó þegar verðtaka fór fram en almennt listaverð er 1.099 kr. Alls munaði fjögur hundruð krónum á lægsta og hæsta verði en jólasíldin var dýrust í Kjörbúðinni og Extra, á 1.299 krónur. Einungis munaði krónu á verðum í Bónus (998 kr.) og Krónunni (999 kr.). ORA-hátíðarsíld var einnig ódýrust í Nettó (742 kr.) þar sem hún var á tilboði en þar á eftir röðuðu sér Krónan (820 kr.), Hagkaup (949 kr.), og Fjarðarkaup (1.058 kr.). Dýrust var hátíðarsíldin í Kjörbúðinni á 1.099 kr. Marineruð síld frá ORA var ódýrust í Krónunni (598 kr.) en fyrir þá sem vilja erlenda síld mátti einnig finna síld frá Klädesholmen í nokkrum verslunum. Lauksíldin frá Klädesholmen var ódýrust í Fjarðarkaupum og kostaði 412 krónur. Í tilkynningu segir að verðsamanburður geti líka verið vandmeðfarinn. Til dæmis hafi marineruð ORA-síld í 590 gr. krukku kostaði 829 krónur í Bónus en Gestus-marineruð síld í 600 gr. krukku kostaði 699 krónur í Krónunni. Munurinn sé 19 prósent, en munurinn á kílóverði varanna tveggja sé 21 prósent. Hins vegar sé þurrvigt síldarinnar 300 gr. hjá ORA, en 250 gr. hjá Gestus. Ef bara sú vigt væri skoðuð væri kílóverð síldarinnar lægra á ORA-síldinni í Bónus, 2.763 kr./kg á móti 2.796 kr./kg á Gestus-síldinni í Krónunni. Lítill verðmunur á baunum Nokkuð lítill verðmunur var á grænum og gulum baunum frá ORA, 420 gr., þegar horft er á krónutölumun milli verslana. Hlutfallslegur munur gat þó numið allt að fjórðungi milli lægsta og hæsta verðs. Lægsta verðið á grænum baunum var í Prís (238 kr.) en þar á eftir fylgdu Bónus (247 kr.), Krónan (248 kr.), Nettó (249 kr.) og Fjarðarkaup (259 kr.). Á gulum baunum var lægsta verðið hins vegar í Kjörbúðinni (290 kr.) og Extra (290 kr.) en þar á eftir fylgdu Bónus (297 kr.) og Krónan (298 kr.). Hið sígilda rauðkál frá Beauvais var ódýrast á 379 kronur samkvæmt könnuninni í Bónus en hæsta verðið var að finna í Extra þar sem það kostaði yfir 40 prósent meira (529 kr.). Rauðkálið fannst einnig í Krónunni (380 kr.), Fjarðarkaupum (389 kr.), Nettó (419 kr.) og Hagkaupum (449 kr.). Á meðfylgjandi súluriti má sjá verð á völdu meðlæti Þriðjungsmunur var á lægsta og hæsta verði á malti og appelsíni í dós Verð á malti og appelsíni í 500 ml. dós var lægst í Prís af þeim verslunum sem verðlagseftirlitið heimsótti. Það er jafnframt ódýrasta fáanlega lítraverð á þessum sígilda jóladrykk. Dósin var á 269 krónur í Prís, borið saman við 277 krónur í Bónus, 278 krónur í Krónunni og 279 krónur í Fjarðarkaupum. Allt að þriðjungsmunur var á lægsta og hæsta verði á malti og appelsíni í dós en hæsta verðið var að finna í Kjörbúðinni og Extra. Ódýrasta flaska af kóki í gleri, 330 ml., var í Bónus á 225 krónur en hæsta verðið var 279 krónur í Hagkaupum og Kjörbúðinni. Sé ætlunin að finna lægsta lítraverðið er það að finna í kaupum á 4 x 2 ltr kókflöskum í Prís (144 kr./ltr). Í tilkynningu kemur fram að sumar jólavörur hafi hækkað verulega frá í fyrra. Til dæmis hafi Malt og appelsín í dós kostaði 199 krónur í Extra í fyrra en kosti nú 349 krónur. Það er 75 prósenta hækkun. Malt og appelsín í gleri hækkaði úr 209 krónum í 247 krónur í Bónus, eða um 18 prósent. Sama gildir um Krónuna, þar sem verðið fór úr 210 krónum í 248 krónur. Freyju 46 prósent suðusúkkulaði kostaði 359 krónur jólin 2023 í Bónus, 395 krónur í fyrra (10% hærra en árið áður), en kostar nú 609 krónur (54% hærra en í fyrra og 70 prósent hærra en 2023). Nóa konsúm suðusúkkulaði, 300 gr., hækkar um 35 prósent í Prís, úr 679 krónum í 919 krónur. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á algengum jólavörum í 8 verslunum í síðustu viku en áður hafði eftirlitið birt verðkönnun á jólakjöti. Verðmunur milli vara og verslana getur verið mjög breytilegur. Þó að verðmunur kunni að vera lítill í krónum á smáum einingum getur oft verið um töluverðan hlutfallslegan mun að ræða og oft um miklar fjárhæðir að ræða þegar gerð eru stór innkaup fyrir jólin. Verð voru könnuð í Prís, Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni og Extra. Jól Verðlag Matvöruverslun Tengdar fréttir Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. 16. desember 2025 11:44 Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5. desember 2025 15:23 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ segir að miðað sé við meðalverðmun á vörum sem fáanlegar eru í fleiri en einni verslun. Verðlag í Bónus og Krónunni liggi litlu ofar, en að jafnaði sé verð þar um tveimur til þremur prósentum hærra en þar sem varan finnst á lægsta verðinu. Í tilkynningu segir að vinsælar vörur séu ekki endilega fáanlegar í öllum verslunum og að verðbreytingar geti verið tíðar á þessum árstíma. Til dæmis hafi sala á hátíðarís frá Emmessís byrjað í Krónunni á verðinu 1.549 krónur í nóvemberbyrjun, en hafi síðan lækkað í 1.180 krónur eða um tæpan fjórðung. Í tilkynningu segir að algengt sé að munur sé á stærðum innan og milli verslana og því geti verið gagnlegt að gera samanburð ætli neytendur sér í hagkvæm innkaup um jólin. Hægt er að gera það í Nappinu. Verð á völdum hátíðarvörum má sjá í meðfylgjandi töflu. Konfektið þúsund krónum ódýrara í Prís Afar mikill munur getur verið á verði eftir því hvaða verslun og hvaða pakkning er valin. Hálfs lítra Pepsi í plasti kostaði til dæmis meira í Hagkaup (279 kr.) heldur en tveggja lítra Pepsi í Prís (259 kr.). Jafnvel sami eins kílóa kassinn af Nóa konfekti í lausu kostaði 1.100 krónur minna í Prís (5.399 kr.) en í Hagkaup (6.499 kr.). Mandarínur í lausu fengust á 485 krónur kílóið í Prís, en kílóverð á klementínum var frá 611 krónum í Krónunni upp í 699 krónur í Hagkaup. Lægsta kílóverð á laufabrauði var 2.653 krónur á ósteiktu laufabrauði frá Ömmubakstri í Prís. Ósteikt laufabrauð frá Ömmubakstri var ódýrara en ósteikt laufabrauð frá Kristjáns bakaríi í öllum fjórum verslunum þar sem bæði fengust það er í Prís, Bónus, Krónunni og Hagkaup. Steikt laufabrauð frá Ömmubakstri var einnig ódýrara en steikt laufabrauð frá Kristjánsbakaríi í öllum verslunum þar sem bæði fengustm, samkvæmt verðlagskönnuninni, það er í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Fjarðarkaup. Samkvæmt könnun var munurinn á Ömmubakstri og Kristjáns steiktu laufabrauði allt frá sjö prósentum í Hagkaup upp í 18 prósent í Fjarðarkaup þegar kílóverð eru borin saman. Vegan laufabrauð 70 prósent dýrara Vegan laufabrauð frá Ömmubakstri var ódýrast í Bónus, en kílóverðið á því þar (7.539 kr.) var 70 prósent hærra en á ódýrasta steikta laufabrauðinu, sem var Ódýrt laufabrauð í Krónunni (4.410 kr./kg). Fjarðarkaup buðu upp á lægsta kílóverð á Lindukonfekti, en 900 gr. kassi kostaði 3.998 krónur þar. Kassinn kostaði 4.289 krónur í Bónus en 4.999 krónur í Hagkaup. Kílóverðið á Lindukonfekti var nokkru lægra en á Nóakonfekti, sem var lægst 5.399 kr./kg í Prís fyrir eitt kíló af Nóakonfekti í lausu. Kílóverð á 900 gramma kassa frá Lindu var lægra en kílóverð á eins kílóa Nóa konfektkassans í Prís í öllum verslunum nema Hagkaup, þar sem það var 5.554 krónur. Hæsta kílóverð á Nóakonfekti í Bónus var á 135 gr. kassa, 14.995 kr./kg. Hæsta kílóverð í Bónus á Lindukonfekti var aftur á móti á 220 gr. kassa, 8.172 kr./kg. Verðbil á konfekti getur því verið sérlega breitt eftir því hvaða kassi er keyptur og í hvaða verslun. Nýjasta samanburð á kílóverði konfekts og á öðrum vörum má finna á heimasíðu verðlagseftirlitsins. Þar má líka sjá að 900 grömm af Quality Street-molum kostaði frá 1.799 kronum í Prís upp í 2.299 krónur í Nettó. Smjörið og rjóminn ódýrastur í Prís Ódýrasta smjörið fæst í Prís, 798 krónur fyrir 500 grömm af smjöri sem jafnframt var lægsta fáanlega kílóverð á smjöri. Verð á smjöri í Kjörbúðinni og Extra var einungis krónu dýrara. Í Bónus og Fjarðarkaupum kostaði sama eining 819 krónur og verðið í Krónunni var krónu dýrara, 820 krónur. Smjörið var nokkuð dýrara í Hagkaupum, á 909 krónur. Rjóminn er einnig ódýrastur í Prís þar sem 500 ml. af 36 prósent rjóma fæst á 749 kr. Verðið í Bónus (768 kr.) og Krónunni (769 kr.) liggur litlu ofar. Neytendum er þó bent á að hægt er að finna lægra lítraverð á rjóma í eins lítra fernu og getur munað um 100 krónum á lítrann á ódýrasta verði. Eins líters rjómi kostar 1.389 krónur í Prís borið saman við 1.395 krónur í Bónus og 1.396 krónur í Krónunni. Suðusúkkulaði í baksturinn var einnig á lægsta verðinu í Prís ef borið er saman verð á Konsúm suðusúkkulaði frá Nóa-Síríus (300 gr.) og Lindu suðusúkkulaði (200 gr.). Lægsta kílóverðið á suðusúkkulaði er hins vegar að finna í Bónus, á Bónus suðusúkkulaði (2.330 kr.) sem er 5 krónum ódýrara en Lindu suðusúkkulaðið í Prís (2.335 kr.). Jólasíldin ódýrust á tilboði í Nettó Jólasíldin frá ORA var ódýrust í Nettó (899 kr.) þegar Verðlagseftirlitið fór á vettvang. Vert er að taka fram að síldin var auglýst á tilboði í Nettó þegar verðtaka fór fram en almennt listaverð er 1.099 kr. Alls munaði fjögur hundruð krónum á lægsta og hæsta verði en jólasíldin var dýrust í Kjörbúðinni og Extra, á 1.299 krónur. Einungis munaði krónu á verðum í Bónus (998 kr.) og Krónunni (999 kr.). ORA-hátíðarsíld var einnig ódýrust í Nettó (742 kr.) þar sem hún var á tilboði en þar á eftir röðuðu sér Krónan (820 kr.), Hagkaup (949 kr.), og Fjarðarkaup (1.058 kr.). Dýrust var hátíðarsíldin í Kjörbúðinni á 1.099 kr. Marineruð síld frá ORA var ódýrust í Krónunni (598 kr.) en fyrir þá sem vilja erlenda síld mátti einnig finna síld frá Klädesholmen í nokkrum verslunum. Lauksíldin frá Klädesholmen var ódýrust í Fjarðarkaupum og kostaði 412 krónur. Í tilkynningu segir að verðsamanburður geti líka verið vandmeðfarinn. Til dæmis hafi marineruð ORA-síld í 590 gr. krukku kostaði 829 krónur í Bónus en Gestus-marineruð síld í 600 gr. krukku kostaði 699 krónur í Krónunni. Munurinn sé 19 prósent, en munurinn á kílóverði varanna tveggja sé 21 prósent. Hins vegar sé þurrvigt síldarinnar 300 gr. hjá ORA, en 250 gr. hjá Gestus. Ef bara sú vigt væri skoðuð væri kílóverð síldarinnar lægra á ORA-síldinni í Bónus, 2.763 kr./kg á móti 2.796 kr./kg á Gestus-síldinni í Krónunni. Lítill verðmunur á baunum Nokkuð lítill verðmunur var á grænum og gulum baunum frá ORA, 420 gr., þegar horft er á krónutölumun milli verslana. Hlutfallslegur munur gat þó numið allt að fjórðungi milli lægsta og hæsta verðs. Lægsta verðið á grænum baunum var í Prís (238 kr.) en þar á eftir fylgdu Bónus (247 kr.), Krónan (248 kr.), Nettó (249 kr.) og Fjarðarkaup (259 kr.). Á gulum baunum var lægsta verðið hins vegar í Kjörbúðinni (290 kr.) og Extra (290 kr.) en þar á eftir fylgdu Bónus (297 kr.) og Krónan (298 kr.). Hið sígilda rauðkál frá Beauvais var ódýrast á 379 kronur samkvæmt könnuninni í Bónus en hæsta verðið var að finna í Extra þar sem það kostaði yfir 40 prósent meira (529 kr.). Rauðkálið fannst einnig í Krónunni (380 kr.), Fjarðarkaupum (389 kr.), Nettó (419 kr.) og Hagkaupum (449 kr.). Á meðfylgjandi súluriti má sjá verð á völdu meðlæti Þriðjungsmunur var á lægsta og hæsta verði á malti og appelsíni í dós Verð á malti og appelsíni í 500 ml. dós var lægst í Prís af þeim verslunum sem verðlagseftirlitið heimsótti. Það er jafnframt ódýrasta fáanlega lítraverð á þessum sígilda jóladrykk. Dósin var á 269 krónur í Prís, borið saman við 277 krónur í Bónus, 278 krónur í Krónunni og 279 krónur í Fjarðarkaupum. Allt að þriðjungsmunur var á lægsta og hæsta verði á malti og appelsíni í dós en hæsta verðið var að finna í Kjörbúðinni og Extra. Ódýrasta flaska af kóki í gleri, 330 ml., var í Bónus á 225 krónur en hæsta verðið var 279 krónur í Hagkaupum og Kjörbúðinni. Sé ætlunin að finna lægsta lítraverðið er það að finna í kaupum á 4 x 2 ltr kókflöskum í Prís (144 kr./ltr). Í tilkynningu kemur fram að sumar jólavörur hafi hækkað verulega frá í fyrra. Til dæmis hafi Malt og appelsín í dós kostaði 199 krónur í Extra í fyrra en kosti nú 349 krónur. Það er 75 prósenta hækkun. Malt og appelsín í gleri hækkaði úr 209 krónum í 247 krónur í Bónus, eða um 18 prósent. Sama gildir um Krónuna, þar sem verðið fór úr 210 krónum í 248 krónur. Freyju 46 prósent suðusúkkulaði kostaði 359 krónur jólin 2023 í Bónus, 395 krónur í fyrra (10% hærra en árið áður), en kostar nú 609 krónur (54% hærra en í fyrra og 70 prósent hærra en 2023). Nóa konsúm suðusúkkulaði, 300 gr., hækkar um 35 prósent í Prís, úr 679 krónum í 919 krónur. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á algengum jólavörum í 8 verslunum í síðustu viku en áður hafði eftirlitið birt verðkönnun á jólakjöti. Verðmunur milli vara og verslana getur verið mjög breytilegur. Þó að verðmunur kunni að vera lítill í krónum á smáum einingum getur oft verið um töluverðan hlutfallslegan mun að ræða og oft um miklar fjárhæðir að ræða þegar gerð eru stór innkaup fyrir jólin. Verð voru könnuð í Prís, Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni og Extra.
Jól Verðlag Matvöruverslun Tengdar fréttir Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. 16. desember 2025 11:44 Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5. desember 2025 15:23 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Sjá meira
Jólakjötið töluvert dýrara í ár Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari. 16. desember 2025 11:44
Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja. 5. desember 2025 15:23