Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 18:03 Strengirnir eru alls 36 kílómetrar á lengd. Landsnet Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur í dag. Í tilkynningu frá Landsneti segir að það sé sögulegt skref og að með tilkomu strengjanna aukist afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja. Nú sjái þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Nýju strengirnir tryggja Vestmannaeyjum aukið afhendingaröryggi og skapa sterkan grunn fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs og samfélags í Eyjum.“ segir Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets, í tilkynningu. Nýju strengirnir eru alls um 36 kílómetrar að lengd, 10 kílómetrar á landi og 26 kílómetrar í sjó og auka flutningsgetu til Eyja um allt að 120 MVA og tryggja Vestmannaeyjum örugga orkutengingu til framtíðar. Þar kemur einnig fram að lagning nýrra strengja til Eyja hafi lengi verið til umræðu en eftir bilun í Vestmannaeyjastreng 3 árið 2023 hafi verið ákveðið að flýta framkvæmdum. Eftir útboð var samið við Hengtong Submarine Cable um framleiðslu og lagningu strengjanna, en Seaworks, sem undirverktaki, sá um lagningu þeirra. Lagning strengjanna fór fram sumarið 2025 og gengu framkvæmdir vel, veðurskilyrði voru hagstæð og viljum við þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir frábæra samvinnu. Verkefnið fól í sér að endurnýja og stækka tengivirkið Rimakot í Landeyjafjöru og settur var upp nýr búnaður í Vestmannaeyjum ásamt því að leggja tvo nýja strengi þar á milli. Samhliða Vestmannaeyjastrengjunum var nýr 132 kV jarðstrengur, Rimakotslína 2, tekinn í rekstur og styrkir hann flutningskerfi raforku á Suðurlandi og tengir Vestmannaeyjar enn frekar við meginflutningskerfið. Strengurinn var lagður á árunum 2024 og 2025 milli Hellu og tengivirkis Landsnets í Rimakoti í Landeyjarfjöru. Strengurinn er 36 km langur, lengsti jarðstrengurinn í kerfi Landsnets. Orkumál Vestmannaeyjar Sæstrengir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira
„Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Nýju strengirnir tryggja Vestmannaeyjum aukið afhendingaröryggi og skapa sterkan grunn fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs og samfélags í Eyjum.“ segir Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets, í tilkynningu. Nýju strengirnir eru alls um 36 kílómetrar að lengd, 10 kílómetrar á landi og 26 kílómetrar í sjó og auka flutningsgetu til Eyja um allt að 120 MVA og tryggja Vestmannaeyjum örugga orkutengingu til framtíðar. Þar kemur einnig fram að lagning nýrra strengja til Eyja hafi lengi verið til umræðu en eftir bilun í Vestmannaeyjastreng 3 árið 2023 hafi verið ákveðið að flýta framkvæmdum. Eftir útboð var samið við Hengtong Submarine Cable um framleiðslu og lagningu strengjanna, en Seaworks, sem undirverktaki, sá um lagningu þeirra. Lagning strengjanna fór fram sumarið 2025 og gengu framkvæmdir vel, veðurskilyrði voru hagstæð og viljum við þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir frábæra samvinnu. Verkefnið fól í sér að endurnýja og stækka tengivirkið Rimakot í Landeyjafjöru og settur var upp nýr búnaður í Vestmannaeyjum ásamt því að leggja tvo nýja strengi þar á milli. Samhliða Vestmannaeyjastrengjunum var nýr 132 kV jarðstrengur, Rimakotslína 2, tekinn í rekstur og styrkir hann flutningskerfi raforku á Suðurlandi og tengir Vestmannaeyjar enn frekar við meginflutningskerfið. Strengurinn var lagður á árunum 2024 og 2025 milli Hellu og tengivirkis Landsnets í Rimakoti í Landeyjarfjöru. Strengurinn er 36 km langur, lengsti jarðstrengurinn í kerfi Landsnets.
Orkumál Vestmannaeyjar Sæstrengir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Sjá meira