Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2025 12:02 Arna Lára segir öllum spurningum Sigmundar Ernis hafa verið svarað í gær. Málið verði áfram bara til umfjöllunar í þinginu. Vísir Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir eðlilegt að upp vakni spurningar um innleiðingu kílómetragjalds. Innleiðingin sé klár og kerfið tilbúið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í gærkvöldi að frumvarp um kílómetragjald yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst, sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu sem hafði lýst áhyggjum af innleiðingu gjaldsins hjá Skattinum. Í póstinum sagði Sigmundur Ernir að hann myndi krefjast þess að útfærslur gjaldsins yrðu endurmetnar. Hann segir sjálfur að ekkert í póstinum þoli ekki dagsljósið. Nefndin kom saman í morgun en aðeins eitt mál var á dagskrá, bandormurinn svokallaði sem er fyrstur á dagskrá þingsins í dag. „Tæknilega er ekki hægt að taka upp mál á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þegar það er til umræðu í þingsal. Málið er enn til umræðu í þingsal en við ræddum þetta auðvitað undir önnur mál og fórum yfir áhyggjur fólks af innleiðingunni. Við höfum fengið gögn um að innleiðingin sé klár og kerfið sé tilbúið að taka við þessum lagabreytingum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir formaður nefndarinnar. Hún segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stöðunni þegar verið sé að innleiða svona stórar kerfisbreytingar og upp vakni spurningar. Eðlilega hafi Sigmundur Ernir viljað spyrja spurninga. „Hann spurði spurninga og hefur fengið svar við þeim. Hann svaraði okkur öllum í gær og sagðist vera orðinn sáttur. Þannig að þetta mál er úr sögunni.“ Eins og áður segir er málið til meðferðar í þinginu og er framhald þriðju umræðu á dagskrá síðar í dag. Engar frekari breytingar verða gerðar. „Nei, ekki af hálfu nefndarinnar,“ segir Arna Lára. Alþingi Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. 17. desember 2025 22:11 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44 Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12. desember 2025 00:06 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í gærkvöldi að frumvarp um kílómetragjald yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst, sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu sem hafði lýst áhyggjum af innleiðingu gjaldsins hjá Skattinum. Í póstinum sagði Sigmundur Ernir að hann myndi krefjast þess að útfærslur gjaldsins yrðu endurmetnar. Hann segir sjálfur að ekkert í póstinum þoli ekki dagsljósið. Nefndin kom saman í morgun en aðeins eitt mál var á dagskrá, bandormurinn svokallaði sem er fyrstur á dagskrá þingsins í dag. „Tæknilega er ekki hægt að taka upp mál á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þegar það er til umræðu í þingsal. Málið er enn til umræðu í þingsal en við ræddum þetta auðvitað undir önnur mál og fórum yfir áhyggjur fólks af innleiðingunni. Við höfum fengið gögn um að innleiðingin sé klár og kerfið sé tilbúið að taka við þessum lagabreytingum,“ segir Arna Lára Jónsdóttir formaður nefndarinnar. Hún segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stöðunni þegar verið sé að innleiða svona stórar kerfisbreytingar og upp vakni spurningar. Eðlilega hafi Sigmundur Ernir viljað spyrja spurninga. „Hann spurði spurninga og hefur fengið svar við þeim. Hann svaraði okkur öllum í gær og sagðist vera orðinn sáttur. Þannig að þetta mál er úr sögunni.“ Eins og áður segir er málið til meðferðar í þinginu og er framhald þriðju umræðu á dagskrá síðar í dag. Engar frekari breytingar verða gerðar. „Nei, ekki af hálfu nefndarinnar,“ segir Arna Lára.
Alþingi Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. 17. desember 2025 22:11 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44 Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12. desember 2025 00:06 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. 17. desember 2025 22:11
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. 12. desember 2025 00:06