„Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. desember 2025 07:01 Fríða Ísberg glímdi við brjóstaþoku framan af skrifum á nýjustu bók sinni og fyrir vikið er bókin lengi vel hulin þoku. Sjálf þurfti hún að takast á við eigin snobb gagnvart bókmenntum við skrifin. Vísir/Vilhelm Eftir að hafa tekist á við pólitískan samtíma í fyrstu skáldsögu sinni horfir Fríða Ísberg til fortíðar og vinnur upp úr þjóðsagnaarfinum í þeirri nýjustu. Brjóstaþoka eftir barneignir smitaðist inn í bókina en í marga mánuði sat Fríða föst í sögunni, komst ekki áfram í skrifunum og starði bara út í loftið. Fríða Ísberg vakti fyrst athygli með ljóðabókunum Slitförunum (2017) og Leðurjakkaveðri (2019) og smásagnasafninu Kláða (2018) sem hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsaga Fríðu, framtíðarsagan Merking (2021) sló rækilega í gegn og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Eftir skáldsögufrumraunina tók þó við nokkurra ára bið eftir næstu skáldsögu Fríðu. Þar spilaði ýmislegt inn í: barneignir, velgengni Merkingar og bölvanleg ritstífla sem varði í marga mánuði. En nú er hún komin, Huldukonan, fjölskyldusaga sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi og teygir sig yfir margra áratuga tímabil á 20. öld. Þar segir frá einsetumanninum Sigvalda, eina karlmanninum í Lohr-fjölskyldunni, sem birtist einn daginn á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla dóttur sína og neitar að svara því hver móðirin er. Konurnar í fjölskyldunni reyna að komast til botns í málinu. Langaði að skoða allar klisjur íslenskra bókmennta Úr pólitískri framtíðarsögu sem tekst á við samtímann í ævintýralega skáldsögu sem gerist að stórum hluta á fyrri hluta síðustu aldar. Af hverju þessi skörpu skil? „Þetta kom bara svona mjög náttúrulega af því að ég var svo lengi föst með Merkingu. Og þegar ég segi föst, þá hljómar það mjög vanþakklátt en ég þurfti að fylgja henni svo lengi eftir. Hún kom út 2021 á Íslandi en kom síðan ekki út í útlöndum fyrr en 2023,“ segir Fríða. „Þannig það var bara eðlilegt viðbragð að búa sér til algjörlega nýtt herbergi þar sem var engin skörun. Mesta áskorunin þegar maður er að byrja á nýju verki er að finna nýjan andardrátt og nýjan riþma. Núna er ég til dæmis að byrja á nýju verki og finn að ég er að endurvinna gamlar setningar úr Huldukonunni, því þetta er bara ennþá í kerfinu. Auk tveggja skáldsagna, tveggja ljóðabóka og eins smásagnasafns hefur Fríða skrifað nokkrar bækur með Svikaskáldum.Vísir/Vilhelm Hana langaði líka að skoða fortíðina, hafandi verið nýbúin að velta framtíðinni fyrir sér. „Þegar maður skoðar íslenskar bókmenntir út frá fortíðinni, þá eru þær svolítið keimlíkar, það er sveitarómantíkin, landsbyggðin, farið úr sveit í borg, iðnbyltingin og vélvæðing. Og á einhverjum tímapunkti hugsaði ég með mér: „Ég ætla að skoða allar klisjurnar.“ Svona eins og jóladagatal, opna allar klisjur sem ég finn í íslenskum bókmenntum og skoða þær,“ segir hún. Sú vinna hafi þróast náttúrulega en á ákveðnum tímapunkti hætti hún því og fór frekar að velta því fyrir sér hvað fantasía væri. „Mér finnst mjög spennandi að hugsa fortíðina sem fantasíu.“ Hve mikið tapast með einni ömmu? „Fyrir fólk sem er fætt nálægt aldamótum þá er 20. öldin fantasía. Þá hugsar maður: „Hvað er fantasía?“ Það sem ég meina er að frásögnin um 20. öldina er búin að taka yfir raunveruleika 20. aldarinnar,“ segir Fríða. „Þannig verður sagnfræðin að þjóðsögu; þegar munnmælin gera grasið grænna með hverri sögunni og fjallkonuna hræðilegri með hverju skiptinu. Smám saman fara ýkjurnar að skerpast sem ég held að sé mjög eðlileg leið fyrir okkur til þess að muna hluti, að ýkja þá.“ Á þessu tímabili missti Fríða ömmu sína sem varð 92 ára gömul. Hún fór í kjölfarið mikið að velta fyrir sér minni og öllu því sem tapaðist við brotthvarfið. Fortíðin breytist alltaf á endanum í fantasíu.Vísir/Vilhelm „Það koma þessar eðlilegu hugsanir, öll þekkingin sem fer með henni, allur heimurinn sem fer með henni og allt sem við erum að missa með þessari kynslóð. Hvað hver kynslóð tekur með sér af þekkingu sem hefur ekki einhvern veginn skilað sér áfram af því að við höfum ekki þörf eða not fyrir hana því það er búið að leysa hana af með nýja tækni,“ segir hún. Huldukonunni má þannig lýsa sem sögulegri skáldsögu en þó með ævintýralegu ívafi. Sögulegar skáldsögur hafa verið sérstaklega vinsælt form hjá íslenskum rithöfunum síðastliðin árþ Er það fortíðarþrá eða samtímaleiði eða eitthvað allt annað? „Ég er reyndar með smá samfélagslega kenningu um þetta. Ég held að síðastliðin fimmtán ár þá hafi rithöfundar, sem hafa notið ýmissa forréttinda, fundið að jaðarhópar eða minnihlutahópar væru með sviðið og væru að kryfja samtímann. Ég held að þetta hafi verið viðbragð við þeirri bylgju.“ Ekki má gleyma barninu Blaðamaður leiðir talið aftur að ferlinu, fyrstu fjórar bækur Fríðu komu út á fimm ára tímabili en svo liðu allt í einu fjögur ár. Hægði velgengni Merkingar svona á hlutunum eða kom eitthvað meira til. „Við gleymum að taka með í reikninginn að ég eignast barn á þessu tímabili. Þannig það var fæðingarorlof inni í þessum tíma. Þegar barnið kemst ekki á leikskóla fyrr en það er orðið eins og hálfs árs þá er góður biti farinn af þessum fjórum árum,“ segir hún. Þá bætir hún við að fjögur ár milli bóka séu í raun fullkomin lengd. Í draumaheimi myndi hún gefa bækur út á fjögurra ára fresti og jafnvel láta staðar við níu bækur talsins, eins og sinfóníurnar. „Fyrir mig persónulega, ef ég myndi gefa út bækur hraðar, þá held ég að ég myndi bara skrifa næsta part af verkinu þar á undan. Ég myndi bara ekki ná að gera nýtt sjálfstætt verk þannig.“ Dagar urðu að mánuðum Huldukonan fjallar um örlagaríkan barnsburð og höfundurinn eignaðist barn á miðju skriftímabilinu. Barn hlýtur að móta bók, sérstaklega þegar hún hverfist í kringum eitt slíkt. „Ég var ótrúlega lengi vaðandi í þoku og það er kannski þess vegna sem bókin er mjög lengi með mikla þoku,“ segir Fríða sem vill þó ekki segja of mikið til að spilla ekki sögunni. „Ég var í tvö ár að finna upp lögmál heimsins í bókinni - það má orða það þannig.“ „Þetta var erfiðasta hugmyndavinnan sem ég hef gert og ég var alltaf að segja við Einar Kára, vin minn og ritstjóra: „Ég kemst ekkert inn í heiminn sem ég er að reyna að skapa og er bara læst úti.“ Síðan þegar hann las bókina þá fannst honum heimssköpunin borðleggjandi. Ef ég hef gert eitthvað rétt, þá er það allavega að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt,“ segir Fríða. Skrifin reyndust líka miklu meira krefjandi en Fríða átti von á. Mánuðum saman fannst henni ekkert ganga og langaði hana helst til að gefast upp. Fríða tekst á við ýmiss konar málefni og fyrirbæri í Huldukonunni.Vísir/Vilhelm „Ég fór á vinnustofuna og sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann að reyna að upphugsa ný lögmál. Skrifaði og eyddi, skrifaði og eyddi. Fór heim alveg miður mín eftir vinnudaginn því þetta gekk ekkert í marga, marga mánuði. Það er virkilega krefjandi þegar ekkert gengur í marga mánuði,“ segir hún. „Maður verður alveg óþolinmóður eftir viku. En síðan þegar vika verður að einum mánuði og þegar einn mánuður verður að sex mánuðum, þá er maður bara orðinn að einhverju... ég veit ekki einu sinni að hverju maður verður. Svo bara gerðist eitthvað, ég komst allt í einu inn og þá fór allt að vera gaman aftur.“ Var það einhver hugsun eða hlutur sem kveikti neistann? „Það var bara linnulaus helvítis seta og vinna. Það er ekki hægt að eigna þetta neinu öðru heldur en bara að mæta í vinnuna,“ segir Fríða. „Maður reynir í fjögur ár að treysta ferlinu en síðan virkar ferlið ekki, mánuðum saman. Þá hugsar maður: „Ég verð bara að byrja á einhverju nýju.“ Ég vinn í Gröndalshúsi með öðrum rithöfundum, Sunnu Dís, Brynju Hjálmsdóttur og Pedro Gunnlaugi, og var alltaf eins og eyrnaslapi: „Ég verð að henda þessari bók frá mér,“ þannig ég er með vitni að þessu vonleysi. En þegar maður kemst í gegn, þá er víman svo ótrúleg. Þegar allt smellur verður það þess virði á endanum.“ „Maður verður að trúa á mannsandann“ Bókmenntalestur fer dvínandi og það sem virðist helst seljast eru afþreyingarbókmenntir: glæpasögur, barnabækur og ævisögur. Bækur hafa misst vægið sem þær höfðu áður og því veltir blaðamaður því fyrir sér hvort bókmenntir séu enn viðeigandi tól til að takast á við málin og hreyfa við hlutum. Bók verður ekki bók fyrr en búið er að lesa hana, að mati Fríðu. Höfundurinn skapi annan helminginn og lesandinn hinn.Vísir/Vilhelm „Ég trúi því hundrað prósent að bókmenntir geti haft áhrif á samfélagslega umræðu og orðræðu,“ segir Fríða. „Með Merkingu var ég rosalega oft spurð um hlutverk höfundarins í samtímanum og það eru skiptar skoðanir. Margir stærstu rithöfundar í heimi eru að svara þessari spurningu neitandi og segja að bókmenntirnar séu orðnar jaðarsport og ekki lengur í miðjunni á umræðunni, að neinu leyti.“ „Maður verður samt bara að trúa því að allt sé umræða og öll samræða sé af hinu góða. Svo framarlega sem við tökum þátt í einhvers konar samræðu, gegnum hvaða listform sem er eða yfir hvaða eldhúsborð sem er, þá er það af hinu góða,“ bætir hún við. „Öll samræða, hvernig sem hún er, mun á endanum þroska mannsandann og maður verður að trúa á mannsandann.“ Þurfti að takast á við eigið snobb „Mig langar að taka þátt í samfélagslegri umræðu en þegar ég fór að skrifa ævintýri var mjög erfitt að setja inn einhvers konar greinandi krítík,“ segir Fríða um Huldukonuna. Hún byrjaði að skrifa söguna út frá fjarlægum og kaldhæðnum vinkli til að takast á við klisjur og minni. Sú nálgun reyndist röng og eftir því sem leið á fann Fríða hvað ævintýrið kallaði á hana. Hún þurfti því að afbyggja „eigið innbyggða snobb gagnvart bókmenntum.“ Kápa Huldukonunnar er hönnuð af Silvíu Sif Ólafsdóttur, vöruhönnuði og nema í grafískri hönnun. „Sem ógeðslega þreytt mamma leitaði ég í þægindi bókarinnar og mér leið alltaf betur og betur og betur því innar sem ég fór í ævintýrið. Og alltaf þegar ég las yfir það sem átti að vera greinandi eða bókmenntalegt fannst mér ég kippa sjálfri mér sem lesanda út úr ævintýrinu,“ segir hún. „Mér fannst ég vera að svíkja ævintýrið sem ég var búin að skapa þannig á endanum tók ég það allt út og leyfði ævintýrinu að standa fullkomlega sjálfu.“ Fríða þurfti því að takast á við eigin afstöðu til sögunnar og gildi hennar. Sjálf hafði hún tönglast á því við fólk að sagan væri ekki bókmennt heldur afþreying, líkt og risastór gjá væri þar á milli. „Hvað er þá bókmennt? Er það bara ef þú ert að koma með eitthvað nýtt púsl inn í umræðuna? Mér líður eins og ég sé ekki að gera það í þessari bók. En hvað eru þá bækur að gera? Af hverju erum við að segja þjóðsögurnar?“ „Við erum bara að þreyja veturinn. Og þá kemur þessi tenging milli orðsins afþreyingar og að þreyja veturinn. Þess vegna er ég líka oft að lesa bækur. Oft er ég bara að fara inn í gott rými þar sem ég á ekki að stækka sjálfa mig sem hugsandi veru heldur bara dvelja þar,“ segir hún. Bók eins og einhliða samræða En hvað vill Fríða að sitji eftir hjá lesendum að lestri Huldukonunnar loknum. Sjálf segist hún ekki vita það, hún þjáist af algjörri blindu og viti sjálf ekki alveg hvað hún sé að senda út til lesenda. Fríða veit ekki hvað bókin á að skilja eftir.Vísir/Vilhelm „Það var nákvæmlega sama tilfinning sem ég hafði gagnvart Merkingu. Þó hún hafi verið há-hugmyndafræðilegt verk þá vissi ég ekkert hvað þetta var þegar ég sendi hana út. Mér líður alltaf eins og ég sé að senda út einhliða samræðu,“ segir hún. Bók án lesenda sé í raun bara hálf bók. Höfundurinn viti ekki innihaldið fyrr en verkið er lesið. „Ég sé bara helminginn af því sem að bókin er. Ég sé bara það sem ég er að segja en ég ekki hvernig hinn aðilinn bregst við því og það saman býr til bókina. Þetta er hin fullkomna blinda höfundarins,“ segir hún. „Þannig ég veit ekki af hverju fólk myndi elska eða hata þessa bók.“ Höfundatal Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira
Fríða Ísberg vakti fyrst athygli með ljóðabókunum Slitförunum (2017) og Leðurjakkaveðri (2019) og smásagnasafninu Kláða (2018) sem hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fyrsta skáldsaga Fríðu, framtíðarsagan Merking (2021) sló rækilega í gegn og hefur síðan verið þýdd á fjölda tungumála. Eftir skáldsögufrumraunina tók þó við nokkurra ára bið eftir næstu skáldsögu Fríðu. Þar spilaði ýmislegt inn í: barneignir, velgengni Merkingar og bölvanleg ritstífla sem varði í marga mánuði. En nú er hún komin, Huldukonan, fjölskyldusaga sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi og teygir sig yfir margra áratuga tímabil á 20. öld. Þar segir frá einsetumanninum Sigvalda, eina karlmanninum í Lohr-fjölskyldunni, sem birtist einn daginn á dyraþrepi móður sinnar með mánaðargamla dóttur sína og neitar að svara því hver móðirin er. Konurnar í fjölskyldunni reyna að komast til botns í málinu. Langaði að skoða allar klisjur íslenskra bókmennta Úr pólitískri framtíðarsögu sem tekst á við samtímann í ævintýralega skáldsögu sem gerist að stórum hluta á fyrri hluta síðustu aldar. Af hverju þessi skörpu skil? „Þetta kom bara svona mjög náttúrulega af því að ég var svo lengi föst með Merkingu. Og þegar ég segi föst, þá hljómar það mjög vanþakklátt en ég þurfti að fylgja henni svo lengi eftir. Hún kom út 2021 á Íslandi en kom síðan ekki út í útlöndum fyrr en 2023,“ segir Fríða. „Þannig það var bara eðlilegt viðbragð að búa sér til algjörlega nýtt herbergi þar sem var engin skörun. Mesta áskorunin þegar maður er að byrja á nýju verki er að finna nýjan andardrátt og nýjan riþma. Núna er ég til dæmis að byrja á nýju verki og finn að ég er að endurvinna gamlar setningar úr Huldukonunni, því þetta er bara ennþá í kerfinu. Auk tveggja skáldsagna, tveggja ljóðabóka og eins smásagnasafns hefur Fríða skrifað nokkrar bækur með Svikaskáldum.Vísir/Vilhelm Hana langaði líka að skoða fortíðina, hafandi verið nýbúin að velta framtíðinni fyrir sér. „Þegar maður skoðar íslenskar bókmenntir út frá fortíðinni, þá eru þær svolítið keimlíkar, það er sveitarómantíkin, landsbyggðin, farið úr sveit í borg, iðnbyltingin og vélvæðing. Og á einhverjum tímapunkti hugsaði ég með mér: „Ég ætla að skoða allar klisjurnar.“ Svona eins og jóladagatal, opna allar klisjur sem ég finn í íslenskum bókmenntum og skoða þær,“ segir hún. Sú vinna hafi þróast náttúrulega en á ákveðnum tímapunkti hætti hún því og fór frekar að velta því fyrir sér hvað fantasía væri. „Mér finnst mjög spennandi að hugsa fortíðina sem fantasíu.“ Hve mikið tapast með einni ömmu? „Fyrir fólk sem er fætt nálægt aldamótum þá er 20. öldin fantasía. Þá hugsar maður: „Hvað er fantasía?“ Það sem ég meina er að frásögnin um 20. öldina er búin að taka yfir raunveruleika 20. aldarinnar,“ segir Fríða. „Þannig verður sagnfræðin að þjóðsögu; þegar munnmælin gera grasið grænna með hverri sögunni og fjallkonuna hræðilegri með hverju skiptinu. Smám saman fara ýkjurnar að skerpast sem ég held að sé mjög eðlileg leið fyrir okkur til þess að muna hluti, að ýkja þá.“ Á þessu tímabili missti Fríða ömmu sína sem varð 92 ára gömul. Hún fór í kjölfarið mikið að velta fyrir sér minni og öllu því sem tapaðist við brotthvarfið. Fortíðin breytist alltaf á endanum í fantasíu.Vísir/Vilhelm „Það koma þessar eðlilegu hugsanir, öll þekkingin sem fer með henni, allur heimurinn sem fer með henni og allt sem við erum að missa með þessari kynslóð. Hvað hver kynslóð tekur með sér af þekkingu sem hefur ekki einhvern veginn skilað sér áfram af því að við höfum ekki þörf eða not fyrir hana því það er búið að leysa hana af með nýja tækni,“ segir hún. Huldukonunni má þannig lýsa sem sögulegri skáldsögu en þó með ævintýralegu ívafi. Sögulegar skáldsögur hafa verið sérstaklega vinsælt form hjá íslenskum rithöfunum síðastliðin árþ Er það fortíðarþrá eða samtímaleiði eða eitthvað allt annað? „Ég er reyndar með smá samfélagslega kenningu um þetta. Ég held að síðastliðin fimmtán ár þá hafi rithöfundar, sem hafa notið ýmissa forréttinda, fundið að jaðarhópar eða minnihlutahópar væru með sviðið og væru að kryfja samtímann. Ég held að þetta hafi verið viðbragð við þeirri bylgju.“ Ekki má gleyma barninu Blaðamaður leiðir talið aftur að ferlinu, fyrstu fjórar bækur Fríðu komu út á fimm ára tímabili en svo liðu allt í einu fjögur ár. Hægði velgengni Merkingar svona á hlutunum eða kom eitthvað meira til. „Við gleymum að taka með í reikninginn að ég eignast barn á þessu tímabili. Þannig það var fæðingarorlof inni í þessum tíma. Þegar barnið kemst ekki á leikskóla fyrr en það er orðið eins og hálfs árs þá er góður biti farinn af þessum fjórum árum,“ segir hún. Þá bætir hún við að fjögur ár milli bóka séu í raun fullkomin lengd. Í draumaheimi myndi hún gefa bækur út á fjögurra ára fresti og jafnvel láta staðar við níu bækur talsins, eins og sinfóníurnar. „Fyrir mig persónulega, ef ég myndi gefa út bækur hraðar, þá held ég að ég myndi bara skrifa næsta part af verkinu þar á undan. Ég myndi bara ekki ná að gera nýtt sjálfstætt verk þannig.“ Dagar urðu að mánuðum Huldukonan fjallar um örlagaríkan barnsburð og höfundurinn eignaðist barn á miðju skriftímabilinu. Barn hlýtur að móta bók, sérstaklega þegar hún hverfist í kringum eitt slíkt. „Ég var ótrúlega lengi vaðandi í þoku og það er kannski þess vegna sem bókin er mjög lengi með mikla þoku,“ segir Fríða sem vill þó ekki segja of mikið til að spilla ekki sögunni. „Ég var í tvö ár að finna upp lögmál heimsins í bókinni - það má orða það þannig.“ „Þetta var erfiðasta hugmyndavinnan sem ég hef gert og ég var alltaf að segja við Einar Kára, vin minn og ritstjóra: „Ég kemst ekkert inn í heiminn sem ég er að reyna að skapa og er bara læst úti.“ Síðan þegar hann las bókina þá fannst honum heimssköpunin borðleggjandi. Ef ég hef gert eitthvað rétt, þá er það allavega að láta þetta líta út fyrir að vera auðvelt,“ segir Fríða. Skrifin reyndust líka miklu meira krefjandi en Fríða átti von á. Mánuðum saman fannst henni ekkert ganga og langaði hana helst til að gefast upp. Fríða tekst á við ýmiss konar málefni og fyrirbæri í Huldukonunni.Vísir/Vilhelm „Ég fór á vinnustofuna og sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann að reyna að upphugsa ný lögmál. Skrifaði og eyddi, skrifaði og eyddi. Fór heim alveg miður mín eftir vinnudaginn því þetta gekk ekkert í marga, marga mánuði. Það er virkilega krefjandi þegar ekkert gengur í marga mánuði,“ segir hún. „Maður verður alveg óþolinmóður eftir viku. En síðan þegar vika verður að einum mánuði og þegar einn mánuður verður að sex mánuðum, þá er maður bara orðinn að einhverju... ég veit ekki einu sinni að hverju maður verður. Svo bara gerðist eitthvað, ég komst allt í einu inn og þá fór allt að vera gaman aftur.“ Var það einhver hugsun eða hlutur sem kveikti neistann? „Það var bara linnulaus helvítis seta og vinna. Það er ekki hægt að eigna þetta neinu öðru heldur en bara að mæta í vinnuna,“ segir Fríða. „Maður reynir í fjögur ár að treysta ferlinu en síðan virkar ferlið ekki, mánuðum saman. Þá hugsar maður: „Ég verð bara að byrja á einhverju nýju.“ Ég vinn í Gröndalshúsi með öðrum rithöfundum, Sunnu Dís, Brynju Hjálmsdóttur og Pedro Gunnlaugi, og var alltaf eins og eyrnaslapi: „Ég verð að henda þessari bók frá mér,“ þannig ég er með vitni að þessu vonleysi. En þegar maður kemst í gegn, þá er víman svo ótrúleg. Þegar allt smellur verður það þess virði á endanum.“ „Maður verður að trúa á mannsandann“ Bókmenntalestur fer dvínandi og það sem virðist helst seljast eru afþreyingarbókmenntir: glæpasögur, barnabækur og ævisögur. Bækur hafa misst vægið sem þær höfðu áður og því veltir blaðamaður því fyrir sér hvort bókmenntir séu enn viðeigandi tól til að takast á við málin og hreyfa við hlutum. Bók verður ekki bók fyrr en búið er að lesa hana, að mati Fríðu. Höfundurinn skapi annan helminginn og lesandinn hinn.Vísir/Vilhelm „Ég trúi því hundrað prósent að bókmenntir geti haft áhrif á samfélagslega umræðu og orðræðu,“ segir Fríða. „Með Merkingu var ég rosalega oft spurð um hlutverk höfundarins í samtímanum og það eru skiptar skoðanir. Margir stærstu rithöfundar í heimi eru að svara þessari spurningu neitandi og segja að bókmenntirnar séu orðnar jaðarsport og ekki lengur í miðjunni á umræðunni, að neinu leyti.“ „Maður verður samt bara að trúa því að allt sé umræða og öll samræða sé af hinu góða. Svo framarlega sem við tökum þátt í einhvers konar samræðu, gegnum hvaða listform sem er eða yfir hvaða eldhúsborð sem er, þá er það af hinu góða,“ bætir hún við. „Öll samræða, hvernig sem hún er, mun á endanum þroska mannsandann og maður verður að trúa á mannsandann.“ Þurfti að takast á við eigið snobb „Mig langar að taka þátt í samfélagslegri umræðu en þegar ég fór að skrifa ævintýri var mjög erfitt að setja inn einhvers konar greinandi krítík,“ segir Fríða um Huldukonuna. Hún byrjaði að skrifa söguna út frá fjarlægum og kaldhæðnum vinkli til að takast á við klisjur og minni. Sú nálgun reyndist röng og eftir því sem leið á fann Fríða hvað ævintýrið kallaði á hana. Hún þurfti því að afbyggja „eigið innbyggða snobb gagnvart bókmenntum.“ Kápa Huldukonunnar er hönnuð af Silvíu Sif Ólafsdóttur, vöruhönnuði og nema í grafískri hönnun. „Sem ógeðslega þreytt mamma leitaði ég í þægindi bókarinnar og mér leið alltaf betur og betur og betur því innar sem ég fór í ævintýrið. Og alltaf þegar ég las yfir það sem átti að vera greinandi eða bókmenntalegt fannst mér ég kippa sjálfri mér sem lesanda út úr ævintýrinu,“ segir hún. „Mér fannst ég vera að svíkja ævintýrið sem ég var búin að skapa þannig á endanum tók ég það allt út og leyfði ævintýrinu að standa fullkomlega sjálfu.“ Fríða þurfti því að takast á við eigin afstöðu til sögunnar og gildi hennar. Sjálf hafði hún tönglast á því við fólk að sagan væri ekki bókmennt heldur afþreying, líkt og risastór gjá væri þar á milli. „Hvað er þá bókmennt? Er það bara ef þú ert að koma með eitthvað nýtt púsl inn í umræðuna? Mér líður eins og ég sé ekki að gera það í þessari bók. En hvað eru þá bækur að gera? Af hverju erum við að segja þjóðsögurnar?“ „Við erum bara að þreyja veturinn. Og þá kemur þessi tenging milli orðsins afþreyingar og að þreyja veturinn. Þess vegna er ég líka oft að lesa bækur. Oft er ég bara að fara inn í gott rými þar sem ég á ekki að stækka sjálfa mig sem hugsandi veru heldur bara dvelja þar,“ segir hún. Bók eins og einhliða samræða En hvað vill Fríða að sitji eftir hjá lesendum að lestri Huldukonunnar loknum. Sjálf segist hún ekki vita það, hún þjáist af algjörri blindu og viti sjálf ekki alveg hvað hún sé að senda út til lesenda. Fríða veit ekki hvað bókin á að skilja eftir.Vísir/Vilhelm „Það var nákvæmlega sama tilfinning sem ég hafði gagnvart Merkingu. Þó hún hafi verið há-hugmyndafræðilegt verk þá vissi ég ekkert hvað þetta var þegar ég sendi hana út. Mér líður alltaf eins og ég sé að senda út einhliða samræðu,“ segir hún. Bók án lesenda sé í raun bara hálf bók. Höfundurinn viti ekki innihaldið fyrr en verkið er lesið. „Ég sé bara helminginn af því sem að bókin er. Ég sé bara það sem ég er að segja en ég ekki hvernig hinn aðilinn bregst við því og það saman býr til bókina. Þetta er hin fullkomna blinda höfundarins,“ segir hún. „Þannig ég veit ekki af hverju fólk myndi elska eða hata þessa bók.“
Höfundatal Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira