Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 08:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og leikmenn íslenska landsliðsins fengu tækifæri til að svara þessari könnun FIFPRO á Evrópumótinu síðasta sumar. Getty/Aitor Alcalde Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. 49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico) Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico)
Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira