Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2025 07:01 Guðmundur Ingi Kristinsson hafði meðal annars boðað skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi áður en hann fór í veikindaleyfi fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis þar sem óskað var eftir upplýsingum um kostnað ráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá samskipta- og almannatengslafyrirtækjum í ár og á síðasta ári. Mest útgjöld vegna kynningarátaks um farsældarlögin Í fyrra keypti ráðuneytið slíka þjónustu fyrir 1.973.250 krónur. Þar af voru 1.403.250 til fyrirtækisins Sahara ehf. í tengslum við samfélagsátak í aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna, og 570 þúsund krónur til Striks Studio ehf. vegna kynningarátaks í tengslum við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Kostnaður ráðuneytisins vegna sambærilegra útgjalda var þó umtalsvert meiri á þessu ári en í fyrra, eða alls 16.541.036 krónur. Mestu munar um 6.746.231 krónu til Datera ehf., sem einnig er vegna kynningarátaks um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Mest voru útgjöldin til Datera ehf. í byrjun árs 2024 í ráðherratíð Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ásthildur Lóa gegndi embættinu frá því ný ríkisstjórn tók við 21. desember 2024 og þar til hún sagði af sér embætti þremur mánuðum síðar þann 20. mars 2025. Umrædd lög um farsæld barna tóku gildi í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2022 þegar Ásmundur Einar Daðason gegndi embætti ráðherra málaflokksins. Sjá einnig: Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Tæpar 5,5 milljónir vegna skipulagsbreytinga framhaldsskóla Þá hefur ráðuneytið keypt þjónustu af Athygli ehf. fyrir 5.482.830 á þessu ári, einkum í tengslum við skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi, samkvæmt svari ráðuneytisins. Þar af voru greiðslur til fyrirtækisins mestar á fjórða ársfjórðungi 2025, eða 4.424.630 krónur, en ráðuneytið greiddi fyrirtækinu jafnframt rúma eina milljón króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sem hefur boðað breytingar á framhaldsskólastiginu í haust en hann tók við embætti af Ásthildi Lóu eftir að hún sagði af sér í lok mars. Boðaðar breytingar á framhaldsskólastiginu hafa verið nokkuð umdeildar, einkum eftir að fréttir bárust af því að ráðherrann hafi ákveðið að framlengja ekki skipun skólameistara Borgarholtsskóla í ljósi þeirra breytinga sem fyrirhugaðar væru á stjórnsýslu framhaldsskólastigsins. Í framhaldinu sagði ráðherrann að embætti skólameistara Borgó yrði ekki það eina sem ætti að auglýsa að skipunartíma loknum, heldur hafi tilviljun ráðið því að Ársæll Guðmundsson væri fyrsti skólameistarinn sem breytt nálgun hefði áhrif á. Í framhaldi af mikilli umræðu um málið, meðal annars á vettvangi Alþingis og í fjölmiðlum, bað Guðmundur Ingi skólameistara afsökunar. Málið hefur enn sem komið er ekki komið til kasta Alþingis. Sjá einnig: Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Ráðgjafar hjá Athygli hafa meðal annars aðstoðað ráðuneytið við að koma skoðanagreinum ráðherrans um framhaldsskólana áleiðis til fjölmiðla með ósk um birtingu. Síðan málið komst í hámæli er Guðmundur Ingi nú farinn í veikindaleyfi og gegnir Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir Guðmundar Inga í Flokki fólksins, hlutverki mennta- og barnamálaráðherra á meðan Guðmundur Ingi er í leyfi. Enn er óvíst hvort eða þá hvenær Guðmundur Ingi snýr aftur til starfa. Sjá einnig: Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Flokkur fólksins Auglýsinga- og markaðsmál Skóla- og menntamál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis þar sem óskað var eftir upplýsingum um kostnað ráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá samskipta- og almannatengslafyrirtækjum í ár og á síðasta ári. Mest útgjöld vegna kynningarátaks um farsældarlögin Í fyrra keypti ráðuneytið slíka þjónustu fyrir 1.973.250 krónur. Þar af voru 1.403.250 til fyrirtækisins Sahara ehf. í tengslum við samfélagsátak í aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna, og 570 þúsund krónur til Striks Studio ehf. vegna kynningarátaks í tengslum við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Kostnaður ráðuneytisins vegna sambærilegra útgjalda var þó umtalsvert meiri á þessu ári en í fyrra, eða alls 16.541.036 krónur. Mestu munar um 6.746.231 krónu til Datera ehf., sem einnig er vegna kynningarátaks um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Mest voru útgjöldin til Datera ehf. í byrjun árs 2024 í ráðherratíð Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Ásthildur Lóa gegndi embættinu frá því ný ríkisstjórn tók við 21. desember 2024 og þar til hún sagði af sér embætti þremur mánuðum síðar þann 20. mars 2025. Umrædd lög um farsæld barna tóku gildi í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2022 þegar Ásmundur Einar Daðason gegndi embætti ráðherra málaflokksins. Sjá einnig: Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Tæpar 5,5 milljónir vegna skipulagsbreytinga framhaldsskóla Þá hefur ráðuneytið keypt þjónustu af Athygli ehf. fyrir 5.482.830 á þessu ári, einkum í tengslum við skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi, samkvæmt svari ráðuneytisins. Þar af voru greiðslur til fyrirtækisins mestar á fjórða ársfjórðungi 2025, eða 4.424.630 krónur, en ráðuneytið greiddi fyrirtækinu jafnframt rúma eina milljón króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sem hefur boðað breytingar á framhaldsskólastiginu í haust en hann tók við embætti af Ásthildi Lóu eftir að hún sagði af sér í lok mars. Boðaðar breytingar á framhaldsskólastiginu hafa verið nokkuð umdeildar, einkum eftir að fréttir bárust af því að ráðherrann hafi ákveðið að framlengja ekki skipun skólameistara Borgarholtsskóla í ljósi þeirra breytinga sem fyrirhugaðar væru á stjórnsýslu framhaldsskólastigsins. Í framhaldinu sagði ráðherrann að embætti skólameistara Borgó yrði ekki það eina sem ætti að auglýsa að skipunartíma loknum, heldur hafi tilviljun ráðið því að Ársæll Guðmundsson væri fyrsti skólameistarinn sem breytt nálgun hefði áhrif á. Í framhaldi af mikilli umræðu um málið, meðal annars á vettvangi Alþingis og í fjölmiðlum, bað Guðmundur Ingi skólameistara afsökunar. Málið hefur enn sem komið er ekki komið til kasta Alþingis. Sjá einnig: Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Ráðgjafar hjá Athygli hafa meðal annars aðstoðað ráðuneytið við að koma skoðanagreinum ráðherrans um framhaldsskólana áleiðis til fjölmiðla með ósk um birtingu. Síðan málið komst í hámæli er Guðmundur Ingi nú farinn í veikindaleyfi og gegnir Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og flokksbróðir Guðmundar Inga í Flokki fólksins, hlutverki mennta- og barnamálaráðherra á meðan Guðmundur Ingi er í leyfi. Enn er óvíst hvort eða þá hvenær Guðmundur Ingi snýr aftur til starfa. Sjá einnig: Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð
Flokkur fólksins Auglýsinga- og markaðsmál Skóla- og menntamál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira