Innlent

Þagnar­skylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggis­gæsla við grunn­skóla

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við frá Ölmu Möller heilbrigðisráðherra sem hyggst funda með helstu fulltrúum úr heilbrigðisgeiranum til að varpa ljósi á hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu.

Þetta gerir hún í kjölfar mikillar umræðu innan heilbrigðisgeirans eftir að dómur yfir Margréti Höllu Löf féll í vikunni. Hún var sakfelld fyrir að hafa myrt föður sinn.

Einnig fjöllum við um ofbeldi í grunnskólum. Formaður félags grunnskólakennara kallar eftir því að stjórnvöld skoði að ráðast í öryggisgæslu við grunnskóla eftir að ráðist var á tvo kennara í vikunni. Hún segir þó nokkra kennara óttast um öryggi sitt í starfi. Hún segir færast í aukana.

Að auki fjöllum við um stöðuna í fjölmiðlaheiminum eftir að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti aðgerðir  í vikunni. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður gagnrýnir aðgerðirnar harðlega.

Að endingu segir Magnús Hlynur okkur frá uppgangi í ferðaþjónustu í Árnessýslu. 

Og í sportpakka dagsins förum við yfir það helsta úr enska boltanum í gær þar sem fjörugir leikir fóru fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×