Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2025 12:27 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. vísir/einar Formaður félags grunnskólakennara kallar eftir því að stjórnvöld skoði að ráðast í öryggisgæslu við grunnskóla eftir árás sem beindist gegn tveimur kennurum í vikunni. Hún segir þó nokkra kennara óttast um öryggi sitt í starfi. Greint var frá því á föstudag að tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík hafi orðið fyrir árás nemenda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans. Í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra kemur fram að brugðist hafi verið samkvæmt ferlum skólans. Skólinn harmar það að nemendur hafi orðið vitni að atvikinu en þeim var boðið að ræða við námsráðgjafa. Sambærilegt mál kom upp í október þegar skólastjóri í grunnskóla sagði nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir ofbeldi í garð kennara færast í aukana. Hún tekur fram að þó nokkrir kennarar óttist um öryggi sitt. „Því miður virðist það vera svoleiðis að þetta er að verða algengara. Það er náttúrulega bara mjög alvarlegt ástand að þetta sé með þessum hætti og þegar að börn eiga í hlut þurfa náttúrulega bara úrræði ef við vanda er að stríða. Það er það sem að vantar inn í skólana okkar. Okkur vantar meiri úrræði og meiri hjálp.“ Hún segir tímabært að gripið verði til aðgerða vegna þessa. „Maður veltir fyrir sér hvort við séum komin á þann stað að það þurfi að huga að aðgengismálum skóla. Ekkert landanna í kringum okkur er með skólana sína galopna þannig að hver sem er getur labbað þar inn og komist í kennslustofu.“ Er ástandið orðið svo alvarlegt að við þurfum að skoða öryggisráðstafanir eða gæslu við skóla? „Já það hlýtur að vera komið að því ef maður veltir því fyrir sér. Það eru bara sveitarfélögin og rekstraraðilar skóla sem þurfa að fara í skoðun og greiningu á því hvernig það eigi að koma þessu fyrir.“ Hún telur um félagslegt vandamál að ræða og að ekki sé hægt að benda á eitthvað eitt sem orsök þessarar þróunar. Mikilvægt sé að brýna fyrir börnum að koma fram við kennara af virðingu. „Við þurfum náttúrulega bara sem samfélag að fara í naflaskoðun. Að bregðast við með ofbeldi virðist vera einhver algengari lausn en það var og við þurfum að hugsa okkar gang. Foreldrar og uppalendur, kennarar og þeir sem reka skólana. Hvernig mætum við þessum vanda?“ Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík hafi orðið fyrir árás nemenda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans. Í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra kemur fram að brugðist hafi verið samkvæmt ferlum skólans. Skólinn harmar það að nemendur hafi orðið vitni að atvikinu en þeim var boðið að ræða við námsráðgjafa. Sambærilegt mál kom upp í október þegar skólastjóri í grunnskóla sagði nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir ofbeldi í garð kennara færast í aukana. Hún tekur fram að þó nokkrir kennarar óttist um öryggi sitt. „Því miður virðist það vera svoleiðis að þetta er að verða algengara. Það er náttúrulega bara mjög alvarlegt ástand að þetta sé með þessum hætti og þegar að börn eiga í hlut þurfa náttúrulega bara úrræði ef við vanda er að stríða. Það er það sem að vantar inn í skólana okkar. Okkur vantar meiri úrræði og meiri hjálp.“ Hún segir tímabært að gripið verði til aðgerða vegna þessa. „Maður veltir fyrir sér hvort við séum komin á þann stað að það þurfi að huga að aðgengismálum skóla. Ekkert landanna í kringum okkur er með skólana sína galopna þannig að hver sem er getur labbað þar inn og komist í kennslustofu.“ Er ástandið orðið svo alvarlegt að við þurfum að skoða öryggisráðstafanir eða gæslu við skóla? „Já það hlýtur að vera komið að því ef maður veltir því fyrir sér. Það eru bara sveitarfélögin og rekstraraðilar skóla sem þurfa að fara í skoðun og greiningu á því hvernig það eigi að koma þessu fyrir.“ Hún telur um félagslegt vandamál að ræða og að ekki sé hægt að benda á eitthvað eitt sem orsök þessarar þróunar. Mikilvægt sé að brýna fyrir börnum að koma fram við kennara af virðingu. „Við þurfum náttúrulega bara sem samfélag að fara í naflaskoðun. Að bregðast við með ofbeldi virðist vera einhver algengari lausn en það var og við þurfum að hugsa okkar gang. Foreldrar og uppalendur, kennarar og þeir sem reka skólana. Hvernig mætum við þessum vanda?“
Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira