Fótbolti

Bæjarar aftur á sigurbraut

Aron Guðmundsson skrifar
Harry Kane skoraði eitt af mörkum Bayern Munchen í dag 
Harry Kane skoraði eitt af mörkum Bayern Munchen í dag 

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen komust aftur á sigurbraut í þýsku úrvalsdeildinni í dag með 4-0 sigri gegn Heidenheim.

Josip Stanisic kom Bayern Munchen yfir með skallamarki strax á 15.mínútu áður en Michael Olise tvöfaldaði forystu Bæjara með öðru marki liðsins á 32.mínútu og stóðu leikar 2-0 í hálfleik.

Mörk frá Luis Diaz og Harry Kane í seinni hálfleik sáu svo til þess að Bayern Munchen sigldi heim 4-0 sigri. 

Eftir jafntefli gegn Mainz í síðustu umferð komust Þýskalandsmeistararnir því aftur á sigurbraut í dag og eru sem stendur með níu stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Borussia Dortmund vermir annað sætið og Bayer Leverkusen er svo í því þriðja. Heidenheim er hins vegar í fallsæti sem stendur með níu stig, þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×