Fótbolti

Túfa gerir þriggja ára samning í Sví­þjóð

Aron Guðmundsson skrifar
Túfa er nýr þjálfari Varnamo
Túfa er nýr þjálfari Varnamo Mynd: IFK Varnamo

Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn þjálfari sænska B-deildar liðsins IFK Varnamo og snýr því aftur í þjálfarabransann í Svíþjóð eftir tiltölulega stutt stopp á Íslandi. 

Túfa var þjálfari Bestu deildar liðs Vals á síðasta tímabili þar sem að Valur endaði í 2.sæti Bestu deildarinnar og komst svo alla leið í bikarúrslit, þar sem að liðið laut í lægra haldi gegn Vestra.

Stjórn Vals ákvað að gera þjálfarabreytingar eftir það tímabil og tók Hermann Hreiðarsson við þjálfun Vals af Túfa. 

Túfa hefur áður þjálfað í Svíþjóð hjá liðum á borð við Öster og Skovde en hjá Varnamo gerir hann samning út árið 2028. 

Varnamo spilaði í efstu deild Svíþjóðar á nýafstöðnu tímabili en endaði á botni deildarinnar og spilar því í sænsku B-deildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×