Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 20:13 Birgir Sverrisson er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands en hlutverk þess er að lágmarka ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks hér á landi. Samsett/Getty/Vísir Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands varar við afleiðingum þess að „Steraleikarnir“ svokölluðu verði haldnir í fyrsta sinn á næsta ári. Skilaboðin til ungs fólks komi til með að auka enn á ranghugmyndir um æskilega líkamsímynd. „Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt,“ skrifar Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í aðsendri grein á Vísi í dag. Leikarnir heita í rauninni „Enhanced Games“ og eru hugarfóstur ástralska auðkýfingsins Aron D‘Souza. Hugmyndin er sú að halda íþróttakeppni þar sem engar kröfur eru um lyfjapróf, svo keppendur geti notað þau árangursaukandi efni sem þeir kjósa, öfugt við það sem almennt gengur og gerist í íþróttum. Áætlað er að leikarnir verði í Las Vegas í maí. Eins og Birgir bendir á í grein sinni þá hefur skipuleggjendum tekist að lokka til sín öflugt íþróttafólk með loforðum um há peningaverðlaun. Fólkið virðist þannig tilbúið að taka áhættu með eigið líf í von um peninga og frægð. Keppandi sé ekki í augljósri lífshættu í keppni Þó að engin lyfjapróf séu á leikunum þá mun íþróttafólkið þurfa að gangast undir læknisskoðun en Birgir segir afar óljóst um hvað hún eigi að snúast, annað en að sjá til þess að fólk sé ekki hreinlega í lífshættu í keppninni. „Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur,“ skrifar Birgir og bætir við: „Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram.“ Eitruð skilaboð til ungs fólks Birgir bendir á þann augljósa galla við Steraleikana að í lyfjamisnotkun felist alltaf áhætta og að mjög algengt sé að aukaverkanir komi ekki í ljós fyrr en eftir að notkun er hætt, og geti þá verið óafturkræfar. Efnin veiti sem sagt skammgóðan vermi og læknisskoðunin sé ekki til þess að meta framtíðarskaða. Svo eru það áhrifin á börn og unglinga: „Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir,“ skrifar Birgir og heldur áfram: „Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“.“ Steraleikarnir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt,“ skrifar Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í aðsendri grein á Vísi í dag. Leikarnir heita í rauninni „Enhanced Games“ og eru hugarfóstur ástralska auðkýfingsins Aron D‘Souza. Hugmyndin er sú að halda íþróttakeppni þar sem engar kröfur eru um lyfjapróf, svo keppendur geti notað þau árangursaukandi efni sem þeir kjósa, öfugt við það sem almennt gengur og gerist í íþróttum. Áætlað er að leikarnir verði í Las Vegas í maí. Eins og Birgir bendir á í grein sinni þá hefur skipuleggjendum tekist að lokka til sín öflugt íþróttafólk með loforðum um há peningaverðlaun. Fólkið virðist þannig tilbúið að taka áhættu með eigið líf í von um peninga og frægð. Keppandi sé ekki í augljósri lífshættu í keppni Þó að engin lyfjapróf séu á leikunum þá mun íþróttafólkið þurfa að gangast undir læknisskoðun en Birgir segir afar óljóst um hvað hún eigi að snúast, annað en að sjá til þess að fólk sé ekki hreinlega í lífshættu í keppninni. „Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur,“ skrifar Birgir og bætir við: „Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram.“ Eitruð skilaboð til ungs fólks Birgir bendir á þann augljósa galla við Steraleikana að í lyfjamisnotkun felist alltaf áhætta og að mjög algengt sé að aukaverkanir komi ekki í ljós fyrr en eftir að notkun er hætt, og geti þá verið óafturkræfar. Efnin veiti sem sagt skammgóðan vermi og læknisskoðunin sé ekki til þess að meta framtíðarskaða. Svo eru það áhrifin á börn og unglinga: „Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir,“ skrifar Birgir og heldur áfram: „Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“.“
Steraleikarnir Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira