Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 20:40 Ricky Evans naut þess í botn að vinna sigurinn magnaða í dag. Getty/John Walton Einn fjörugasti og skemmtilegasti keppandinn á HM í pílukasti er klárlega „Rapid“ Ricky Evans sem í dag vann magnaðan sigur á James Wade, sjöunda manni heimslistans. Hann missti yngri systur sína í vor og sagði hana hafa séð um sigurkastið. Evans vann leikinn 3-2 en oddasettið var óhemju spennandi, fór í framlengingu og endaði ekki fyrr en Evans tókst að taka út 99 í 12 pílna legg og vinna settið 6-4. EVANS KNOCKS OUT WADE ❌It is an absolute THRILLER at Alexandra Palace as Ricky Evans beats James Wade in a tie-break!Drama to the last dart!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/MIx7QfEmhk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Áður hafði honum orðið uppsigað við dómarann sem refsaði Evans fyrir ólöglegt kast, í stöðunni 2-2 í oddasettinu, en eftir klúður Wade fékk hann annað tækifæri í þeim legg, nýtti það og gaf dómaranum þumalfingur með kaldhæðnislegum hætti. NEEDLE WITH THE REF 😤Ricky Evans penalised for an illegal throw and leaves 5...He then returns, and gives referee Charlie Corstorphine a bit as he pins it 👀📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/hRhbvyGkXn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Það vantaði því ekkert upp á skemmtunina í sigri Evans, eða hreinlega frá því að hann hóf göngu sína upp á sviðið fyrir leik, og hann var vel meðvitaður um það á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Ég er furðulegur en fæ fólk til að horfa“ „Pælið í að mæta á leik í pílu og vinna 3-0 – hver er tilgangurinn? Höfum þetta áhugavert!“ sagði Evans ánægður með sig. „Hver er tilgangurinn í að spila leiðinlega? Ég segi það á hverju ári: Ég er furðulegur en ég fæ fólk til að horfa! Ég var búinn að hugsa með mér að tækifærið væri farið. Að Wadey myndi vinna núna. En ég er enn inni. Áfram svona!“ Eins og fyrr segir missti Evans systur sína, Elishu, sem lést skyndilega í mars á þessu ári aðeins 35 ára að aldri: „Systir mín náði þessu útskoti fyrir mig,“ sagði Evans um tvöfaldan sextán sem tryggði honum endanlega sigurinn. HM í pílukasti er í fullum gangi og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu kvöldsins á Sýn Sport Viaplay. Pílukast Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Evans vann leikinn 3-2 en oddasettið var óhemju spennandi, fór í framlengingu og endaði ekki fyrr en Evans tókst að taka út 99 í 12 pílna legg og vinna settið 6-4. EVANS KNOCKS OUT WADE ❌It is an absolute THRILLER at Alexandra Palace as Ricky Evans beats James Wade in a tie-break!Drama to the last dart!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/MIx7QfEmhk— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Áður hafði honum orðið uppsigað við dómarann sem refsaði Evans fyrir ólöglegt kast, í stöðunni 2-2 í oddasettinu, en eftir klúður Wade fékk hann annað tækifæri í þeim legg, nýtti það og gaf dómaranum þumalfingur með kaldhæðnislegum hætti. NEEDLE WITH THE REF 😤Ricky Evans penalised for an illegal throw and leaves 5...He then returns, and gives referee Charlie Corstorphine a bit as he pins it 👀📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R2 pic.twitter.com/hRhbvyGkXn— PDC Darts (@OfficialPDC) December 22, 2025 Það vantaði því ekkert upp á skemmtunina í sigri Evans, eða hreinlega frá því að hann hóf göngu sína upp á sviðið fyrir leik, og hann var vel meðvitaður um það á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Ég er furðulegur en fæ fólk til að horfa“ „Pælið í að mæta á leik í pílu og vinna 3-0 – hver er tilgangurinn? Höfum þetta áhugavert!“ sagði Evans ánægður með sig. „Hver er tilgangurinn í að spila leiðinlega? Ég segi það á hverju ári: Ég er furðulegur en ég fæ fólk til að horfa! Ég var búinn að hugsa með mér að tækifærið væri farið. Að Wadey myndi vinna núna. En ég er enn inni. Áfram svona!“ Eins og fyrr segir missti Evans systur sína, Elishu, sem lést skyndilega í mars á þessu ári aðeins 35 ára að aldri: „Systir mín náði þessu útskoti fyrir mig,“ sagði Evans um tvöfaldan sextán sem tryggði honum endanlega sigurinn. HM í pílukasti er í fullum gangi og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu kvöldsins á Sýn Sport Viaplay.
Pílukast Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira