Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2025 11:31 Brock Purdy var stórkostlegur í nótt. Vísir/Getty San Francisco 49ers unnu afgerandi sigur á afanum Philip Rivers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni í nótt. Þrjú lið víðsvegar um Bandaríkin fagna sæti í úrslitakeppninni eftir úrslitin. Þriðja síðasta umferð deildarkeppninnar í NFL-deildinni kláraðist með leik næturinnar. Hinn 44 ára gamli Rivers, sem tók skóna af hillunni til að spila með Colts á dögunum, átti fínasta leik. Kastaði fyrir tveimur snertimörkum og 277 stikum. En það dugði skammt. Philip Rivers was slinging it on primetime at age 44 👏23/35 passing277 yards2 touchdowns pic.twitter.com/FLzkGIywTe— NFL (@NFL) December 23, 2025 Brock Purdy, leikstjórnandi 49ers, óð á súðum og kastaði fyrir fimm snertimörkum í leiknum sem endaði 48-27 fyrir San Francisco. Purdy sýndi enn á ný að hann er á meðal betri leikstjórnanda deildarinnar og gaf fleiri sendingar fyrir snertimörkum í einum og sama leiknum en hann hefur gert á ferlinum hingað til. Eftir sigurinn er San Francisco öruggt í úrslitakeppnina, enda unnið 11 leiki en tapað fjórum í vetur. 49ers eru eitt þriggja liða úr sterkum NFC-vestur riðli sem fer í úrslitakeppnina, ásamt Seattle Seahawks og Los Angeles Rams. Career high five touchdowns for Brock Purdy 🔥SFvsIND on ESPNStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/xhMae1Jawk— NFL (@NFL) December 23, 2025 Sigurinn gerði hins vegar að verkum að þrjú lið í AFC-deildinni eru örugg í úrslitakeppnina. Jacksonville Jaguars, Los Angeles Chargers og Buffalo Bills eru öll komin áfram eftir tap Colts í nótt. Farið verður betur yfir leikinn, alla umferðina og stöðuna í NFL-deildinni í Lokasókninni á Sýn Sport klukkan 21:05 í kvöld. Línur að skýrast Tvö sæti eru laus í hvorri deild fyrir sig. Talið er líklegast að Pittsburgh Steelers og Houston Texans hirði síðustu tvö lausu sætin í AFC-deildinni þar sem minna en tíu prósent líkur eru á að Colts og Baltimore Ravens nái af þeim sætunum. Baráttan er harðari í NFC-deildinni þar sem fjögur lið berjast einnig um síðustu tvö lausu sætin. Carolina Panthers (8-7) leiða NFC-suður riðilinn en sigurlið hvers riðils fer áfram. Panthers unnu Tampa Bay Buccaneers (7-8) um helgina sem eru í sama riðli en þó eru talar 57 prósent líkur á að Tampa Bay hirði toppsætið af Panthers (43 prósent). Green Bay Packers eru þá komnir langleiðina með að tryggja sitt sæti (93 prósent) en Detroit Lions (7 prósent) eygja veika von eftir dýrkeypt tap um helgina fyrir Pittsburgh Steelers. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira
Þriðja síðasta umferð deildarkeppninnar í NFL-deildinni kláraðist með leik næturinnar. Hinn 44 ára gamli Rivers, sem tók skóna af hillunni til að spila með Colts á dögunum, átti fínasta leik. Kastaði fyrir tveimur snertimörkum og 277 stikum. En það dugði skammt. Philip Rivers was slinging it on primetime at age 44 👏23/35 passing277 yards2 touchdowns pic.twitter.com/FLzkGIywTe— NFL (@NFL) December 23, 2025 Brock Purdy, leikstjórnandi 49ers, óð á súðum og kastaði fyrir fimm snertimörkum í leiknum sem endaði 48-27 fyrir San Francisco. Purdy sýndi enn á ný að hann er á meðal betri leikstjórnanda deildarinnar og gaf fleiri sendingar fyrir snertimörkum í einum og sama leiknum en hann hefur gert á ferlinum hingað til. Eftir sigurinn er San Francisco öruggt í úrslitakeppnina, enda unnið 11 leiki en tapað fjórum í vetur. 49ers eru eitt þriggja liða úr sterkum NFC-vestur riðli sem fer í úrslitakeppnina, ásamt Seattle Seahawks og Los Angeles Rams. Career high five touchdowns for Brock Purdy 🔥SFvsIND on ESPNStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/xhMae1Jawk— NFL (@NFL) December 23, 2025 Sigurinn gerði hins vegar að verkum að þrjú lið í AFC-deildinni eru örugg í úrslitakeppnina. Jacksonville Jaguars, Los Angeles Chargers og Buffalo Bills eru öll komin áfram eftir tap Colts í nótt. Farið verður betur yfir leikinn, alla umferðina og stöðuna í NFL-deildinni í Lokasókninni á Sýn Sport klukkan 21:05 í kvöld. Línur að skýrast Tvö sæti eru laus í hvorri deild fyrir sig. Talið er líklegast að Pittsburgh Steelers og Houston Texans hirði síðustu tvö lausu sætin í AFC-deildinni þar sem minna en tíu prósent líkur eru á að Colts og Baltimore Ravens nái af þeim sætunum. Baráttan er harðari í NFC-deildinni þar sem fjögur lið berjast einnig um síðustu tvö lausu sætin. Carolina Panthers (8-7) leiða NFC-suður riðilinn en sigurlið hvers riðils fer áfram. Panthers unnu Tampa Bay Buccaneers (7-8) um helgina sem eru í sama riðli en þó eru talar 57 prósent líkur á að Tampa Bay hirði toppsætið af Panthers (43 prósent). Green Bay Packers eru þá komnir langleiðina með að tryggja sitt sæti (93 prósent) en Detroit Lions (7 prósent) eygja veika von eftir dýrkeypt tap um helgina fyrir Pittsburgh Steelers.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira