Fótbolti

Var frústreraður vegna lands­liðsins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Dagur Dan hefur spilað fimm A-landsleiki, sem hann telur að gætu verið fleiri.
Dagur Dan hefur spilað fimm A-landsleiki, sem hann telur að gætu verið fleiri. Bob Drebin/ISI Photos/Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson segist hafa viljað fleiri tækifæri með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á undanförnum árum þegar sem best gekk hjá honum vestanhafs. Hann segist hins vegar ekki endilega hafa átt skilið sæti í ár.

Dagur Dan er 25 ára gamall skipti nýverið frá Orlando City í MLS-deildinni til Montreal Impact þar sem hann mun leika á nýju ári. Hann hefur spilað sem hægri bakvörður sem hefur verið ákveðin vandræðastaða hjá landsliðinu síðustu misseri og margir leikið þar með misgóðum árangri.

Aðspurður um landsliðið segist Dagur vonast til að góð spilamennska á nýjum stað skili sér í auknum tækifærum en hann hefur aðeins spilað fimm landsleiki fyrir Íslands hönd.

„Við eigum marga góða leikmenn en mér finnst ég nógu góður, alveg klárlega. Ég þarf bara að spila, skora og ég gera hluti. Ef ég hefði verið hjá Orlando var það ekki að fara að gerast,“ segir Dagur sem hafði misst stöðu sína síðustu vikurnar vegna efnilegs og öflugs heimamanns sem kom upp í sömu stöðu.

Hann hafði hins vegar verið fastamaður árin á undan og staðið sig vel.

„Mér fannst það kannski áður, frá 2022 til 2024, þegar ég var að spila alla leiki, allar mínútur og standa mig. Ég var einn besti hægri bakvörður deildarinnar. Mér fannst dálítið litið niður á deildina. En í ár, 2025, var ég ekki að spila nóg til að komast í landsliðið,“ segir Dagur Dan.

Fleira kemur fram í viðtali við Dag þar sem farið er um víðan völl. Viðtalið má sjá í spilaranum.

Klippa: Dagur Dan ræðir Evrópudrauma, landsliðið og lífið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×