Íslenski boltinn

Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnór Ingvi var fljótur að loka á aðra kosti hér heima eftir að hafa heyrt frá KR.
Arnór Ingvi var fljótur að loka á aðra kosti hér heima eftir að hafa heyrt frá KR. Vísir/Sigurjón

Arnór Ingvi Traustason segist hafa heyrt frá einhverjum íslenskum liðum áður en hann samdi við KR en þó hvorki Breiðabliki né Víkingi.

„Eftir að við Óskar töluðum saman lá þetta nokkuð vel fyrir manni. Á þessum stað og stund fannst mér þetta rétt. Ég sé ekki fyrir einu né neinu, og er ótrúlega peppaður að fá að byrja,“ segir Arnór um skipti sín til KR en hann var orðinn spenntur fyrir því að fara til KR strax í byrjun desember.

Arnór sagði í samtali við Vísi um það leyti, í byrjun desembermánaðar, að hann hefði heyrt frá einhverjum liðum á Íslandi en fleiri liðum erlendis.

Hann var til að mynda orðaður við Keflavík en ekkert var til í sögum um að hann væri á leið þangað, líkt og greint var frá í gær.

Arnór segist hafa verið fljótur að útiloka aðra kosti hér heima og þá heyrði hann ekki frá Breiðabliki og Víkingi, sem hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár.

„Nei. Það voru engar viðræður. Ekki þessi topp tvö sem kannski þú hugsar akkúrat núna,“ segir Arnór Ingvi.

Margt kemur fram í viðtali við Arnór sem sjá má í spilaranum.

Arnór svarar spurningunni um önnur lið hér heima þegar rúmar sjö mínútur eru liðnar af viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×