Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Atli Ísleifsson skrifar 26. desember 2025 08:28 Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti segir að samtöl fulltrúa Úkraínustjórnar við erindreka Bandaríkjanna á síðustu dögum hafi verið góð. AP Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Þetta segir Selenskí í færslu á X sem hann birti í morgun. Þar segir hann að Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, hafi upplýst sig um síðustu fundi sína með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. „ Við sóum ekki einum einasta degi. Við höfum sammælst um fund á æðsta stigi – með Trump forseta í náinni framtíð. Margt getur ráðist áður en nýtt ár gengur í garð,“ segir forsetinn úkraínski í færslunni. Umerov hefur á síðustu dögum fundað bæði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Trump í málefnum Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en tæp fjögur ár eru brátt liðin síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Í frétt BBC segir að Selenskí hafi sjálfur átt um klukkustundarlangt símtal við þá Witkoff og Kushner þar sem varpað hafi verið fram nýjum hugmyndum, ramma og tímasetningum um hvernig væri hægt að stíga skrefi nær friði. Rustem Umerov reported on his latest contacts with the American side. We are not losing a single day. We have agreed on a meeting at the highest level – with President Trump in the near future. A lot can be decided before the New Year. Glory to Ukraine!— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 26, 2025 Selenskí hafði áður kynnt uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída, en nokkrar vikur eru nú liðnar síðan Witkoff kynnti frumdrög áætlunarinnar. Upphafleg drög sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra þar sem í þeim var að stærstum hluta fallist á kröfur Rússa um að úkraínski herinn myndi hörfa frá þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar höfðu náð á sitt vald og voru drögin í raun talin fela í sér uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússlandi. Selenskí sagði að hin uppfærðu drög fælu meðal annars í sér öryggistryggingar frá Bandaríkjunum, Nato og Evrópuríkjum um samhæfð, hernaðarleg viðbrögð ef Rússland myndi ráðast á Úkraínu á nýjan leik. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Þetta segir Selenskí í færslu á X sem hann birti í morgun. Þar segir hann að Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, hafi upplýst sig um síðustu fundi sína með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. „ Við sóum ekki einum einasta degi. Við höfum sammælst um fund á æðsta stigi – með Trump forseta í náinni framtíð. Margt getur ráðist áður en nýtt ár gengur í garð,“ segir forsetinn úkraínski í færslunni. Umerov hefur á síðustu dögum fundað bæði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Trump í málefnum Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en tæp fjögur ár eru brátt liðin síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Í frétt BBC segir að Selenskí hafi sjálfur átt um klukkustundarlangt símtal við þá Witkoff og Kushner þar sem varpað hafi verið fram nýjum hugmyndum, ramma og tímasetningum um hvernig væri hægt að stíga skrefi nær friði. Rustem Umerov reported on his latest contacts with the American side. We are not losing a single day. We have agreed on a meeting at the highest level – with President Trump in the near future. A lot can be decided before the New Year. Glory to Ukraine!— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 26, 2025 Selenskí hafði áður kynnt uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída, en nokkrar vikur eru nú liðnar síðan Witkoff kynnti frumdrög áætlunarinnar. Upphafleg drög sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra þar sem í þeim var að stærstum hluta fallist á kröfur Rússa um að úkraínski herinn myndi hörfa frá þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar höfðu náð á sitt vald og voru drögin í raun talin fela í sér uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússlandi. Selenskí sagði að hin uppfærðu drög fælu meðal annars í sér öryggistryggingar frá Bandaríkjunum, Nato og Evrópuríkjum um samhæfð, hernaðarleg viðbrögð ef Rússland myndi ráðast á Úkraínu á nýjan leik.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent