Fótbolti

Malí tók stig af heima­mönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brahim Diaz fagnar marki sínu í kvöld sem dugði þó á endanum ekki til sigurs.
Brahim Diaz fagnar marki sínu í kvöld sem dugði þó á endanum ekki til sigurs. Getty/Torbjorn Tande

Marokkó og Malí gerðu 1-1 jafntefli á Afríkumótinu í fótbolta í kvöld en Marokkómenn eru gestgjafar á mótinu í ár.

Real Madrid-leikmaðurinn Brahim Diaz kom Marokkó í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki úr víti en Lassine Sinayoko jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 64. mínútu.

Þetta var annað jafntefli í röð hjá Malí en Marokkó vann sinn leik í fyrstu umferðinni.

Sambía og Kómoreyjar gerðu markalaust jafntefli í hinum leiknum í riðlinum.

Marokkó er með fjögur stig á toppnum en Malí og Sambía eru með tvö stig fyrir lokaumferðina þar sem Sambía mætir gestgjöfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×