Enski boltinn

„Við eigum heima í Evrópu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ayden Heaven ræðir málin við reynsluboltann Lisandro Martinez sem var með honum í miðri vörn Manchester United í kvöld.
Ayden Heaven ræðir málin við reynsluboltann Lisandro Martinez sem var með honum í miðri vörn Manchester United í kvöld. Getty/Ash Donelon

Hinn ungi Ayden Heaven átti mjög góðan leik í miðri vörn Manchester United í 1-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var aðalmaðurinn á bak við það að liðið hélt hreinu aðeins í annað skiptið á leiktíðinni.

„Loksins, hreint mark. Við höfum beðið eftir þessu og ég er bara svo ánægður. Þessi gaur [Patrick Dorgu, sem var við hlið hans] hérna hjálpaði okkur að ná því, svo ég er þakklátur öllum sem hjálpuðu okkur,“ sagði Ayden Heaven varnarmaður Manchester United í samtali við Sky Sports eftir leik.

Um breytingu á leikkerfi í vörninni en liðið stillti óvænt upp í fjögurra manna vörn: „Þetta var aftur öðruvísi því ég var að spila hægra megin og augljóslega á verri fætinum. Við spilum alls konar leikkerfi hjá stjóranum, hvað sem hann gerir, vitum við að það mun virka, þið sáuð það í dag. Ég er svo stoltur af liðinu,“ sagði Heaven.

„Ég held að við eigum heima í Evrópu. Við viljum komast þangað aftur á næsta tímabili svo við getum jafnvel barist um efstu fjögur sætin, hugsanlega unnið deildina, allt er mögulegt. Við viljum halda áfram að reyna,“ sagði Heaven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×