Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 23:20 Luke Littler er vinsæll og veit af því. Getty/James Fearn Átján ára gamli heimsmeistarinn Luke Littler steig ekki feilspor gegn hinum austurríska Mensur Suljovic, sem er 35 árum eldri, á HM í pílukasti í kvöld. Einn hæst metni keppandinn féll hins vegar afar óvænt úr leik og nú eru sex af sextán efstu mönnum heimslistans úr leik á HM. Enn eru tíu leikir eftir í 32 manna úrslitum en það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum. Engin þó óvæntari en í kvöld þegar Stephen Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, tapaði fyrir James Hurrell sem er í 63. sæti listans. Bunting var dyggilega studdur í Alexandra Palace en það sló þögn á fólkið þegar Hurrell reyndist svo stór hindrun og rúmlega það því hann vann 4-3 sigur. Sex af sextán efstu úr leik Þar með hafa eins og fyrr segir eftirtaldir sex af sextán efstu mönnum heimslistans fallið úr keppni: Stephen Bunting (4. á heimslista) Danny Noppert (6) James Wade (7) Chris Dobey (8) Gerwyn Price (9) Ross Smith (12) Littler átti lokaleik kvöldsins og svitnaði ekki einu sinni, í afar öruggum 4-0 sigri gegn Suljovic sem gat ekki annað en hrist höfuðið og brosað þrátt fyrir tapið. Frammistaða Littler undirstrikar enn hversu sigurstranglegur hann er á mótinu en hann náði að meðaltali 107,09 og náði 180 alls níu sinnum. Littler var með 71% nýtingu í útskotunum þar sem hann var meðal annars fjórum sinnum með yfir 100 og best 124, og viðurkenndi að hann hefði varla séð betri tölur hjá sér. Fyrr í kvöld hélt Svíinn fúlskeggjaði Andreas Harrysson áfram að koma á óvart og sló út Ricardo Pietreczko með 4-3 sigri. Áfram verður keppt í 32 manna úrslitum á morgun og á mánudag en á mánudagskvöldið hefjast svo 16 manna úrslitin. Úrslit dagsins: Wesley Plaisier 3-4 Kryzsztof Ratajski Andrew Gilding 1-4 Luke Woodhouse (25) Jonny Clayton (5) 4-3 Niels Zonneveld Andreas Harrysson 4-3 Ricardo Pietreczko Stephen Bunting (4) 3-4 James Hurrell Luke Littler (1) 4-0 Mensur Suljovic Pílukast Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira
Enn eru tíu leikir eftir í 32 manna úrslitum en það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum. Engin þó óvæntari en í kvöld þegar Stephen Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, tapaði fyrir James Hurrell sem er í 63. sæti listans. Bunting var dyggilega studdur í Alexandra Palace en það sló þögn á fólkið þegar Hurrell reyndist svo stór hindrun og rúmlega það því hann vann 4-3 sigur. Sex af sextán efstu úr leik Þar með hafa eins og fyrr segir eftirtaldir sex af sextán efstu mönnum heimslistans fallið úr keppni: Stephen Bunting (4. á heimslista) Danny Noppert (6) James Wade (7) Chris Dobey (8) Gerwyn Price (9) Ross Smith (12) Littler átti lokaleik kvöldsins og svitnaði ekki einu sinni, í afar öruggum 4-0 sigri gegn Suljovic sem gat ekki annað en hrist höfuðið og brosað þrátt fyrir tapið. Frammistaða Littler undirstrikar enn hversu sigurstranglegur hann er á mótinu en hann náði að meðaltali 107,09 og náði 180 alls níu sinnum. Littler var með 71% nýtingu í útskotunum þar sem hann var meðal annars fjórum sinnum með yfir 100 og best 124, og viðurkenndi að hann hefði varla séð betri tölur hjá sér. Fyrr í kvöld hélt Svíinn fúlskeggjaði Andreas Harrysson áfram að koma á óvart og sló út Ricardo Pietreczko með 4-3 sigri. Áfram verður keppt í 32 manna úrslitum á morgun og á mánudag en á mánudagskvöldið hefjast svo 16 manna úrslitin. Úrslit dagsins: Wesley Plaisier 3-4 Kryzsztof Ratajski Andrew Gilding 1-4 Luke Woodhouse (25) Jonny Clayton (5) 4-3 Niels Zonneveld Andreas Harrysson 4-3 Ricardo Pietreczko Stephen Bunting (4) 3-4 James Hurrell Luke Littler (1) 4-0 Mensur Suljovic
Pílukast Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Sjá meira