Innlent

Af­brot, fjölmiðlastyrkir og stefna Mið­flokksins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga. Vísir/Magnús

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Fyrst mætir Jean-Rémi Chareyre, sjálfstætt starfandi blaðamaður, sem er í hópi þeirra sem telur Íslendinga eiga að leggja meira af mörkum í loftslagsmálum. Hann telur tal um sérstöðu Íslands í orkunotkun vera blekkingu, tölur um notkun jaðrenfaeldsneytis á Íslandi sýni glöggt að svo sé.


Þar næst mætir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Hún ræðir nýja rannsókn sína þar sem kannað er hvort unglingar með erlendan bakgrunn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu séu líklegri til að sýna einhverskonar frávikshegðun, það er brjóta af sér, en þeir sem ekki eru með erlendan bakgrunn.


Þátturinn hefst klukkan tíu og er í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan eða á vef Bylgjunnar.


Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður taka fyrir nýjar tillögu Loga Einarssonar, menningar-, háskóla- og nýsköpunarráðherra, um styrki til fjölmiðla. Þórhallur gagnrýnir blaðamenn fyrir lítilþægni og tillögurnar sjálfar sömuleiðis. Aðalsteinn er fyrrverandi varaformaður blaðamannafélagsins sem hefur fagnað þessum tillögum.


Að lokum mætir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fylgi flokksins vex jafnt og þétt og hann ógnar nú stöðu Sjálfstæðisflokksins af áður óþekktum krafti. Kristján kemur til með að spyrja Sigmund hvert flokkurinn stefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×