Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2025 12:15 Katrín Oddsdóttir er formaður Stjórnarskrárfélags Íslands. Vísir/Arnar Halldórsson Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. Stjórnarskrárfélagið ályktaði á aðalfundi sínum fyrr í mánuðinum að það væri fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætlaði að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Er þar vísað í viðtal við Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingar, þar sem hann segir að mögulega þurfi að breyta ákvæði í stjórnarskrá um að Alþingi hafi síðasta orðið um eigið hæfi og niðurstöðu kosninga. Dagur er formaður nefndar sem skoðar viðbrögð við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hvað varðar talningu atkvæða og meðferð kjörgagna í þingkosningum árið 2021. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins segir ekki boðlegt í lýðræðisríki að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá allt frá árinu 2012. „Nú þegar þau eru að horfa til Evrópu og eru að munda sig við það að fá atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, þá væri það náttúrulega mjög hjákátlegt í ljósi þess að síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem var framkvæmd á Íslandi árið 2012 er enn þá fullkomlega óafgreidd,“ segir Katrín. Horfast þurfi í augu við það að langur tími sé liðinn frá því atkvæðagreiðslan fór fram. Þar hafi hins vegar verið spurt hvort ný stjórnarskrá ætti að vera grundvölluð á frumvarpi stjórnlagaráðs. „En ég held að vissulega þegar tíminn hefur liðið, þá væri hollt að taka þetta upp aftur og fá bara aðkomu almennings að því að ákveða hvernig lokasnyrtingin á þessa stjórnarskrá eigi að vera.“ Hægt væri að heiðra ellefu hundruð ára afmæli Alþingis árið 2030 með því að taka upp nýja stjórnarskrá. Ýmislegt í núgildandi stjórnarskrá sé úrelt og hættulegt og nefnir Katrín forsetakaflann þar sem dæmi. „Þetta hefur ekki verið lagfært þannig að ef við myndum fá einhvern popúlista sem myndi verða kjörinn hér forseti þá gæti hann því miður virkjað ýmis ákvæði í gildandi stjórnarskrá sem eru bara mjög andlýðræðisleg og hættuleg,“ segir hún. „Hann gæti gefið fólki heimild til að fara einfaldlega hjá lögum og hann gæti gefið fólki uppreist æru sem situr í fangelsi. Hann gæti sest þingið af.“ Stjórnarskrá Alþingi Samfylkingin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið ályktaði á aðalfundi sínum fyrr í mánuðinum að það væri fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætlaði að ráðast í stjórnarskrárbreytingar. Er þar vísað í viðtal við Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingar, þar sem hann segir að mögulega þurfi að breyta ákvæði í stjórnarskrá um að Alþingi hafi síðasta orðið um eigið hæfi og niðurstöðu kosninga. Dagur er formaður nefndar sem skoðar viðbrögð við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hvað varðar talningu atkvæða og meðferð kjörgagna í þingkosningum árið 2021. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins segir ekki boðlegt í lýðræðisríki að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá allt frá árinu 2012. „Nú þegar þau eru að horfa til Evrópu og eru að munda sig við það að fá atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, þá væri það náttúrulega mjög hjákátlegt í ljósi þess að síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem var framkvæmd á Íslandi árið 2012 er enn þá fullkomlega óafgreidd,“ segir Katrín. Horfast þurfi í augu við það að langur tími sé liðinn frá því atkvæðagreiðslan fór fram. Þar hafi hins vegar verið spurt hvort ný stjórnarskrá ætti að vera grundvölluð á frumvarpi stjórnlagaráðs. „En ég held að vissulega þegar tíminn hefur liðið, þá væri hollt að taka þetta upp aftur og fá bara aðkomu almennings að því að ákveða hvernig lokasnyrtingin á þessa stjórnarskrá eigi að vera.“ Hægt væri að heiðra ellefu hundruð ára afmæli Alþingis árið 2030 með því að taka upp nýja stjórnarskrá. Ýmislegt í núgildandi stjórnarskrá sé úrelt og hættulegt og nefnir Katrín forsetakaflann þar sem dæmi. „Þetta hefur ekki verið lagfært þannig að ef við myndum fá einhvern popúlista sem myndi verða kjörinn hér forseti þá gæti hann því miður virkjað ýmis ákvæði í gildandi stjórnarskrá sem eru bara mjög andlýðræðisleg og hættuleg,“ segir hún. „Hann gæti gefið fólki heimild til að fara einfaldlega hjá lögum og hann gæti gefið fólki uppreist æru sem situr í fangelsi. Hann gæti sest þingið af.“
Stjórnarskrá Alþingi Samfylkingin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira