Fótbolti

Mahrez tryggði Alsíringum sigur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Riyad Mahrez hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í keppninni.
Riyad Mahrez hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum í keppninni. Getty/Ulrik Pedersen

Riyad Mahrez var hetja Alsír í 1-0 sigri á Búrkína Fasó á Afríkukeppninni í fótbolta í Marokkó í kvöld. Alsír er komið áfram í 16-liða úrslit.

Ljóst var að liðið sem ynni leikinn myndi tryggja sig áfram en Alsír hafði unnið 3-0 sigur á Súdan í fyrsta leik en Búrkína Fasó vann Miðbaugs-Gíneu 2-1.

Mahrez skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum um miðjan fyrri hálfleik sem dugði Alsír fyrir 1-0 sigri. Um var að ræða þriðja mark hans í keppninni.

Alsír er með sex stig á toppi riðilsins en Búrkína Fasó er með þrjú, líkt og Súdan, sem vann 1-0 sigur á Miðbaugs-Gíneu fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×