Handbolti

Strákarnir komnir í úr­slit á Sparkassen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna sigrinum á Portúgal.
Íslensku strákarnir fagna sigrinum á Portúgal. hsí

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri leikur til úrslita á Sparkassen Cup í kvöld.

Íslendingar unnu Portúgali, 31-28, í undanúrslitunum í dag. Staðan í hálfleik var jöfn, 17-17.

Anton Frans Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Alex Unnar Hallgrímsson og Ómar Darri Sigurgeirsson skoruðu fimm mörk hvor.

Sigurmundur Gísli Unnarsson varði níu skot í íslenska markinu (45 prósent) og Anton Máni Francisco Helderrsson fjögur (tuttugu prósent).

Í úrslitaleiknum klukkan 18:00 í kvöld mætir Ísland annað hvort Þýskalandi eða Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×