Innlent

Fannst látinn utan­dyra í Borgar­nesi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn fannst látinn á annan dag jóla. 
Maðurinn fannst látinn á annan dag jóla. 

Karlmaður fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu og fullyrðir að maðurinn hafi verið á fimmtugsaldri, verið af erlendu bergi brotinn og búið hér á landi.

Samkvæmt frá upplýsingum frá lögreglu er andlát mannsins rakið til veikinda. Beðið sé niðurstöðu krufningar en eins og áður segir sé ekkert sem bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×