Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 17:31 Lea Schuller sést hér búin að skrifa undir samninginn við Manchester United. Getty/Poppy Townson Manchester United hefur samið við þýsku landsliðskonuna Leu Schuller en hún kemur til enska liðsins frá Bayern München. Þessi 28 ára gamli leikmaður verður annar leikmaðurinn sem félagið fær í janúarglugganum á eftir bakverðinum Hönnu Lundkvist. Glódís Perla skrifaði undir nýjan samning við Bayern á dögunum en Lea Schuller vildi prófa eitthvað nýtt. You never saw it coming 😉Give a warm United welcome to Lea Schuller! ✍️🇩🇪 pic.twitter.com/PyloWFydlY— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Þessi reyndi framherji var í fimm ár hjá Bayern, spilaði yfir hundrað leiki og hjálpaði liðinu að vinna fjóra deildartitla. Hún gerir nú samning við United til ársins 2029. Hún hefur skorað 54 mörk í 82 leikjum fyrir þýska landsliðið og var í hópnum sem lenti í öðru sæti á eftir Englandi á EM 2022, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum 2024. When Lea came to Carrington 🥰🏡 pic.twitter.com/gyoltzfrql— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Veit að Manchester United er hið fullkomna félag „Frá fyrstu samtölum sem ég átti við [stjórann] Marc [Skinner] og félagið var metnaður allra hér mjög skýr. Það er enn svo margt sem ég vil afreka á ferlinum og ég veit að Manchester United er hið fullkomna félag til að ganga til liðs við,“ sagði Schuller á heimasíðu enska félagsins. „Mér finnst leikstíll liðsins henta mínum leik mjög vel. Ég vona að mínir eiginleikar og reynsla geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar bæði í Englandi og í Meistaradeildinni.“ Við erum himinlifandi Matt Johnson, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Manchester United, sagði: „Markaskorun Leu er stórkostleg, leikstíll hennar mun gefa sóknarleik okkar nýja og spennandi vídd. Við erum himinlifandi með að bæta leikmanni af hennar kalíberi í hópinn,“ sagði Johnson. „Sigurhugarfar og reynsla Leu mun sannarlega hjálpa okkar unga og metnaðarfulla liði á meðan við höldum áfram að vaxa saman og keppa í innlendum og evrópskum keppnum.“ United vonast til að vera umsvifamikið á félagaskiptamarkaðnum þar sem stjórinn Skinner leitast við að styrkja hópinn fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna. Félagið hefur þegar samið um framlengingu við lykilmiðjumanninn Hinötu Miyazawa, sem hefur samþykkt að vera áfram til sumarsins 2029. Enski boltinn Manchester United Þýski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Þessi 28 ára gamli leikmaður verður annar leikmaðurinn sem félagið fær í janúarglugganum á eftir bakverðinum Hönnu Lundkvist. Glódís Perla skrifaði undir nýjan samning við Bayern á dögunum en Lea Schuller vildi prófa eitthvað nýtt. You never saw it coming 😉Give a warm United welcome to Lea Schuller! ✍️🇩🇪 pic.twitter.com/PyloWFydlY— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Þessi reyndi framherji var í fimm ár hjá Bayern, spilaði yfir hundrað leiki og hjálpaði liðinu að vinna fjóra deildartitla. Hún gerir nú samning við United til ársins 2029. Hún hefur skorað 54 mörk í 82 leikjum fyrir þýska landsliðið og var í hópnum sem lenti í öðru sæti á eftir Englandi á EM 2022, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum 2024. When Lea came to Carrington 🥰🏡 pic.twitter.com/gyoltzfrql— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 29, 2025 Veit að Manchester United er hið fullkomna félag „Frá fyrstu samtölum sem ég átti við [stjórann] Marc [Skinner] og félagið var metnaður allra hér mjög skýr. Það er enn svo margt sem ég vil afreka á ferlinum og ég veit að Manchester United er hið fullkomna félag til að ganga til liðs við,“ sagði Schuller á heimasíðu enska félagsins. „Mér finnst leikstíll liðsins henta mínum leik mjög vel. Ég vona að mínir eiginleikar og reynsla geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar bæði í Englandi og í Meistaradeildinni.“ Við erum himinlifandi Matt Johnson, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Manchester United, sagði: „Markaskorun Leu er stórkostleg, leikstíll hennar mun gefa sóknarleik okkar nýja og spennandi vídd. Við erum himinlifandi með að bæta leikmanni af hennar kalíberi í hópinn,“ sagði Johnson. „Sigurhugarfar og reynsla Leu mun sannarlega hjálpa okkar unga og metnaðarfulla liði á meðan við höldum áfram að vaxa saman og keppa í innlendum og evrópskum keppnum.“ United vonast til að vera umsvifamikið á félagaskiptamarkaðnum þar sem stjórinn Skinner leitast við að styrkja hópinn fyrir útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna. Félagið hefur þegar samið um framlengingu við lykilmiðjumanninn Hinötu Miyazawa, sem hefur samþykkt að vera áfram til sumarsins 2029.
Enski boltinn Manchester United Þýski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira